Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Stjórnarsamstarf Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra fer hér yfir fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar með Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni,
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
4.9. | Sigfús Thorarensen
NLHS flækjustigið margfaldast
Ekki eru nýmæli að fram-
kvæmdum seinki á Íslandi né
erlendis. En að láta bráð-
nauðsynlegar tilbúnar opin-
berar byggingar standa ónot-
aðar er a.m.k. afleit stjórnsýsla.
5.9. | Óli Björn Kárason
Tækifæri og áskoranir
Fjölskyldan er grunneining
samfélagsins og þess vegna
á stefna í skattamálum að
taka mið af fjölskyldunni og
styrkja hana en ekki veikja.
6.9. | Soffía Smith
Krýsuvík áfram
sem meðferðarstofnun
Í dag get ég verið móðir,
systir, dóttir, vel hæf í at-
vinnu minni sem ég mennt-
aði mig til. Ég borga mína
skatta, er nýtur þjóðfélags-
þegn en ekki baggi á þjóðfélaginu.
8.9. | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ólíkt hafast kratar að
Það er mikilvægt að stjórn-
mál fari aftur að snúast um
staðreyndir og lausnir. Sjálfs-
myndarstjórnmál snúast ekki
um neitt nema sjálfsmynd
þeirra sem þau stunda.
11.9. | Þórarinn V. Þórarinsson
Að skjótast undan sköttum
Það eru hins vegar fáir í að-
stöðu til þess að skjótast til
annarra landa til að losna
undan þessum álögum eins
og Landhelgisgæslan stundar.
12.9. | Áslaug Einarsdóttir
Módel sem virkar
Krýsuvíkursamtökin eru svar
við þeirri neyð sem herjar á
samfélag okkar í þessum töl-
uðu orðum.
13.9. | Halldór Blöndal
Nú dámar mér ekki,
heilbrigðisráðherra!
Stefna ráðherra liggur ljós
fyrir: Það á að mismuna sjúk-
lingum, láta einn borga meir
en annan fyrir sömu þjón-
ustuna!
14.9. | Hrafn Jökulsson
Takk fyrir tuttugu ár!
Og við lærðum að skákin er
hið fullkomna verkfæri til að
skapa ánægjustundir, því allir
geta teflt: Ungir og gamlir,
strákar og stelpur, blindir og
sjáandi. Skákin er alþjóðlegt tungumál
sem brúar öll bil.
15.9. | Ásta Sigríður Fjeldsted
Sama verð þýðir ekki samráð
Eðli markaða er ólíkt svo að
einsleitni í verði getur verið
misjöfn en niðurstaðan er
engu að síður sú sama: Eins-
leit verðlagning segir lítið
sem ekkert um hvort samráð sé til staðar.
17.9. | Anna Sigríður Jökulsdóttir
Kulnun álagstengd ofþreyta
Það getur tekið langan tíma
að ná sér á strik eftir að hafa
lent í kulnunarástandi. Örlað
getur á athygli-, einbeitingar-
og minnisvanda eftir að
önnur einkenni kulnunar hafa rénað.
18.9. | Björn Jón Bragason
Sveitarfélög eru ekki
ferðaþjónustufyrirtæki
Landshlutasamtök sveitar-
félaga geta ekki kennt hóp-
ferðafyrirtækjum á frjálsum
markaði um eigin ófarir.
19.9. | Halldóra Mogensen
Framtíðina úr skotgröfunum
Hvernig getum við tryggt
áframhaldandi lífsgæði í
framtíðinni án þess að ganga
á þolmörk hvert annars og
plánetunnar sem hýsir okkur
og fæðir?
20.9. | Björg Ásta Þórðardóttir
50 ára afmæli
MS-félags Íslands
Félagið hefur í um hálfa öld
einbeitt sér að því að veita
MS-fólki og aðstandendum
þess stuðning og standa fyrir
öflugri fræðslu um sjúk-
dóminn.
21.9. | Gunnar Alexander Ólafsson
Gert út á góðmennsku
Undanfarin ár hefur fjölgað á
þessum biðlista, á meðan
ríkið hefur ekki tryggt viðeig-
andi fjármögnun á þeirri
þjónustu sem SÁÁ veitir.
22.9. | Pétur J. Eiríksson
Eitt sinn best, nú verst
Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
sem eitt sinn var besta skipti-
stöð í Evrópu, er nú sú versta
og það er flugfélögunum dýrt.
25.9. | Reynir Arngrímsson
Samningar um jafna aðstöðu
til heilbrigðisþjónustu
Samningar um sérhæfða
heilbrigðisþjónustu lækna
eru líka stjórntæki til að stýra
og tryggja sanngjarnt
greiðsluhlutfall almennings.
