Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Gerplustræti 31 - 270 Mosfellsbær *Laust strax* Sölkugata 1 og 3 - 270 Mosfellsbær Lofnarbrunnur 24 - 113 Reykjavík *Laust strax* Nýjar íbúðir ásamt bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi. Íbúð 204 - 125,4 m2, 5 herbergja íbúð. V. 53,9 m. Íbúð 401 - 113,1 m2, 4ra herbergja endaíbúð. V. 51,1 m. Falleg 213,7 m2 parhús á einni hæð með bílskúr á fallegum stað í útjaðri byggðar. Eignin skilast fullbúin að utan og tilbúin til innréttinga að innan með grófjafnaðri lóð. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi. V. 73,9 m. 154,4 m2 raðhús á tveimur hæðum með bílskúr í bygg- ingu við Lofnarbrunn 24 í Reykjavík. Eignin er afhend á byggingarstigi 4 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Húsið er steypt með steyptum stiga á milli hæða. Góð staðsetning rétt við skóla. V. 54,9 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Hringdu og bókaðu skoðun Öldur eilífðarinnar Crescendo í Tjarnarbíói bbbbn Danshöfundur: Katrín Gunnars- dóttir. Dansarar: Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Það er ferskur andvari fyrir sviðslistasenuna að fá verk þar sem fegurð og blíða ríkir með list dans- arans, og gott að sjá líkamlegan dans í svona ljóðrænni framsetningu. Kannski er það hin nýja róttækni að taka burt allt skraut og fara aftur í kjarnann, það virkar allavega vel hér. Crescendo er tregafullt, sæt- súrt, einlægt, sárt og blítt – allur skalinn, eins og manneskjan.“ Að elska jörðina og eyðileggja hana The Lover á Listahátíð í Reykja- vík í Tjarnarbíói bbbbn Dansari og danshöfundur: Bára Sigfúsdóttir. „The Lover er sjónrænt dansverk, hugleiðing um samband manns og náttúru […] Bára hefur þróað þenn- an einstaka hreyfistíl til að miðla hugmyndum sínum en það sem við sjáum er mjög opið fyrir túlkun áhorfandans. [Hún] er verulega spennandi dans- höfundur sem kafar á dýptina og kann að skapa áleitin verk sem krefj- ast þess að við tökum afstöðu.“ Um tilgang, kraft og ofbeldi Verk nr. 1. Íslenski dansflokkur- inn í Borgarleikhúsinu bbbbn Eftir Steinunni Ketilsdóttur í sam- vinnu við dansara Íslenska dans- flokksins. Frumsýnt á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Spectacular. „Verkið er kröftugt, flókið, skemmtilegt og tilefni til mikilla heilabrota. Unnið er með margar hugmyndir, margra spurninga spurt, og klisjur eru afbyggðar og settar í ný samhengi. Framsetningin gefur tilefni til ólíkra túlkana en þó má segja að þetta sé dansverk um dans, um hlutverk dansarans, sem og dansverk um afstöðu og viðmót áhorfandans.“ Gefa feðraveldinu fingurinn Únglingurinn í Reykjavík, dans- og sviðslistahátíð – Hlustunarpartý eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og hóp- inn og Les Coquettes eftir Les Coq- uettes. Hátíðin var haldin af Reykjavík Dance Festival og þróuð í samvinnu við listrænt teymi ungmenna á aldr- inum 16-25 ára. Fjölbreyttir við- burðir voru í boði. „Tónlist opnar dyr beint að hjart- anu og þegar við bætist orka þrjátíu unglinga hrífur „Hlustunarpartý“ áhorfandann sannarlega með sér í dansi, söng og stuði. Mörkin þurrk- ast út milli tónlistar og sviðslistar, leikara og unglings að vera hann sjálfur á sviði, skáldskapar og raun- veruleika. Það dregur fram sam- kennd og lætur okkur hugsa um hina innstu mannlegu þörf – að tilheyra… Í [Les Coquettes] velta stelpurnar upp spurningum um kynþokka kvenna og bjóða áhorfendum að fara í sjálfsskoðun á eigin fordómum. Þær sviðsetja atriði úr kvikmynd þar sem konur heilla karlmenn, endur- taka og ýkja, og brátt verður það sem þótti eðlilegt í kvikmynd óþægi- legt á sviði. Þessar stelpur eru komn- ar til að taka pláss, vera eins og þær vilja, vera druslur ef þær vilja og dansa eins og þær vilja. Þær lýsa yfir heilögu systralagi og gefa feðra- veldinu fingurinn.