Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 27
2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Næststærsta borg Bandaríkjanna, Los Angeles, státar af sólskini árið um kring. Möguleikarnir sem þessi staður býður upp á eru nær óþrjótandi. Gaman er að ráfa um Venice Beach, taka því rólega í Santa Monica eða njóta dýrðar- innar í Malibu. Það er enginn skortur á hvítum ströndum í borg englanna. Og ef fólk nennir ekki að hanga í sand- inum endalaust þá eru ótal söfn og verslanir sem hægt er að flýja inn í. Gönguferð upp að Hollywood- skiltinu er vel þess virði og ótal tveggja hæða ferðamannarútur ganga tímunum saman um borg- ina þvera og endilanga í ýmiss konar þematúrum tengdum kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Það er í það minnsta ákaflega erfitt að láta sér leiðast í Los Ang- eles og janúar er ekki verri mán- uður en hver annar til að ferðast þangað. Hitinn er í kringum 20 gráður í janúar. GettyImages/iStockphoto LOS ANGELES Borg englanna Eyríkið Barbados í Atlantshafi býr við sól árið um kring. Í janúar er meðalhiti í höfuðborginni Bridge- town um 28 gráður. Eyjuna er því tilvalið að heim- sækja í janúar til að bæta upp fyrir skammdegið hér heima. Ef vasarnir eru sæmilega djúpir er tilvalið að gista á lúxushóteli, nóg er af þeim á vestanverðri eyj- unni. Í janúar er þurrari tíð að nálgast og því ekki von á miklum rigningum, þótt eitthvað gæti rignt. Matarmenningin fær að njóta sín á fjölmörgum veit- ingastöðum í höfuðstaðnum og þar er einnig gaman að skoða litríkan arkitektúr og fjörugt mannlíf. BARBADOS Lúxus og líflegheit Íslendingar virðast ekki þreytast á að sækja spænsku eyjuna Tene- rife heim. Janúar er ekki verri mánuður en aðrir til að leggja land undir fót og fljúga til Tene. Það er þægilegt að geta farið í beinu flugi héðan til Tenerife og ferðin er ekki sérlega löng, tæpir sex klukkutímar á flugi. Á Tenerife er þægilegur hiti í janúarmánuði, að jafnaði í kring- um 20 gráður eða svo. Það er því ekki úr vegi að nýta ferðina sem hreyfiferð, enda hitinn akk- úrat passlegur fyrir hjólatúra, hlaup og gönguferðir. Útivistarmöguleikarnir á Tene- rife eru nánast óþrjótandi. Og svo er auðvitað hægt að spila bæði golf og tennis víða á eyjunni. TENERIFE Hin sívinsæla sólareyja Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingar- ensímin á markaðnum en einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. ● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ● Betri melting, meiri orka, betri líðan! ● 100% vegan hylki. ● Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit emmessis.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.