Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2018 Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólafjörstónleika í dag, sunnudag, kl 14 í Silfurbergi, Hörpu, en tónleikarnir eru sérstaklega ætlaðir börnum og fjölskyldum. Aðalgestur stór- sveitarinnar er að þessu sinni Vísinda-Villi sem mun rann- saka hljómsveitina og jafnvel gera tilraun á sviðinu. „Þar sem Villi er svo vísindalegur mun hann örugglega vilja kynnast hljóðfærunum og hvernig þau hljóma saman, auk þess að taka lagið með okkur,“ segir Haukur Gröndal, stjórnandi og útsetjari Stórsveitarinnar. Ragnheiður Gröndal kemur líka í heimsókn ásamt barna- kór og mun flytja nýtt jólalag, Klukkur klingja, sem kom út í gær. Lagið er eftir Ragnheiði og í útsetningu Hauks en þau eru systkini. Efnisskráin er að öðru leyti samsett af léttum og skemmtilegum jólalögum í fjörugum útsetningum. „Markmiðið er að kynna starf Stórsveitar Reykjavíkur fyrir ungum sem öldnum og hversu litrík svona hljómsveit er,“ segir Haukur. Stórsveit Reykja- víkur í jólaskapi. Villi rannsakar Stórsveitina Vísinda-Villi mun rannsaka Stórsveit Reykjavíkur og gera tilraunir á sviðinu af sinni alkunnu snilld. Vísinda-Villi verður gestur Stórsveitar Reykjavíkur á jólafjörstónleikum í dag Þrátt fyrir erfiða tíma þegar fullveldinu var fagnað 1. desember 1918 varð sú nýjung hér í bæ að Nýja bíó setti upp rafljósaskilti. Í Morgunblaðinu þennan dag var sagt frá því að skiltið væri mjög „skrautlegt og smekk- legt“ en stafirnir voru úr ólituðu gleri og um- gjörðin um nafnið úr rauðum lömpum, sem alls voru 200 talsins. Skiltið hafði verið pantað um fjórum ár- um áður, 1915, í Ameríku en hafði ekki kom- ist til landsins fyrr en þarna. „Gott var að fá góða birtu á þennan stað, því þar vill oft vera óróasamt á kveldin. og nóg er eftir af myrkri í bænum samt,“ sagði jafnframt í fréttinni. Á þessum árum var Nýja bíó staðsett í austurenda Hótels Íslands, sem stóð við Aðalstræti en bíóið hóf starfsemi 1912 og hafði salurinn áður verið veitingasalur. Árið eftir að ljósaskiltið var sett upp var stein- steypt hús reist í Lækjargötu og var bíóið flutt þangað 1920. Sýningar lögðust af í hús- inu 1987 og var þar skemmtistaðurinn Tunglið þar til húsið brann sumarið 1998. GAMLA FRÉTTIN Rafljósaskilti fagnað Nýja bíó endaði sem skemmtistaðurinn Tunglið sem svo brann 1998. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ólafur Ísleifsson þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Bergþór Ólason þingmaður GM 9900 Verð frá 462.000,- GM 3200 Verð frá 605.000,- GM 2100 Verð frá 568.000,- GM 7700 Verð frá 652.000,- GM 3300 Verð frá 699.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CONDEHOUSE TEN Borðstofuborð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.