Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Er meistari Val-
garður við? Spurn-
inguna bar Alfreð
Árnason líffræðing-
ur iðulega upp þegar hann kom í
heimsókn til að hitta vin sinn
Valgarð. Þetta var það fyrsta
sem kom upp í hugann þegar
fréttin af andláti Valgarðs barst
mér.
Valgarður var sannarlega
mikill meistari og margt til lista
lagt. Hann var ekki síst góður
læknir, rithöfundur, skáld og vís-
indamaður. Það síðastnefnda var
ástæða þess að við Valgarður
kynntumst fyrir rúmum 32 árum.
Þá var ég að flytja heim frá út-
löndum eftir nám í sameindalíf-
fræði. Frétti að hann ásamt Vil-
mundi Guðnasyni lækni leituðu
sérfræðings á því sviði því þeir
Valgarður
Egilsson
✝ Valgarður Eg-ilsson fæddist
20. mars 1940.
Hann lést 17.
desember 2018.
Útför Valgarðs
fór fram 28. desem-
ber 2018.
ætluðu að hefja
rannsóknir á erfða-
þætti krabbameina.
Valgarður var sér-
fræðingur í frumu-
líffræði og hafði til
margra ára notað
gerfrumur til að
rannsaka orkubú-
skap í tengslum við
krabbamein, fyrst
við nám í London og
síðan á Íslandi.
Ekki gekk það þrautalaust og
eftir töluverðar hremmingar
komst Valgarður að þeirri nið-
urstöðu að meiri skilningur yrði
hjá ráðandi aðilum á rannsókn-
um á mönnum. Á þessum árum
hafði hann aðstöðu fyrir rann-
sóknir sínar í Hjúkrunarskólan-
um í Eirbergi. Man ég að heldur
þóttu mér aðstæður bágbornar
sem Valgarður í hæversku sinni
lét sér og sínu starfsfólki nægja
til rannsóknanna. En að taka
þátt í því að byggja upp rann-
sóknir á ættlægni brjóstakrabba-
meins fannst mér mjög áhuga-
vert verkefni og sló ég því til.
Rannsóknastofa Valgarðs gekk
undir nafninu frumulíffræðideild
og þar starfaði einvalalið ljúf-
menna sem áttu það sameigin-
legt að hafa brennandi áhuga á
vísindum. Valgarður var hlýr og
einstaklega skemmtilegur maður
og tókst að láta öllum líða vel.
Það var mikil vinna fyrir okkur
öll að setja þessar rannsóknir á
stað en fyrr en varði vorum við
búin að birta fyrstu vísindagrein-
ina og fjallaði hún um H-RAS í
fjölskyldulægu brjóstakrabba-
meini. Ævintýri okkar á Frum-
unni, eins og við kölluðum okkur
gjarnan, byrjaði þó fyrir alvöru í
framhaldi af fundi sem við Val-
garður sóttum í London. Þar
sagði Marie-Claire King frá
rannsóknum sínum á ættlægni
brjóstakrabbameins. Henni hafði
tekist að staðsetja sterkan
áhrifaþátt myndunar brjósta-
krabbameins á litningi 17. Hún
hvatti vísindafólk til að taka
höndum saman og finna erfða-
þáttinn.
Við á frumulíffræðideild svör-
uðum kallinu og tókum þátt í leit-
inni að BRCA1. Við tókum einnig
þátt í öðru og enn þá umfangs-
meira samstarfi við að staðsetja
og einangra BRCA2. Þáttur ís-
lenskra vísindamanna í því afreki
var þó nokkur. Þáttur Valgarðs
var þar mikilvægur. Hann lagði
mikið á sig við ættrakningar í leit
að fjölskyldum með sterka sögu
krabbameins og í framhaldinu
öflunar lífssýna til rannsókna úr
þessum fjölskyldum. Þegar ég lít
til baka er að finna mjög margar
bjartar og skemmtilegar minn-
ingar frá þessum tíma og er ég
þakklát forsjóninni fyrir að hafa
fengið að kynnast Valgarði. Ég
votta Katrínu og aðstandendum
öllum innilega samúð.
Rósa Björk Barkardóttir.
