Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 6
ERLENT
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
Vandinn liggur víða og eftir
að upplýst var að meira en
fjörutíu núverandi og fyrrver-
andi breskir hermenn hefðu
fallið fyrir eigin hendi á síð-
asta ári hefur breska varnar-
málaráðuneytið fyrirskipað
rannsókn á málinu með það
fyrir augum að bæta þjón-
ustu við hermennina og
draga þar með úr sjálfsvígs-
hættu. „Við stöndum í
þakkarskuld við her-
mennina okkar sem
hafa þjónað landinu vel
og þess vegna hefur
þetta mál forgang,“
sagði Tobias Ellwood
varnarmálaráðherra.
Sjálfsvígum í Bandaríkjunumfjölgaði um ríflega tvö þús-und á liðnu ári; úr tæplega
45 þúsund árið 2016 í ríflega 47
þúsund og hafa ekki verið fleiri í að
minnsta kosti hálfa öld, að því er
fram kemur í nýrri rannsókn sem
unnin er upp úr opinberum gögn-
um. Dauðsföll af völdum fíkniefna-
neyslu eru líka í sögulegu hámarki
en þau fóru í fyrsta skipti yfir 70
þúsund árið 2017.
Alls sáluðust ríflega 2,8 milljónir
Bandaríkjamanna á síðasta ári eða
nærfellt 70 þúsundum fleiri en árið
á undan og er það hæsta dánartíðni
á einu almanaksári frá því mæl-
ingar hófust fyrir meira en öld, að
því er fram kemur hjá stofnun sem
hefur með sjúkdómavarnir og fyr-
irbyggjandi aðgerðir að gera, CDC.
Dregur úr lífslíkum
Þessar tölur endurspegla upp að
vissu marki þá staðreynd að banda-
ríska þjóðin er að eldast, eins og
víðast hvar á Vesturlöndum, auk
þess sem íbúum landsins hefur far-
ið fjölgandi. Það er hins vegar auk-
in dánartíðni yngra fólks – einkum
og sér í lagi miðaldra fólks – sem
hefur haft mest áhrif á lífslíkur
landsmanna, að sögn sérfræðinga.
Áratugum saman hafa lífslíkur
bandarísku þjóðarinnar aukist ár
frá ári, um nokkra mánuði á svo að
segja hverju ári. Nú hefur sú þróun
snúist við. Árið 2015 dró úr þeim,
árið 2016 stóðu þær í stað og í
fyrra fóru þær aftur minnkandi, að
sögn CDC. Þessi staða hefur ekki
verið verri í um eitt hundrað ár,
þegar fyrri heimsstyrjöldin og
skæðasti flensufaraldur á seinni
tímum urðu nærri einni milljón
Bandaríkjamanna að fjörtjóni.
„Þessi sláandi tölfræði hlýtur að
vekja okkur til vitundar um það að
við erum að missa of marga Banda-
ríkjamenn, of snemma og of oft
vegna aðstæðna sem koma má í veg
fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá dr.
Robert Redfield, forstöðumanni
CDC.
Vonleysi í samfélaginu
Dr William Dietz, sérfræðingur í
sjúkdómaforvörnum hjá George
Washington-háskóla, finnur fyrir
ákveðnu vonleysi í samfélaginu.
Fjárhagsörðugleikar, lakari afkoma
og stjórnmálaorðræða sem sundrar
fólki hangi sem skuggi yfir mörgum
landsmönnum.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að vonleysi fer vaxandi meðal fólks
sem aftur leiðir til fíkniefnaneyslu
og mögulega sjálfsvíga,“ hefur
breska dagblaðið The Independent
eftir honum.
Dauðsföllum vegna fíkniefna-
neyslu fjölgaði um 10% í fyrra sam-
anborið við árið á undan en um
21% milli áranna 2016 og 2017.
Dr. John Rowe, prófessor á sviði
heilbrigðismála við Columbia-
háskólann, bendir í sama blaði á, að
enda þótt hægt hafi á þessari þró-
un, að fólk verði sprautunálum og
öðru slíku að bráð, þá hafi henni
enn ekki verið snúið við og að lík-
indum muni það taka mörg ár.
Þriðjungur þeirra Bandaríkja-
manna sem deyja af slysförum ár
hvert er talinn hafa óviljandi tekið
of stóran skammt af fíkniefnum og
tíunda hvert sjálfsvíg er sagt vera
vegna þess að viðkomandi tók vilj-
andi of stóran skammt.
