Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staða Ís-lands erað mörgu leyti öfundsverð um þessar mundir. Vissu- lega hafa blikur verið á lofti. Ýmsir hafa haft áhyggjur af að gósentíð í ferðamennsku væri á enda og ekki er enn útséð um hvernig ráðið verður fram úr kröggum flugfélagsins Wow. Þá er fyrir höndum samningalota um kaup og kjör sem búast má við að verði strembin. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær losna 82 samningar nú í lok þessa árs og í lok mars renna út 152 samningar, einkum hjá hinu opinbera. Í fréttinni var einnig greint frá því að þegar hæst léti væru oft tugir og jafnvel yfir hundrað samn- ingamenn á fundum í fundarsölum ríkissátta- semjara. Í raun er með ólíkindum hvað mikil orka og tími fer í kjarasamn- inga á Íslandi og má velta fyrir sér hvernig öll sú vinna er vegin og metin þegar framleiðni í landinu er reiknuð út. Þegar horft er yfir svið- ið á Íslandi er hins vegar ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að staðan sé góð. Jafnvel er ástæða til að velta fyrir sér að hvaða niðurstöðu löndin sem oft er talað um að við berum okkur saman við kæmust ef þau bæru sig saman við okkur. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að finna megi brotalamir og gagnrýna margt hefur á Íslandi tek- ist að byggja upp velferð- arsamfélag sem að mörgu leyti stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum. Það er ekki lít- ið afrek í fámennu landi og dreifbýlu. Ekki er víst að íbúum Coventry á Eng- landi sem eru rúmlega þrjú hundruð þúsund myndi lítast á blikuna yrði þeim sagt að nú ættu þeir að verða sjálfstæðir, reka samgöngur, sjúkrahús og skóla, opna sendiráð víða um lönd, reka hálfan tug háskóla, þrjár sinfóníu- hljómsveitir og nokkur leikhús og koma lands- liðum í fótbolta, handbolta og körfubolta í úrslitakeppni Evrópu- og heimsmeistara- móta. Atvinnuleysi er með minnsta móti í landinu og mun minna en gerist víðast hvar annars staðar í Evrópu. Í ofaná- lag er atvinnuþátttaka mun meiri hér á landi en gerist annars staðar. Það þýðir að hlutfallslega fleiri íbúar landsins eru virkir í atvinnulífinu en gengur og gerist. Tekist hefur að halda verðbólgu niðri um langt skeið. Það er sérstaklega merkilegt vegna þess að launahækkanir hafa verið talsverðar á undanförnum misserum. Af ýmsum ytri ástæðum urðu þær ekki til þess að hleypa af stað verðbólgu eins og ástæða var til að óttast. Því ber að fagna því að þess í stað urðu þær til þess að skila kaupmáttaraukningu, sem teljast verður einstæð. Hún kemur ekki síst til góða þeim, sem minnst hafa á milli handanna. Lægstu laun á Íslandi eru sennilega með því hæsta sem gerist í heiminum og jöfnuður hér mun meiri en víðast hvar í kringum okkur. Rétt er samt að hafa í huga að þótt tekist hafi að mestu að innbyrða launa- hækkanirnar án þess að verðlag færi úr böndum hafa þær reynst mörgum fyrirtækjum erfiðar og sum eru enn að vinna úr þeim í rekstrinum. Í komandi samningum er mikilvægt að festa í sessi kaupmáttaraukn- inguna og kjarabæturnar, sem hafa unnist. Þótt staðan í efnahagslífinu sé góð er hún líka viðkvæm. Í raun er hægt að reikna út svigrúmið til samninga hvað atvinnulífið má við miklum hækkunum án þess að það fari úr bönd- um. Sú staða breytist ekki þótt gerðar séu óraunhæf- ar ofurkröfur og enginn vill samninga sem leiða til þess að fólk beri minna úr býtum en áður. Ef samið verður af skynsemi er þess hins vegar kostur að framlengja yfirstandandi hagvaxtarskeið öllum til hagsbóta. Ef samið verður af skynsemi má festa kjarabætur í sessi} Einstök staða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen 2.1. | Sigríður Á. Andersen Landsréttur tekur til starfa Við þessi tímamót í íslenskri réttarsögu óska ég