Horfinn er úr okkar hópi Val-
garður Egilsson. Valgarður var
kjörinn varaforseti Ferðafélags-
ins árið 1997 og gegndi því emb-
ætti um tíu ára skeið. Eftir að
Valgarður hvarf úr stjórn félags-
ins var leitað til hans með ýmis
trúnaðarstörf, m.a. formennsku í
uppstillinganefnd, og má af því
ráða hversu mikils Valgarður var
metinn.
Í okkar hópi bar Valgarður
Egilsson mörg viðurkenningar-
og sæmdarheiti. Hann var lækn-
ir, rithöfundur, skáld, sagna-
meistari, fararstjóri, lífskúnst-
ner, varaforseti, leiðtogi,
goðsögn í lifanda lífi og fleira
mætti telja en umfram allt hafði
Valgarður til að bera leiftrandi
og litríkan persónuleika. Við vor-
um stolt af því að hafa slíkan
mann í okkar liði og nutum
starfskrafta hans.
Mörg ritverk liggja eftir Val-
garð en fyrir Ferðafélag Íslands
skrifaði hann bróðurpart árbók-
arinnar ársins 2000. Þar fjallaði
Valgarður um úthafsbyggðir
Mið-Norðurlands frá Úlfsdölum
vestan Siglufjarðar og austur um
Náttfaravíkur við Skjálfanda.
Þar með fylgdu Flatey á Skjálf-
anda og Grímsey. Það var ómet-
anlegt að fá til þessa verks ekki
aðeins ritsnilling heldur einnig
þann sem ólst upp á slóðum ár-
bókarinnar og átti þar ættir að
rekja. Jafnhliða staðþekkingu og
sögulegum fróðleik fléttaði Val-
garður inn í fásögnina listrænan
þráð og næman skilning á örlög-
um fólks í úthafsbyggðunum.
Með árbók Valgarðs var bjargað
miklum sögulegum heimildum og
skilningi á þessum harðbýlu hér-
uðum Íslands, heimildum sem
ella hefðu sundrast eða jafnvel
glatast að fullu.
Ferðafélag Íslands hefur
ávallt kappkostað við að farar-
stjórar félagsins séu í fremstu
röð. Sennilega er ekki á neinn
hallað þegar fullyrt er að Val-
garður Egilsson hafi skarað fram
úr á því sviði, ekki aðeins hvað
þekkingu á landi og sögu varðaði
heldur miklu fremur einstakan
frásagnarmáta þar sem leiðsögn-
in var í raun leikrænn gjörning-
ur. Í fjögurra daga ferð með Val-
garði varð hver dagur nýr kafli í
því leikriti sem Valgarður bar
fram. Hann hóf hvern dag á
vandlegum undirbúningi, gjarn-
an í einrúmi, þar sem hann setti
niður fyrir sér orðfæri og rullur í
bland við fas leikarans og magn-
aða kímni. Enginn sem með hon-
um fór í ferð gleymir leiðsögn
Valgarðs. Vinsældir hans má
meta af því að ferðafólk spurði
iðulega hvort ekki mætti örugg-
lega búast við að Valgarður yrði
leiðsögumaður í ferðum á Flat-
eyjardal og í Fjörður og það yrði
að komast í slíka ferð áður en
hann hætti leiðsögn þangað, ekki
aðeins til að kynnast landsvæð-
inu heldur til þess að fá að njóta
ferðar með Valgarði. Frægð
hans fór víða og stundum tók fólk
sig saman í hóp sem bað hann um
að koma sérstaklega í ferð um
fyrrnefndar slóðir. Meðal ferða-
félagsfólks eru oftlega rifjaðar
upp sögur um frumleg uppátæki
og tilsvör Valgarðs.
Mikið liggur eftir Valgarð.
Ferðafélag Íslands minnist hans
með mikilli virðingu og þakklæti
fyrir þá leiðsögn sem hann veitti
bæði í ferðum og í stefnumótun
félagsins. Stjórn Ferðafélagsins
sendir Katrínu Fjeldsted og fjöl-
skyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Örn Haraldsson,
forseti Ferðafélags Íslands.