26.9. | Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Beiting hryðjuverkalaganna var
Bretum til minnkunar
Allar fullyrðingar breskra
ráðamanna í samtölum við
íslenska starfsbræður þeirra
um ólöglega fjármagnsflutn-
inga frá Bretlandi til Íslands
reyndust haldlausar.
27.9. | Valgarð Briem
Estonia mesta sjóslys
í sögu Evrópu
Estonia lagði af stað frá Tall-
inn klukkan rúmlega sjö um
kvöldið með 989 manns um
borð. Af þeim komust 852
aldrei til hafnar.
28.9. | Sigurjón Hafsteinsson
Er hið framsækna og
fjölskylduvæna Icelandair
komið á villigötur?
Ágætu stjórnendur, verið
meðvitaðir um að ákvörðun
sem þessi er bara til þess
fallin að skapa óánægju sem
er Icelandair ekki til fram-
dráttar.
29.9. | Sigurður Ingi Jóhannsson
Þjóðareign
Hvalfjarðargöngin eru dæmi
um vel heppnaða fram-
kvæmd og eru mikil sam-
göngubót fyrir íslenskt sam-
félag í heild. Gjaldtöku hefur
verið hætt.
1.10. | Håkan Juholt
Hvernig gengur eiginlega
í Svíþjóð?
Á þessu ári fagnar lýðræðið
100 ára afmæli í Svíþjóð. Við
höfum langa hefð fyrir sam-
starfi og að vinna fyrir landið
og hag fólksins. Það mun
einnig verða útkoman af nýafstöðnum
kosningum.
2.10. | Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Metnaðarfull áform
í loftslagsmálum
Loftslagsmál snúast ekki
bara um töluleg markmið og
flóknar skuldbindingar, held-
ur um betra líf og tryggari
framtíð.
3.10. | Hannes Hilmarsson
Atlanta fylgdi í öllu
lögum og reglum
Fjórum mánuðum eftir út-
gáfu skýrslu ráðuneytis um
að Atlanta hafi í einu og öllu
fylgt öllum lögum og reglum
hefur enginn fjölmiðill leið-
rétt fréttir sínar.
4.10. | Guðni Ágústsson
Er Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri heyrnarlaus?
Verður kannski hótel byggt í
Hólavallakirkjugarði við Suð-
urgötu og skítt með nokkrar
grafir sem verður að rjúfa af
því að staðurinn liggur svo
vel við miðborginni og ferðamönnum?
5.10. | Birna Bjarnadóttir
Virðing og réttindi
aldraðra í Evrópu
Sameinuðu þjóðirnar og
samtök aldraðra í Evrópu
vekja athygli á mannrétt-
indum allra án tillits til aldurs
á tímum ört fjölgandi íbúa 80
ára og eldri.
6.10. | Ólafur Ísleifsson
Framfærsluviðmið og
skattleysi lægstu tekna
Markmið tillögunnar er að
jafna skattbyrði milli tekju-
lágra og hátekjufólks þannig
að þeir sem hafa tekjur undir
300.000 kr. verði undan-
þegnir skatti.
8.10. | Gunnar Örn Gunnarsson
Mannauðsstjórnun
eða þrælahald
Bætt starfskjör skila árangri
og hið opinbera mun fá um-
rædda breytingu margfalt til
baka í bættri heilsu sjúkraliða
og miklu meiri starfsánægju
eins og hefur sýnt sig annars staðar.
10.10. | Jón Bjarnason
Ráðherrann með bogin hné
Nú þarf að hlaupa til og setja
á ráðherrann spelkur og snúa
undanhaldi í vörn og sókn
fyrir íslenskan landbúnað og
matvælavinnslu í landinu.
11.10. | Katrín Atladóttir
Lægri skatta í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn mun
leggja til í borgarstjórn að
fasteignaskattar á fyrirtæki
lækki strax á næsta ári um
0,05%.
13.10. | Halldór Ármann Sigurðsson
Nauðsynlegar og ónauðsynlegar
reglur um mannanöfn
Gera þarf skynsamlegar
breytingar á mannanafnalög-
unum en ýmsar reglur um
nöfn eru þó áfram nauðsyn-
legar.
15.10. | Ágúst Andrésson
75 ára stjórnmálasamband
Íslands og Rússlands
Kannski var það þannig að
víkingarnir sem fóru til
Garðaríkis skildu eitthvað
meira eftir en orðspor og
sverð?
16.10. | Jónas Garðarsson
Hvorki gráðugt tröll
né meinlaus rolla
Ari fróði mælti: þá er skylt að
hafa það heldur, er sannara
reynist. Fylgjum ráði hins
mikla sagnaritara fremur en
slag við vindmyllur og rollur.
17.10. | Heiðar Ingi Svansson
Bjartsýnisbyr fyrir
íslenskar bækur
Frumvarpið er mikilvægt
skref í þá átt að blása bjart-
sýnisbyr í trosnandi segl
bókaútgefenda, stuðla að
meira rými fyrir sköpun höf-
unda, auka fjölbreytni og snúa við þessari
neikvæðu þróun.