Bretar hafa áhyggjur af
eldra fólki
Vandinn er ekki bundinn við
Bandaríkin en í Bretlandi
hafa heilbrigðismála-
yfirvöld vaxandi áhyggj-
ur af sjálfsvígshugsunum
fólks sem komið er af
léttasta skeiði. Þannig
sýndi rannsókn, sem vís-
indamenn við Manchester-
háskóla gerðu og birt var
í tímaritinu Lan-
cet fyrr í
haust, að fólk 65 ára og eldra sem
skaðað hefur sjálft sig er tuttugu
sinnum líklegra til að svipta sig lífi
innan árs en aðrir. Í sömu skýrslu
lýsa vísindamennirnir áhyggjum
sínum af því að einungis 12% þeirra
sem hafa skaðað sig séu send
áfram til þar til bærra aðila, það er
geðlækna og/eða sálfræðinga.
„Sjálfsskaði er stærri áhættu-
þáttur hjá eldra fólki en yngra,“
segir Nev Kapur, prófessor í geð-
lækningum við Manchester-
háskóla, við The Independent. „Við
tengjum hneigðina til að skaða
sjálfan sig oftar við yngra fólk en
hún hefur sannarlega áhrif á eldra
fólk líka.“
Kapur segir brýnt að taka þung-
lyndi, depurð og sjálfsvígshegðun
alvarlega í öllum aldursflokkum.
„Mikilvægt er að komast að því
hvað veldur þessum hugsunum hjá
ungu fólki og alveg eins ef ekki
mikilvægara hjá eldra fólki vegna
þess að mögulega búa aðrir þættir
þar að baki,“ segir Kapur og hvetur
heilbrigðismálayfirvöld til aðgerða.
Sjálfsvígum
fjölgar í Banda-
ríkjunum
Sjálfsvíg í Bandaríkjunum hafa ekki verið fleiri í
hálfa öld, en á liðnu ári féllu meira en 47 þúsund
manns fyrir eigin hendi. Þessi „faraldur“ er farinn
að hafa áhrif á lífslíkur fólks vestra en eftir að hafa
aukist ár frá ári um langt skeið hafa þær dregist
saman frá árinu 2015 sem þykir alvarleg þróun.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Tobias
Ellwood
Vandi inn-
an hersins
GettyImages/iStockphoto
„Þessi sláandi tölfræði hlýtur að vekja okkur til vitundar um það að við erum að missa of marga Bandaríkjamenn, of
snemma og of oft vegna aðstæðna sem koma má í veg fyrir,“ segir dr. Robert Redfield, forstöðumaðurCDC.
FILIPPSEYJAR
Dómstóll hefur dæmt þrjá lögreglumenn í allt að fjörutíu
ára fangelsi fyrir að myrða sautján ára gamlan námsmann
á síðasta ári. Þetta er fyrsti dómurinn af þessu tagi sem
gengur eftir að Rodrigo Duterte, forseti landsins, sagði
fíkniefnum stríð á hendur með öllum tiltækum ráðum.
NOREGUR
Svein Ludvigsen, fyrrverandi ráðherra,
hefur verið ákærður fyrir að misnota þrjá
hælisleitendur kynferðislega á nokkurra
ára tímabili. Þolendurnir eru allir fullorðnir
en einn þeirra er sagður vera lítillega
greindarskertur.
RÚSSLAND
Fordómar í garð samkyn-
hneigðar og sprautufíknar
gætu leitt til HIV-faraldurs í
Rússlandi og fl eiri fyrrverandi
ríkjum Sovétríkjanna, að mati
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO). Smituð-
um hefur fjölgað á þessum
slóðum frá árinu 2012 öfugt við það sem gerst hefur annars
staðar. Flestir nýsmitaðir á síðasta ári eru gagnkynhneigðir.
KANADA
Móðir og tíu mánaða
gömul dóttir hennar létust
í vikunni þegar bjarndýr
réðst á þær skammt frá
bústað þeirra við Einar-
son-vatn í Yukon. Konan,
Valérie Théorêt, var 37
ára grunnskólakennari í
mæðraorlofi og ætlaði að verja hluta þess tíma með eiginmanni sínum
og barni í bústaðnum, þar sem bjarnaferðir eru algengar.