Morgunblaðið - 29.12.2018, Page 34
34 UMRÆÐAN Messur um áramót
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Suðurlandsbraut 52
Sími 533 6050
www.hofdi.is
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegs árs
með þökk fyrir
viðskiptin á árinu
sem er að líða
Með kveðju starfsfólk
Höfða fasteignasölu
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum farsældar
á nýju ári. Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Starfsfólk Eignamiðlunar
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Fordæmalausar
skattahækkanir á Ís-
landi á undanförnum
átta árum hjá Ríkis-
sjóði Íslands og
Reykjavíkurborg og
hækkun launa æðstu
embættismanna ríkis-
ins hafa leitt til þess
að fyrirtæki og ein-
staklingar geta ekki
lengur haldið uppi
óhagkvæmum ríkisrekstri með
yfirbyggingu sem ekki virkar.
Skattar á Íslandi eru í hæstu
hæðum og ríkisútgjöld hafa hækk-
að um 200 milljarða króna á
undanförnum átta árum þar sem
framleiðni í dýrustu kerfunum er
lítil og verðmætasköpun sáralítil
eða engin í mörgum tilfellum. Í
þeim samanburði er til að mynda
áætlaður tekjuskattur einstaklinga
200 milljarða króna á árinu 2019. Í
kjarasamningum á árinu 1990 var
gerð þjóðarsátt á vinnumarkaði
hjá þeim aðilum sem komu að
kjarasamningum.
Fulltrúum atvinnurekenda,
verkalýðshreyfingarinnar og ríkis-
stjórnarinnar tókst að binda enda
á óreiðu sem hafði ríkt í efnahags-
málum í nokkra áratugi. Það er
ekki ólíklegt að við stöndum á
svipuðum tímamótum á vinnu-
markaði í dag og því sé mikilvægt
á næstu misserum að ná breiðri
þjóðarsátt á vinnumarkaði. Ríkis-
sjóður hefur ekki nýtt tækifærið
til að draga úr ríkisúgjöldum og
lækka skatta en flestir skatt-
stofnar eru fullnýttir og mjög háir
í alþjóðlegum samanburði. Nýting
og arðsemi fjármuna við rekstur
og til fjárfestinga er slök á mörg-
um sviðum. Stærsta sveitarfélag
landsins er með alla skattstofna
fullnýtta en á sama tíma nema
heildarskuldir sem hlutfall af
reglulegum tekjum 187%, sem er
töluvert yfir lagaskyldu.
Það liggur í augum uppi að það
er kominn tími á verðmætasköpun
og hagræðingu í opinberum
rekstri á Íslandi. Opinberan
rekstur á Íslandi þarf að endur-
skoða með því að lækka útgjöld og
auka fagmennsku við fjárfestingar
sem eru oft á tíðum slakar. Skatt-
greiðendur og almenningur á Ís-
landi gera auknar kröfur til opin-
bers rekstrar þar sem allir
skattstofnar eru nú fullnýttir en
árangurinn undanfarin átta ár er
slakur og verðmæta-
sköpun lítil. Þjóðar-
sáttin gæti falist í
meðal annars þjóðar-
átaki í byggingu á
einföldu og öruggu
húsnæði fyrir alla
landsmenn á öllum
aldri, hækkun per-
sónuafsláttar, hag-
ræðingu í opinberum
rekstri, lækkun ríkis-
útgjalda um 5%,
lækkun skatta tekju-
lægstu hópa sam-
félagsins, hagræðingu í bankakerf-
inu með sölu Íslandsbanka og
Landsbanka Íslands, aukinni sam-
keppni á lánamarkaði og lækkun
vaxta.
Þjóðarátak í byggingu
á húsnæði fyrir alla
Mikilvægt er að hefja þjóðar-
átak í íbúðarmálum Íslendinga
með því að koma með einfaldar og
hagkvæmar lausnir. Lífshættir
fólks eru að breytast hratt þar
sem fólk vill einfaldar og snjallar
lausnir í íbúðarmálum sínum. Þar
skiptir miklu máli að húsnæðið sé
ódýrt og taki mið af kaupmætti
fólks. Auk þess skiptir öryggi í
húnæðismálum flesta einstaklinga
miklu máli. Mikilvægt er að fyrstu
kaup séu hagkvæm og skynsamleg
fyrir sem flesta á íbúðamarkaði. Í
ljósi þessa mikla ójafnvægis sem
er nú á íbúðamarkaði er mikilvægt
að sveitarfélög, stéttarfélög og líf-
eyrissjóðir taki höndum saman í
að lyfta grettistaki í húsnæðis-
málum Íslendinga. Sveitarfélög
þurfa að tryggja nægt lóðafram-
boð af ódýrum lóðum, stéttarfélög
að standa vaktina og tryggja
hagsmuni sinna félagsmanna. Líf-
eyrissjóðir geta veitt sjóðfélagalán
sem eru mjög hagkvæmur kostur
fyrir flesta sjóðfélaga þar sem
lánstími er langur og vaxtakjör
með því besta sem gerist á mark-
aði.
