Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal
Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég get ekki sagt að ég eigi mér ein-
hver ákveðin draumahlutverk, en ég
skal alveg viðurkenna að um leið og
ég frétti að Brynhildur ætti að leik-
stýra þessu verki fór ég strax og tal-
aði við hana og bað hana að hafa mig í
huga því Ríkharður er svo ógeðslega
skemmtilegur karakter,“ segir
Hjörtur Jóhann Jónsson, sem túlkar
Ríkharð III í samnefndu verki Willi-
ams Shakespeare sem Borgarleik-
húsið frumsýnir á Stóra sviðinu í
kvöld. „Og ég tjáði honum að ég væri
þegar búin að biðja um hann,“ segir
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri
uppfærslunnar. Blaðamaður settist
niður með leikstjóranum og aðal-
leikaranum fyrr í mánuðinum til að
heyra allt um nálgun þeirra á einu
frægasta illmenni leikbókmennt-
anna.
Brynhildur, við ræddum saman
snemma á þessu ári þegar tilkynnt
var um verkefnavalið og upplýst að
þú myndir leikstýra. Í því viðtali
sagðir þú að það væri spennandi
ferðalag fram undan. Síðan eru liðnir
tíu mánuðir. Hvert hefur ferðalagið
leitt þig og hefur sýn þín á verkið
breyst eitthvað á æfingaferlinu?
„Þessu er fyrst til að svara að það
er alltaf vandasamt að setja
draumana sína inn í raunheiminn. Í
samspili við áhöfnina verður útkom-
an á leiksviðinu aldrei nákvæmlega
eins og sýn manns heimavið. En upp-
hafssýn mín á þetta verk er enn til
staðar og hún felst í því að skoða
verkið út frá átökum Ríkharðs við
konurnar í verkinu,“ segir Brynhild-
ur sem í samvinnu við Hrafnhildi
Hagalín, dramatúrg Borgarleikhúss-
ins, vann aðlögun á verkinu þar sem
bæði var stytt nokkuð og texti færður
milli persóna til þess, meðal annars,
að gefa Elísabetu yngri rödd.
Velur ný plott út frá konunum
Ríkharður III, sem Shakespeare
er talinn hafa skrifað um 1593, fjallar
um baráttu valdasjúks manns sem
svífst einskis til að ná æðstu met-
orðum og verða konungur Englands.
Til að ná markmiðum sínum vílar
hann ekki fyrir sér að myrða þá sem
ryðja þarf úr vegi og kvænast til að
komast yfir krúnuna. Í þessum átök-
um eru það, að sögn Brynhildar,
valdamiklir karlar sem setja leik-
reglur heimsins sem valdalitlar kon-
ur eiga ekki annarra kosta völ en að
hlýða. „Munurinn á birtingarmynd
kynjanna í verkinu birtist skýrt í
tungumálinu,“ segir Brynhildur og
hrósar Kristjáni Þórði Hrafnssyni
sem í þýðingu sinni noti íslenskt af-
brigði af bragarhætti Shakespeare.
„Orðræða kynjanna er ólík, karlasen-
urnar eru plottdrifnar og stefna fram
á við en kvennasenurnar byggjast oft
á endurtekningu og hringhreyf-
ingum,“ segir Brynhildur.
En þó konurnar taki ekki þátt í
hinu pólitíska plotti verksins hafa orð
þeirra engu að síður afgerandi áhrif á
aðalpersónuna eins og sést bersýni-
lega í formælingum annars vegar
Margrétar, fyrrum Englandsdrottn-
ingar, og hins vegar móður Ríkharðs,
hertogafrúarinnar af Jórvík.
„Konurnar hafa einmitt mjög mikil
áhrif,“ segir Brynhildur og bendir á
að Ríkharður III sé fyrsta leikrit
Shakespeare þar sem framvindan er
drifin áfram af aðalpersónunni. „Í
mörgum leikritum Shakespeare er
það þannig að auðveldlega má strika
kvennaheiminn út án þess að það hafi
nein áhrif á framvinduna,“ segir
Brynhildur og nefnir í því samhengi
Hinrik V. „En ef konurnar væru
teknar út úr Ríkharði III væri hann
valdalaus af því að þar liggur hreyf-
ing verksins. Hann velur sér sífellt ný
plott út af kvennaheiminum,“ segir
Brynhildur.
Þrífst á að láta ögra sér
„Konurnar bera líka uppi tilfinn-
ingasögu verksins. Það eru þær sem
sitja eftir með dáin börn og dána eig-
inmenn og bera allan harminn. Það
eru líka þær sem formæla Ríkharði
mest og kalla hann öllum ljótustu
nöfnum verksins, eins og villigölt,
sóðasvín og kónguló,“ segir Hjörtur.