Fjörður og Flateyjardalur
verða ekki samir eftir.
Sameiginlegar ferðir Valgarðs
Egilssonar og Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni í
Fjörður og á Flateyjardal verða
ekki fleiri. Náttúrubarnið Val-
garður Egilsson er farinn í sína
síðustu ferð, hvert sem hún mun
leiða hann. Við sem áttum skipu-
lagða enn eina ferðina í Fjörður!
Í starfi framkvæmdastjóra
FEB hef ég farið eftir og jafnvel
nýtt mér orð Valgarðs sem sagði
eitt sinn: „Það eru forréttindi að
fá að sýna fólki landið okkar.“
Ferðir innanlands og erlendis
eru eitt af aðalsmerkjum félags-
ins og er skemmst frá því að
segja að allar ferðir á vegum
þess bókast hratt og biðlistar
myndast. Þannig hefur það jafn-
an verið í þeim fjölda ferða sem
skipulagðar hafa verið í Fjörður
og á Flateyjardal, með Valgarð
sem fararstjóra. Þrátt fyrir eins
og nafn félagsins segir, að ferð-
irnar séu fyrir eldri borgara hef-
ur það ekki verið nein fyrirstaða
að fara slíka „svaðilför“ sem ferð
á þessar slóðir getur verið. Síð-
asta ferðin sem reyndar var mín
fyrsta og eina á þessar slóðir, er
sérlega minnisstæð. Ekki bara
fyrir góðviðrið og einstöku fjalla-
sýnina á Sprengisandi, sprungna
dekkið á fjallabílnum, nestið sem
við snæddum undir berum himni
í uppáhaldsbrekkunni þinni,
heldur kannski fyrir fótafimi
þína og skótauið. Þú æddir upp
brekkur og óðst lækjarsprænur,
í skóm sem kannski hefðu frekar
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Látraströnd 50, Seltjarnarnesi,
andaðist á Landspítalanum sunnudaginn
9. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þorbjörg Nanna Haraldsdóttir
Kristjana Edda Haraldsdóttir
Heimir Haraldsson
Ágúst Fjeldsted Ilia Anna Haarde
Hermann Sigurðsson Sigríður Dögg Arnardóttir
og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir,
dóttir, systir og frænka,
ERLA SIGRÚN VIGGOSDÓTTIR,
Garðhúsum 3,
lést á Landspítalanum, Hringbraut,
fimmtudaginn 20. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar
klukkan 13.
Bragi Valgeirsson
Brynhildur Íris Bragadóttir
Sandra Björk Bragadóttir
Anna Eir Bragadóttir
Viggo Mortensen Bergþóra Þórðardóttir
Gerða Jenný Viggosdottir Halldór Garðarsson
Magni Þór Mortensen Hrefna Arnardóttir
Auður, Elín, Baldur Örn, Kári Hrafn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÁLMI STEINAR SIGURBJÖRNSSON
stýrimaður,
Sléttuvegi 31,
lést sunnudaginn 23. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafía Guðlaug Þórhallsdóttir
Halla Bergþóra Pálmadóttir
Björn Steinar Pálmason Johanna E. Van Schalkwyk
Ariadne Líf, Embla Elizabeth
og Harpa Emilía Shelagh
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR
frá Grenimel, Grenivík,
lést á Grenilundi sunnudaginn
23. desember. Útför hennar fer fram
frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 5. janúar klukkan 14.
Anna Pétursdóttir Kristinn Skúlason
Birgir Pétursson Aðalheiður Jóhannsdóttir
Sigurbjörg H. Pétursdóttir Jón Bragi Skírnisson
Friðbjörn Axel Pétursson
Jón Ásgeir Pétursson Elín Berglind Skúladóttir
Guðrún Hildur Pétursdóttir Helgi Teitur Helgason
ömmu og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG FLYGENRING,
Hringbraut 67,
Hafnarfirði,
andaðist fimmtudaginn 27. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingólfur Flygenring
Magnús Flygenring Hildur Guðfinnsdóttir
Þóra Flygenring Sigurður Arnórsson
Unnur Flygenring Gunnlaugur Bjarnason
barnarbörn og barnabarnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is