Lands- rétti allra heilla. Það verða ekki allir alltaf sáttir við niðurstöðu Landsréttar, eðli dómsmála býður ekki upp á slíkt, en ef dómurinn dæmir einungis eftir lögum get- ur enginn kvartað yfir dómstólnum 3.1. | María Isabel Vicandi Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins Spánn er lýðræðisríki þar sem enginn er saksóttur vegna stjórnmálaskoðana sinna, sem allir mega tjá á hvaða vettvangi sem er. 5.1. | Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Loftmengun vegna flugelda Hvar erum við Íslendingar staddir í umhverfismálum? Að við skulum leyfa öllum að skjóta upp rakettum, að heil- brigðisyfirvöld skuli ekki stöðva þetta. 6.1. | Guðrún Hafsteinsdóttir Ísland í fremstu röð Við verðum að sjá til þess að á Íslandi séu ávallt hin ákjós- anlegustu skilyrði fyrir fyrir- tæki til vaxtar. 8.1. | Atli Harðarson Árangursmælikvarðar og stél páfuglsins Ef vísbendingar um árangur skipta miklu fyrir afkomu stofnana verður viðleitnin til að láta þær líta vel út íþyngj- andi líkt og stél páfuglsins. 9.1. | Kristín Anna Þórarinsdóttir Afreksstefna íþróttafélaga og samfélagslegt hlutverk Vinnur áhersla íþróttafélaga á árangur og afrek iðkenda að einhverju leyti á móti því lögbundna og samfélagslega hlutverki sem félögin gegna? 10.1. | Óli Björn Kárason Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að nýta tækifærin? Ætli sjálfstæðismenn að ná árangri í kosningunum verð- ur stefnan að vera skýr. Ein- kunnarorðin eiga að vera val- frelsi, lægri álögur og betri þjónusta. 12.1. | Jóna Björg Sætran Námsgleði og vinátta í stað samskipta- og hegðunarvanda Oft þróast samskipti innan bekkja í ákveðna hópa og oft- ar en ekki verða einhverjir oftar útundan en aðrir. Kenn- arar heyra ótal persónu- leikalýsingar og oft miður uppörvandi þeg- ar nemendur eiga að vinna saman. 13.1. | Heiðrún Lind Marteinsdóttir Litlar og stórar sneiðar af veiðigjaldi Ef tryggja á þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindar- innar verður því markmiði aldrei náð ef umbunað er sérstaklega fyrir lakari rekst- ur í formi sérmeðferðar þegar kemur að greiðslu veiðigjalds. 15.1. | Ásgerður Halldórsdóttir Seltirningar ánægðir með bæjarfélagið Þessi jákvæða niðurstaða undirstrikar jákvætt viðhorf bæjarbúa til samfélagsþjón- ustunnar og er starfsfólki og stjórnendum bæjarins hvatn- ing til að halda áfram á sömu braut. 16.1. | Albert Þór Jónsson Hagræðing í ríkisrekstri er verðmætasköpun Í stafrænni veröld og með aukinni sjálfvirkni ætti að vera mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri, bæta úrelt skipulag á mörgum sviðum og í rekstri stofnana ríkissjóðs. 17.1. | Áslaug María Friðriksdóttir Borgarstjórn felur óþægileg gögn Meirihlutinn ákvað að skella við skollaeyrum, gera lítið úr viðhorfum borgarbúa og svo sem ekki í fyrsta sinn. 18.1. | Hjörleifur Guttormsson Sveitarstjórnarstigið í ógöngum hvað er til ráða? Ég hef enn sannfæringu fyrir að endurskoða ætti stjórn- skipan landsins, koma á hér- uðum sem þriðja stjórnsýslu- stiginu og setja í lög ákvæði um réttindi og skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar. 20.1. | Kjartan Magnússon Eign fyrir alla Ófremdarástand ríkir í hús- næðismálum í Reykjavík. Undir stjórn Samfylkingar- innar og annarra vinstri flokka hefur sú stefna verið mótuð að framboð lóða eigi að vera tak- markað og íbúðaverð hátt. 24.1. | Birgir Þórarinsson Heimsfriði ógnað á nýju ári Fréttaskýrendum vestanhafs ber saman um það að Banda- ríkin séu nú nær því en nokkru sinni að gera árás á hernaðarlega mikilvæg skot- mörk í Norður-Kóreu. 25.1. | Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Hvað er það mikilvægasta í lífinu? Með því að læra og kafa vel í hvern hæfnisþátt markþjálf- unar getur hvaða einstak- lingur sem er orðið færari einstaklingur. 