„Það eru þær sem brjóta hann nið-
ur og hann stjórnast af því sem sagt
er við hann. Það verður hrein og klár
hnignun hjá honum eftir að hann hitt-
ir móður sína sem formælir honum.
Orð hennar virkja samvisku hans
sem aftur leiði til svefnleysis og
kvíða,“ segir Brynhildur og bendir á
breytingin sem verði á persónu Rík-
harðs sjáist skýrt í textameðferð höf-
undar.
„Fyrsta eintal Ríkharðs er samsett
úr löngum hugsunum þar sem eru
allt að 14 línur milli punkta. Í eintali
hans eftir vofusenuna og fundinn við
móður sína, sem er eitt af síðustu ein-
tölum hans, eru hugsanir hans stutt-
ar og samsettar úr aðeins örfáum
orðum. Á þeim tímapunkti hefur
hann ekki lengur fast land undir fót-
um og sér ekki til enda,“ segir Bryn-
hildur og bendur á að Ríkharður
komi alltaf breyttur út úr sérhverri
viðureign við konur verksins. „Kon-
urnar eru þær sem ögra honum mest
og hann þrífst á því að láta ögra sér,“
segir Hjörtur og bendir á að þannig
megi skýra hvers vegna Ríkharður
sitji undir formælingum þeirra.
„Þetta er líka einhver masókismi.
Hann er sadisti í sér, en nærist á
masókistanum,“ segir Brynhildur og
bendir á að Ríkharður sé siðleysingi
sem víli ekki fyrir sér að ljúga og
svíkja. „Hann er kaldur og útsmog-
inn í upphafi verksins, en svo fjarar
undan honum og í lokin er hann jafn-
vel farinn að trúa eigin lygum,“ segir
Brynhildur.
Heimagerð kryppa með lóðum
Hvernig nálgist þið bæklun Rík-
harðs sem leikur stórt hlutverk?
„Mig langaði alltaf til að fara lík-
amlega leið að þessu hlutverki í stað
þess að vera með einhver hjálpartæki
á borð við spelkur, hækjur eða sand-
poka á öxlinni til að mynda kryppuna.
Það að útfæra bæklunina með lík-
amanum setur ákveðna skorður á
hreyfigetuna sem hjálpar mér við að
raungera persónuna og finna hvað
Ríkharður hefur þurft að kljást við,“
segir Hjörtur og minnir á að í fjórleik
Shakespeare um Rósastríðin sé Rík-
harður stríðsmaður. „Þó að hann
fæðist bæklaður hefur hann haft alla
ævina til að breyta veikleikum sínum
í styrkleika. Þá þarf maður að finna
leið til þess að geta verið skakkur og
skældur, en samt hreyfanlegur og
sterkur. Ég hef farið þá leið að
byggja upp mikinn styrk í baki til að
geta haldið þessari stellingu án þess
að skemma mig,“ segir Hjörtur og
sýnir blaðamanni heimagerðu krypp-
una sem hann hefur byggt upp með
lóðum í ræktinni.
Það er væntanlega töluverð áskor-
un að geta leikið skakkur og skældur
án þess að hljóta skaða af?
„Já, það er mikil áskorun. Ég hef
verið mér mjög meðvitandi um að
eyðileggja mig ekki,“ segir Hjörtur
og bendir á að óháð útfærslunni á
bækluninni reyni það mjög á líkam-
lega að leika Ríkharð. „Það er algjör
fjallganga að flytja þennan texta, því
Shakespeare-texti er mjög erfiður í
flutningi,“ segir Brynhildur. „Og
textaflutningurinn þarf góðan líkam-
legan stuðning. Á æfingaferlinu próf-
aði ég ýmsar líkamlegar útfærslur á
bæklun hans sem reyndust ræna mig
nauðsynlegum stuðningi fyrir rödd-
ina,“ segir Hjörtur og tekur fram að
þó að bæklun Ríkharðs sé fræg líti
hann ekki á hana sem aðalatriði.
„Þetta er notað í niðrandi tali um
hann, en við megum ekki gleyma því
að verkið gerist á miðöldum. Afstaða
til fötlunar var allt önnur en núna,“
segir Brynhildur. „Konur verksins
kalla hann broddgölt, halakörtu og
afskræmdan fyrirbura,“ segir Hjört-
ur og bendir á að viðhorf fólks á mið-
öldum til fötlunar var að líkamlegt af-
brigði frá hinu eðlilega væri til
merkis um illt innræti.
