Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 45

Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Elísabetar I sem er drottning sem sprettur úr þessum jarðvegi og velur að vera meydrottning til þess að láta ekki myrða fyrir sér eiginmann og afkomendur með tilheyrandi biturð og valdaleysi. Heimsmynd þess tíma var allt önnur en við þekkjum í dag og möguleikar kvenna takmarkaðar við hjónabönd og barneignir,“ segir Brynhildur. Fortíðin hefur framtíðinni spillt Eruð þið að kinka kolli til Elísa- betar I með því að láta Elísabetu yngri í verkinu taka við kórónu Rík- harðs að honum látnum og fara með svohljóðandi lokaorð verksins sem skáldið leggur upprunalega í munn Ríkmonds: „Látum aldrei landinu framar stjórna þá sem í eigin þágu hag þess fórna“? „Við erum enn ekki kominn að niðurstöðu um það hvort hún haldi aðeins á kórónunni eða setja hana á höfuð sitt. Draumur okkar er að geta leyft okkur að snúa aðeins upp á mannkynssöguna. Allt sem við ger- um er að búa til framtíð fyrir börnin okkar. Elísabet eldri segir á einum stað við Ríkharð: „Þín fortíð hefur framtíðinni spillt“. Fyrir mér er hún þar að tala um dóttur sína. Mér fannst galið að Elísabet yngri hefði ekki rödd í verkinu í ljósi þess hversu mikið talað er um hana, en á einum stað segist Ríkharður vilja greftra dána bræður hennar í legi hennar. Elísabet yngri táknar vonina. Hún er óskin um það að við hættum að hleypa illmennum til valda. Eftir sem áður verður hún með foreldra sína, barnunga myrta bræður sína, Rík- harð frænda sinn og alla hina ætt- ingjana á bakinu. Við ráðum hvað við setjum í bak- pokann hjá börnum okkar og sendum þau út í framtíðina og lífið með. Eins og málin standa núna erum við bara að bjóða þeim upp á eyðimörk. Við erum að bjóða þeim upp á ónýtan heim stútfullan af plastpokum sem illmenni stjórna. Við erum að bjóða börnum okkar upp á hungursneyð og kapítalisma,“ segir Brynhildur. Heimur verksins er ónýtur Hvernig birtist þessi lestur ykkar á verkinu í sjónrænni umgjörð sýn- ingarinnar? „Heimur verksins er allur ónýtur og ber þess vitni þegar leikurinn hefst að borgarastyrjöld hefur geisað í 30 ár. Hringsviðið er á stöðugri ferð og allir leikmunir eru myglaðir. Það er allt ónýtt, “ segir Brynhildur, en Ilmur Stefánsdóttir hannaði leik- myndina. „Í búningum er Filippía [I. Elísdóttir] að vinna með ákveðið tímaleysi en þó með vísun í stríðsár sem við þekkjum. Það er kalt og því klæðast persónur pelsum,“ segir Brynhildur og bendir á að í reynd þurfi konur verksins helst að eiga hlýjan pels og góð gúmmístígvél til að komast af. Fyrrnefnd lokaorð verksins vekja óneitanlega ákveðin hugrenninga- tengsl við valdhafa heimsins í dag. „Þessi orð ættu í raun að standa í stjórnarskrá okkar,“ segir Hjörtur. „Já, þessi orð ættu að vera lög,“ segir Brynhildur. En þrátt fyrir að hafa verið skrifuð fyrir rúmum 400 árum virðist ekki hafa verið hlustað á þau. „Greinilega ekki. Eða þá að sterk- ari öfl á borð við græðgi sigra hið góða,“ segir Brynhildur. „Það virðist engu máli skipta hversu augljós spill- ingin er, áfram höldum við að kjósa valdníðinga til valda,“ segir Hjörtur. „Þegar öllu er á botninn hvolft ræður græðgin för. Alveg saman hvað við blöðrum mikið um samstöðu, það kjósa allir einstaklingshyggju þegar upp er staðið – því miður,“ segir Brynhildur. Hlaupum endalaust apríl Miðað við nálgun ykkar væri auð- veldlega hægt að fyllast ákveðnu von- leysi yfir því að enginn hafi hlustað á þessi varnaðarorð sem skrifuð eru inn í leikritið. Sjáið þið verkið sem tækifæri til að vekja áhorfendur til umhugsunar? Enda er varla tilviljun að þetta leikrit er valið til uppsetn- ingar núna hjá Borgarleikhúsinu? „Nei, það er nóg af valdníðingum sem við sjáum skjóta upp kollinum víðs vegar um heiminn í dag,“ segir Hjörtur. „Og fórnarlömb þeirra að sama skapi. Okkur ber skylda til að leika leikrit Shakespeare og leyfa þessum texta að hljóma. Þetta eru dæmisögur. Þetta eru sögur um mannlegt eðli. Þetta eru sögur um venjulegt, breyskt fólk og hvernig við látum hlaupa með okkur – og hlaup- um endalaust apríl. Þessi uppsetning er ein leið til að segja þessa sögu,“ segir Brynhildur og bendir á að klassíkin lifi það að vera skoðuð með nýjum augum af hverri nýrri kyn- slóð. „Það er bæði merkilegt og mikil- vægt við klassíkina hvernig hún lifir. Þess vegna ber okkur skylda til að leika þessi leikrit, láta nýtt fólk þýða og endurvekja textann. Ef einhver gengur út úr leikhúsinu með nýja sýn á verkið gæti ég ekki verið hamingju- samari. Ég veit auðvitað að ég breyti ekki heiminum, en dropinn holar stein. Mín ósk er að fólk flykkist í leikhús til að kynnast klassíkinni og sannfærist um að texti í bundnu máli geti bæði verið aðgengilegur, skemmtilegur og talað beint til okkar. Þetta er ekki þúsund ára gam- alt ljóð sem enginn skilur og öllum leiðist. Þetta er bara saga um breysk- leika okkar mannanna,“ segir Bryn- hildur að lokum. Leikhópinn skipa auk Hjartar Jóhanns Jónssonar sem fer með titil- hlutverkið þau Þórunn Arna Krist- jánsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valur Freyr Ein- arsson, Kristbjörg Kjeld, Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson, Hilm- ar Guðjónsson, Arnar Dan Krist- jánsson og Davíð Þór Katrínarson. í raunheiminn Morgunblaðið/Eggert » Við ráðum hvað við setjum í bakpokann hjábörnum okkar og sendum þau út í framtíðina og lífið með. Eins og málin standa núna erum við bara að bjóða þeim upp á eyðimörk. Við erum að bjóða þeim upp á ónýtan heim stútfullan af plastpokum sem illmenni stjórna. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Elly (Stóra sviðið) Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sannar en lygilegar sögur! Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Velkomin heim (Kassinn) Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30 Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.