26.1. | Þór Whitehead Er ekki nóg komið? Eyþór Arnalds til forystu Það sem einkum vekur traust mitt á Eyþóri er að hann er maður, sem er ekki aðeins fær um að tala við fólk, held- ur hefur þegar látið verkin tala í öðru bæjarfélagi. 29.1. | Vala Pálsdóttir Jafnrétti: Stundum en ekki alltaf jákvætt? Jafnara kynjahlutfall meðal dómara er til þess fallið að efla traust til dómstóla, til dæmis þegar kemur að með- ferð kynferðisbrotamála fyrir dómi. 30.1. | Tryggvi Gíslason Ljóð dýrmætustu perlur málsins Er ástæða til að gefa út sýn- isbók íslenskra ljóða þegar íslenskt fullveldi byggist á lif- andi tungumáli, en dýrmæt- ustu perlur íslenskrar tungu eru ljóð. 1.2. | Ævar Halldór Kolbeinsson Margir fengu uppreisn æru í fyrra Góðar umbætur hafa átt sér stað í þessum málaflokkum, í kjölfar leiðréttingar á um- ræddum málum. Umbæt- urnar ættu að hafa aukið traust þjóðarinnar í þessum efnum. 3.2. | Svana Helen Björnsdóttir Ný persónuverndarlöggjöf verndar neytendur betur en áður Markmið reglugerðarinnar er að vernda neytendur betur en áður gegn misnotkun per- sónuupplýsinga og draga úr söfnun þeirra og útbreiðslu. 5.2. | Páll Gíslason Raunverulegur árangur í umhverfismálum Í aðalhlutverki í þessari sögu eru mennta- stofnanir sem mennta tæknimenn og sér- fræðinga, sem skilgreina auðlindirnar og hanna og stýra uppbyggingunni. 6.2. | Ari Skúlason Eldra fólk er unglingar nútímans Fjölgun eldra fólks er ein stærsta samfélagsbreytingin sem Íslendingar og flestar aðrar þjóðir munu standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. 7.2. | Margrét Sanders Íslensk verslun nýtur trausts Íslensk verslun er í sóknar- hug. Fram undan eru miklar áskoranir í síbreytilegu um- hverfi, umhverfi sem tekur meiri og hraðari breytingum en nokkru sinni fyrr. 9.2. | Vilborg G. Hansen Lýðræðishallinn í borginni er sláandi og óþolandi Er virkilega ekki kominn tími til að hverfin í það minnsta kjósi sér hverfisráð rétt eins og við fáum nú að kjósa um hvort við viljum tré, bekki eða ruslatunnur sett upp í hverfunum okkar? 10.2. | Halldór Benjamín Þorbergsson Að stytta sér leið en enda úti í skurði Á almennum vinnumarkaði væri því eðlilegt að byrja á aðgerðum til að fækka unn- um yfirvinnustundum og með því stytta heildar- viðverutíma starfsmanna á vinnustað. 12.2. | Ásmundur Friðriksson Auðlindagjald, skattur eða greiðsla fyrir aðgang Með nánari útfærslu gæti hér verið skýr, einföld og sýnileg leið til að innheimta náttúru- og eða veiðigjöld. Samfélagið á að njóta afrakstrar auð- linda sem nýttar eru til tekjuöflunar í at- vinnuskyni. 13.2. | Sigríður Dögg Arnardóttir og Anna Lotta Michaelsdóttir Stöndum faglega að alhliða kynfræðslu Það hlýtur að teljast mikilvægt að nemendur fái alhliða fræðslu um kynheilbrigði þar sem lögð er áhersla á samskipti, sam- þykki og sjálfsmynd. 14.2. | Sigurbjörn Þorkelsson Ástin fellur ekki úr gildi Ástin er ekki umbúðir eða út- lit. Hvorki girnd né losti, held- ur bál sem kviknar. Henni þarf að halda við svo glóðin kulni ekki og slokkni. 15.2. | Guðrún Egilson Liðir Nú er ég mjög illa ferðafær, ekki síst í þeirri hálkutíð sem gengur hefur yfir. Á þessari vegferð hafa greinilega verið gerð mistök sem ég sit nú uppi með án þess að bót sé sýnileg. 16.2. | Sonja Ýr Þorbergsdóttir Minni vinna og allir vinna Með því að stytta vinnuvik- una má þannig stuðla að auknu öryggi og betri heilsu launafólks, fjölskylduvænna samfélagi og auknu jafnrétti. 17.2. | Kristín Bjarnadóttir Hvað er PISA? PISA mælir læsi í víðum skilningi: getu til að beita þekkingu og hæfni og til að greina, skilja og tjá lausnir á viðfangsefnum í mismunandi aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.