Þjóðarátak í byggingu á ein-
földu og öruggu húsnæði fyrir alla
landsmenn á öllum aldri er
stærsta skrefið að breiðri sátt á
vinnumarkaði. Flesta dreymir um
einfalt og öruggt húsaskjól og að
útborguð laun nægi fyrir mikil-
vægustu nauðsynjum. Samtökum
atvinnulífsins og verkalýðs-
hreyfingunni ber skylda til að ná
góðri sátt í þessu mikilvægasta
hagsmunamáli allra landsmanna.
Hækkun persónuafsláttar, hag-
ræðing í opinberum rekstri og
lækkun skatta eru atriði sem liðka
fyrir þjóðarsátt á vinnumarkaði.
Hækkun persónuafsláttar og
lækkun skatta gæti aukið líkur á
góðum árangri í samningum á
vinnumarkaði. Mikilvægi þess að
nálgast verkefnið með opnum hug
fyrir snjöllum hugmyndum sem
auka verulega líkur á góðum ár-
angri.
Undanfarin ár hefur ríkissjóður
ekki nýtt færi til verðmætasköp-
unar, hagræðingar og aukinnar
framleiðni í rekstri og fjárfest-
ingum. Með lækkun ríkisútgjalda
um 5% væri hægt að lækka skatta
tekjulægri hópa og trygging-
argjald fyrirtækja verulega og
koma þannig til móts við verka-
lýðshreyfinguna og atvinnurek-
endur í ljósi fordæmalausra hækk-
ana hjá sumum hópum ríkis-
starfsmanna með ákvörðunum
Kjararáðs. Hagræðing í banka-
kerfi með sölu ríkisbankanna, auk-
inni samkeppni á lánamarkaði og
lækkun vaxta gæti leitt til betri
kjara fyrir þá sem eru að kaupa
sér einfalt og hagkvæmt íbúðar-
húsnæði.
Nú þurfa allir sem hafa aðkomu
að þessari „Nýju þjóðarsátt“ að
bretta upp ermar og klára þetta
mál þannig að Ísland geti mætt
framtíðinni með raunhæfum og
skynsamlegum lausnum sem er
mikilvægasti þátturinn í árangri
til lengri tíma. Góð byrjun væri að
lækka skatta verulega, hagræða
verulega í ríkisrekstri og ná ríkis-
útgjöldum niður um 100 milljarða
króna og auka framleiðni og verð-
mætasköpun á öllum sviðum ríkis-
rekstrar og sveitarfélaga. Mikil-
vægt er að „menning“ hjá opin-
berum aðilum verði tekin föstum
tökum þannig að þeir sem stjórna
og starfa í opinberum rekstri fyrir
íslenska skattgreiðendur gæti
hagsmuna Íslands og Íslendinga.
Þjóðarsátt á vinnumarkaði
Eftir Albert Þór
Jónsson » Þjóðarátak í bygg-
ingu á einföldu og
öruggu húsnæði fyrir
alla landsmenn á
öllum aldri er stærsta
skrefið að breiðri sátt
á vinnumarkaði.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur, með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynsla á fjármálamarkaði
albertj@simnet.is
AKUREYRARKIRKJA | Æðruleysismessa
sunnudag kl. 20. Prestur er Hildur Eir Bolla-
dóttir. Hermann Arason og Eyþór Ingi Jóns-
son flytja tónlist og leiða söng. Molasopi í
Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Prestur er
Hildur Eir Bolladóttir. Klassíski kór Akur-
eyrarkirkju syngur. Organisti er Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir.
Nýársdagur. Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju
kl. 14. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson.
Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur prédikar.
Jakobskór Akureyrarkirkju syngur. Organisti
er Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Gamlársdagur. Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 17. Sr. Þór Hauksson þjón-
ar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju
leiðir hátíðarsöng. Organisti er Péter Maté.
Nýársdagur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þór
Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kirkjukórinn leiðir hátíðarsöng. Organisti er
Guðmundur Ómar.
ÁSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl.
18. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Fluttir verða Hátíðar-
söngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Ás-
kirkju syngur.
Föstudagur 4. janúar. Guðsþjónusta í Norður-
brún 1 kl. 14. Séra Sigurður Jónsson préd-
ikar og þjónar fyrir altari.
Þrettándinn, 6. janúar 2019. Messa kl. 11.
Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur.
Organisti er Bjartur Logi Guðnason.
BESSASTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur.
Sameiginlegur aftansöngur Garðaprestakalls
í Bessastaðakirkju kl. 17. Sr. Henning Emil
Magnússon. Félagar úr Álftaneskórnum
syngja undir stjórn Ástvaldar Traustasonar
organista.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 18. Prestur er Magnús Björn
Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Kór
Breiðholtskirkju syngur.
BÚSTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan-
söngur kl. 18. Einsöngvari er Guðbjörg
Tryggvadóttir. Trompet Gunnar Kristinn Ósk-
arsson, Kammerkór Bústaðakirkju, Jónas
Þórir og sr. Pálmi.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður er Óttar Guðmundsson geð-
læknir. Einsöngur Jóhanna Þórhallsdóttir.
Gospelkórinn syngur undir stjórn Þórdísar
Sævarsdóttur. Kantor Jónas Þórir og sr.
Pálmi. Messuþjónar þjóna í öllum athöfnum.
DIGRANESKIRKJA | Sunnudag, 30. des.,
kl. 14. Jólastund eldri borgara í Hjallakirkju.
Gamlársdagur. Aftansöngur í Digraneskirkju
kl. 16, prestur er Gunnar Sigurjónsson,
organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Kammerkór Digraneskirkju syngur.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti
| Laugardagur. Messa á spænsku kl. 16 og á
íslensku kl. 18.
Sunnudagur, 30. desember. Messa á pólsku
kl. 8.30, á íslensku kl. 10.30, á pólsku kl.
13 og á ensku kl. 18.
Gamlársdagur. Messa á íslensku kl. 8 og
18.
Nýársdagur. Stórhátíð Maríu guðsmóður.
Messa á íslensku kl. 10.30, á pólsku kl. 13
og á ensku kl. 18.
DÓMKIRKJAN | Messa 30. desember kl.
11. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjón-
ar fyrir altari.
Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18, sr. Sveinn
Valgeirsson prédikar og sr. Elínborg Sturlu-
dóttir þjónar fyrir altari.
Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Ís-
lands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og
dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn
syngur og Kári Þormar, dómorganisti, leikur á
orgelið við guðþjónusturnar. Bílastæði við Al-
þingi.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 16. Kór Egilsstaðakirkju
syngur og leiðir almennan söng. Organisti er
Jón Ólafur Sigurðsson. Prestur er Ólöf Mar-
grét Snorradóttir.
FELLA- og Hólakirkja | Gamlársdagur. Aft-
ansöngur kl. 18. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur.
Kristín R. Sigurðardóttir syngur einsöng og
Reynir Þormar spilar á saxófón.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr.
Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar,
kór kirkjunnar syngur.
Organisti við guðsþjónusturnar er Arnhildur
Valgarðsdóttir.
Fyrsta messa nýs árs verður 13. janúar kl.
11.
GRAFARVOGSKIRKJA | Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 18. Prestur er Sigurður Grét-
ar Helgason. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.
Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú.
Organisti: Hákon Leifsson.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Prestur er Guðrún Karls Helgudóttir. Kór Graf-
arvogskirkju leiðir söng. Einsöngur: Hallveig
Rúnarsdóttir. Organisti: Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan-
söngur kl. 18.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Fé-
lagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng
og flytja Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar
ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og Ástu Har-
aldsdóttur organista.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Aðfangadagur.
Aftansöngur kl. 18. Melkorka Ýr Magn-
úsdóttir söngkona syngur Ó, helga nótt
ásamt Kór Grindavíkurkirkju. Organisti er Erla
Rut Káradóttir.
Miðnæturmessa kl. 23.30. Kór Grindavíkur-
kirkju leiðir sönginn ásamt Erlu Rut organ-
ista.
Jóladagur. Í Víðihlíð í matsalnum verður há-
tíðarguðsþjónusta kl. 11 og eru allir velkomn-
ir þangað. Kór og organisti Grindavíkurkirkju
leiða sönginn.
Gamlársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17.
Kór Grindavíkurkirkju ásamt Erlu Rut leiðir
sönginn. Séra Elínborg Gísladóttir leiðir allt
helgihald.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Gamlársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í
umsjón Fríkirkjunnar í Reykjavík. Prestur er
Hjörtur Magni Jóhannsson. Sönghópur Frí-
kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar söngstjóra.
Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Prestur er Auður Inga Einarsdóttir. Grundar-
kórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar
Waage organista.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 17. Athugið tímann. Prestur
er Stefán Már Gunnlaugsson. Organisti er
Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syng-
ur. Einsöngvari er Þórunn Vala Valdimars-
dóttir.
Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14. Prestur er
Jón Helgi Þórarinsson. Egill Friðleifsson flytur
hátíðarræðu. Organisti er Guðmundur Sig-
urðsson. Barbörukórinn syngur. Einsöngvari
er Hugi Jónsson.
HALLGRÍMSKIRKJA | 30. desember.
Vonarlestrar og söngvar á jólum kl. 11. Sr.
Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur.
Orð dagsins:
Símeon og Anna
(Lúk. 2)
Frá Þingvöllum Þingvallakirkja.