18.10. | Rúna Gísladóttir
Gamall kennari um mælt mál
Sögnin að elska er okkur
flestum mjög kær, svo kær
að við erum farin að nota
hana í tíma og ótíma.
19.10. | Jón Steinar Gunnlaugsson
Rökræður ekki leyfðar
Þetta er fólk sem greinilega
kýs að taka enga ábyrgð á
skoðunum sínum og tjáningu
jafnvel þó að einhverjar þús-
undir manna hlusti á.
20.10. | Sigurður Árni Þórðarson
Árnabiblían
Nokkrum dögum áður en ég
hóf störf var Biblían afhent
kirkjunni að gjöf. Svo tók hún
á móti mér. Hvaða verkfæri
fær prestur betra en Biblíu
við upphaf prestsstarfs?
22.10. | Gústaf Adolf Skúlason
Tugir milljóna í byltingar-
rómantík 68 kynslóðarinnar
Ég hef oft hugsað um það, að
engu máli hefði skipt hvert
tilefni heilaþvottarins var, við
vorum allir reiðubúnir til að
fylgja leiðtoganum í gröfina.
23.10. | Birna Varðardóttir
Flæðandi orkudrykkjaæði
Það er gulls ígildi að unga
fólkið okkar þekki inn á
samspil þessara þátta. Þá er
með öllu óþarfi að sækja sér
aukaorku eða örvandi áhrif í
litskrúðugar dósir.
24.10. | Anna Kristín Kristjánsdóttir,
Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason
Að ritskoða söguna
Fagrar hugsjónir sósíalismans um bætt
mannlíf voru sumum sendiráðstökumanna
ofarlega í huga, en enginn þeirra ellefu-
menninga sem vildu við okkur tala í mynd-
inni var talsmaður blóðugs ofbeldis.
25.10. | Helgi Áss Grétarsson
Akademískt frelsi er
mikilvægt og ber að vernda
Sjálfstætt þenkjandi háskóla-
fólki ber ávallt skylda til að
vernda hið akademíska frelsi
fullum þunga en nú á tímum
virðist það enn brýnna en áður.
26.10. | Þórhallur Jónsson
Uppbygging Akureyrarflugvallar
Nauðsynlegt er að hefja milli-
landaflug um Akureyrarflug-
völl til að jafna tækifæri í
ferðaþjónustu og dreifa ferða-
mönnum betur um landið.
27.10. | Viðar Hreinsson
Hvalárvirkjun byggð
á vanþekkingu
Ekki voru forsendur til að
setja Hvalá í nýtingarflokk.
Hvalárvirkjun leysir ekki
orkuvanda Vestfjarða og
styðja þarf Árneshrepp eftir
nýjum leiðum.
29.10. | Ingibjörg Gísladóttir
Um gyðingahatur
og fréttamennsku RÚV
Óvild og hatur er beinist
gegn gyðingum eykst stöð-
ugt í heiminum. RÚV hefur
með hlutdrægum fréttaflutn-
ingi skapað slíkt andrúmsloft
hérlendis.
30.10. | Ole Anton Bieltvedt
Engin raunveruleg uppbygging
og hvergi mark VG að sjá
Hvernig á umhverfis-, um-
bóta- og jafnaðarafl, sem VG
á að vera, að ná nokkru fram
í samstarfi við fulltrúa helstu
sérhagsmuna- og íhaldsafla
landsins?
31.10. | Gunnar Þórarinsson
Á gervigreind erindi stjórnmál?
Það eru siðferðilegar spurn-
ingar sem helst hamla því að
notkun gervigreindar verði
hagnýtt við ákvarðanatöku í
meiri mæli.
1.11 | Óskar Þór Karlsson
Íslenskan okkar mál
Við sem eldri erum orðin
munum eftir því að sum góð
orð, sem mikið eru notuð í
daglegu máli, báru allt annað
heiti í upphafi. Þannig lifði
orðið þrýstiloftsflugvél í þó nokkur ár,
áður en orðið þota kom til.
2.11 | Rósa María Hjörvar
Ferð án fyrirheits
Það er skýr stefna ríkis-
stjórnarinnar að halda aftur
af öllum kjarabótum þar til
tekist hefur að troða svoköll-
uðu starfsgetumati í gegn.
3.11. | Þór Magnússon
Enn um gamla kirkjugarðinn
Og enn er sótt að gamla
kirkjugarðinum. Grafnar eru
upp jarðneskar leifar fólks
vegna hótelbyggingar.
Kirkjugarðurinn hefur um
árabil verið steinlögð stétt, þar trampa
hundruð manna eða þúsundir daglega.