“ Innsýn í líf ókunnugra Asparfell eftir Ásrúnu Magnús- dóttur og Alexander Roberts, í sam- vinnu við íbúa við Asparfell í Breið- holti. Samstarfsverkefni Lista- hátíðar í Reykjavík og Breiðholt Festival. „Blokkarpartíið bauð upp á heillandi innsýn í líf ókunnugra, og gestir sáu hvernig persónuleiki íbú- anna endurspeglaðist í eigum þeirra og smekk. Verkið var sam- félagsleikhús sem leyfði áhorf- endum að hitta fólk í sínu umhverfi, og heyra sögur þeirra. Heyra af hverju þau tóku þátt, hvað þeim liggur á hjarta, hvað hefur reynst þeim erfitt í lífinu og hvað veitir þeim hamingju. Konseptið á sér- staklega vel við þema Listahátíðar í ár, „Heima“. Það er ánægjulegt að Listahátíð standi fyrir svona verk- efni, að bjóða allskonar fólki í út- hverfum borgarinnar að taka þátt í að skapa upplifun sem byggir á þeirra eigin „heima“.“ Ímyndunaraflinu boðið upp í dans Óður og Flexa: Rafmagnað ævin- týri. Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu bbbnn Eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir. Flytjendur: Hannes Þór Egilsson, Þyri Huld Árnadóttir og Ernesto Camilo Al- dazabal Valdes. „Það er mikið gleðiefni að Ís- lenski dansflokkurinn sé að fram- leiða dansverk fyrir börn. Það er mikilvægt að þau fái notið mögu- leika dans, tækni og leikhústöfra á unga aldri. Ævintýraveröld Óðs og Flexu er grípandi og áhrifamikið verk sem býður ímyndunaraflinu í dans og er vel þess virði að sjá. En það skortir dálítið í persónusköp- un, innihaldi og dýpt. Verkið hefur fallegan sjónrænan ramma en vantar meiri kjarna til að um- breyta því úr skemmtisjóvi fyrir skynfærin yfir í myndræna frá- sögn.“ Tekist á við stórar spurningar Cock, cock... Who’s there? eftir Samira Elagoz. Sýnt á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Spectacular. „Verkið er einlæg tilraun höfundar til að sviðssetja ferðalag sitt í kjölfar- ið að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. […] Áhorfandinn er eina stundina í hláturskasti og aðra í ekka- sogum, í verki sem tekst á ögrandi hátt við stóru spurningar okkar tíma um samskipti kynjanna, ást, ofbeldi og framtíðina.“ Nammibúð upplifunarleikhúss Leitin að tilgangi lífsins. 16 elsk- endur sýndu á Læknavaktinni fyrr- verandi við Smáratorg. „Verkið er eins og að fara í nammi- búð upplifunarleikhúss og gjörninga- listar. 16 elskendur hafa skapað sér- sniðið ferðalag fyrir hvern þátt- takanda til að kynnast sjálfum sér í áskorunum, gjörðum og tilfinn- ingum.“ Frumlegt og óútreiknanlegt WikiHow to Start a Punk Band, eftir Gígju Jónsdóttur. Sýning á danshátíð Tjarnarbíós, Vorblót. „Með hjálp áhorfenda reynir Gígja Jónsdóttir að búa til pönk- hljómsveit á klukkutíma með aðstoð vefsíðunnar WikiHow. Ótrúlega skemmtilegt, frumlegt og óútreikn- anlegt verk sem endurvekur vonina um að allt sé mögulegt með vilja, einlægni og hispursleysi.“ Magnaður kraftur Útskriftarverk sviðshöfunda 2018, sýnd í Tjarnarbíói og víða. Alma Mjöll Ólafsdóttir: Femínísk útópía í hversdeginum; Lóa Björk Björnsdóttir: Tími til að segja bless; Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Brugð- ið til beggja vona. „Upprennandi sviðslistafólk, virð- ast uppteknar af jafnrétti, um- hverfismálum, nýfrjálshyggjunni og hvernig þær geti bjargað heiminum. Það er magnaður kraftur í þeim og voru útskriftarverkin frumleg, ögr- andi og hrífandi.“ Danssýningar ársins Nýr dansgagnrýnandi, Nína Hjálmarsdóttir, hóf að skrifa um allrahanda dans- og gjörningasýningar fyrir lesendur Morgunblaðins á árinu. Nú undir lok árs hefur hún valið bestu sýningarnar sem hún gagnrýndi, skrifaði pistla um eða vill geta um við áramót. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Verk nr. 1 „Verkið er kröftugt, flókið, skemmtilegt og tilefni til mikilla heilabrota,“ segir um dansverk Steinunnar. Ljósmynd/Leifur Vilberg Blokkarpartí „… gestir sáu hvernig persónuleiki íbú- anna endurspeglaðist í eigum þeirra og smekk.“ Ljósmynd/Owen Fiene Ferskur andvari „Crescendo er tregafullt, sætsúrt, ein- lægt, sárt og blítt – allur skalinn, eins og manneskjan.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.