„Í þessu samhengi er áhugavert að
velta fyrir sér hvort illt innræti Rík-
harðs sé afleiðing af neikvæðum við-
brögðum umheimsins gagnvart hon-
um allt frá fæðingu. Ef komið er fram
við þig eins og slímugt ógeð allt frá
barnæsku þarf ekkert að undrast að
á einhverjum tímapunkti gangist
manneskjan hreinlega við því. Í
Hinriki VI, þar sem persóna Rík-
harðs kemur fyrst fyrir segir hann:
„Ástin sór fyrir mig í móðurkviði.“
Hann hefur verið fyrirlitinn alla tíð,“
segir Hjörtur og bendir á að þar sem
um sé að ræða tiginborið fólk hafi við-
horf þess tíma verið að slíkt fólk ætti
að standa nær guði í tignarleika. „Í
því samhengi stingur Ríkharður al-
veg sérstaklega í stúf,“ segir Hjörtur.
Viljastyrkurinn aðlaðandi
En hvernig nálgast maður persónu
sem þarf allt í senn að vera sjarm-
erandi og vægðarlaus? Í viðtali okkar
Brynhildar fyrr á árinu sagði hún að
þú, Hjörtur, byggir yfir góðri líkams-
tjáningu, hefði einstakt vald á texta-
meðferð auk þess sem í þér væri
skemmtilegur eldur og svolítill
dólgur.
„Mér fannst mjög gaman að heyra
það. Lykillinn að hlutverkinu er að
finna fegurðina í ljótleikanum og ljót-
leikann í fegurðinni. Það sem er svo
gaman við að fara inn í þetta hlutverk
er að geta leyft sér öll þessi blæbrigði
og allan þennan dólgshátt,“ segir
Hjörtur og bendir á að Ríkharður sé
einnig sinn eigin sögumaður.
„Þrátt fyrir að vera mesti svikari
og lygalaupur er hann á sama tíma
hreinskilnasta persóna verksins og
talar algjörlega grímulaust, til dæmis
í upphafi verksins þegar hann upp-
lýsir um allt sem hann ætlar sér,“
segir Hjörtur og tekur fram að Rík-
harður sé ekki aðeins mikill plottari
heldur líka mikill leikari eins og sjáist
skýrt í senunni þegar Ríkharður bið-
ur lafði Önnu að kvænast sér yfir líki
tengdaföður hennar sem Ríkharður
drap, en undir lok senunnar er hin
syrgjandi Anna orðin heitmey hans.
„Það er mjög áhugavert að skoða
af hverju sumar konur laðast að sið-
lausum ofbeldismönnum sem hafa
jafnvel myrt aðrar konur á undan
þeim,“ segir Brynhildur og bendir á
að Shakespeare hafi í leikritum sín-
um náð með undraverðum hætti að
fanga mannlegt eðli.
„Ríkharður býr yfir brjáluðum
viljastyrk sem ég held að sé mjög að-
laðandi. Hann býr yfir fítonskrafti
sem minnir á náttúruafl sem hrífur
aðra með sér. Manneskja sem er
óhrædd við að gera það sem henni
sýnist er heillandi,“ segir Hjörtur.
„Svo má ekki gleyma því að Rík-
harður er valdamikill. Við erum í
verkinu að fást við valdastrúktur sem
við á Íslandi þekkjum ekki þar sem
leikritið fjallar um tiginborið fólk.
Það er mikið í húfi í verkinu þar sem
tvær stríðandi fylkingar hafa barist
um völdin í landinu í Rósastríð-
unum,“ segir Brynhildur og rifjar
upp að Ríkharður III sé síðasta verk-
ið í fjórleik Shakespeare um Rósa-
stríðin.
„En verkin voru öll frumsýnd í tíð
Að setja draumana sína inn
Ríkharður III eftir Shakespeare frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld
Leikstjórinn skoðar leikritið út frá átökum Ríkharðs við konurnar í verkinu Ný sýn „Ef einhver gengur útúr leikhúsinu með nýja sýn á
verkið gæti ég ekki verið ham-
ingjusamari,“ segir leikstjór-
inn Brynhildur Guðjónsdóttir.
Fegurð „Lykillinn að hlutverkinu
er að finna fegurðina í ljótleik-
anum og ljótleikann í fegurðinni,“
segir Hjörtur Jóhann Jónsson um
Ríkharð III. Í baksýn er Sólbjört
Sigurðardóttir í hlutverki Elísabet-
ar yngri.