Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 14
sjá fyrir heimilinu og við sjálf krakkarnir
kynntust því fljótt að fara að vinna með skóla.
Mamma og pabbi sjálf þurftu að vinna mjög
mikið, ég þekki ekki duglegra fólk, og þau
kenndu okkur að það þarf að hafa fyrir hlut-
unum. Við bræðurnir bárum út Moggann, ég
fór að fljóta með í það þegar ég var 10 ára, ef
Mogginn var seinn gengu mamma og pabbi í
verkið og á sumrin fórum við öll saman til út-
landa fyrir Moggapeninginn.
Þessi innræting mömmu og pabba, að það
þyrfti að hafa fyrir hlutunum, skilaði sér og
gerði mig að þeirri persónu sem ég er í dag.
Ég er jarðbundinn og næ að njóta alls sem hef-
ur komið upp, bæði þess góða og að takast á
við það erfiða.“
Yfirþyrmandi tapsár
„Eflaust myndi hann segja að hann hafi oftast
gefið eftir þar sem hann nenni ekki að hlusta á
grenjið í mér.“ Þessa línu er að finna í bókinni
þar sem Aron lýsir handboltarimmum við
bróður sinn Adda með sokkapar á ganginum
heima í Skarðshlíðinni. Og satt best að segja
koma orðin „grenja“ og „grátur“ alveg nokkr-
um sinnum fyrir þegar Aron talar um æsku-
árin.
Hann var svona ofboðslega tapsár, strax
sem pínulítill patti vildi hann ekkert meira en
vinna allt, jafnvel það að vera fyrstur á klósett-
ið, hann hljóp þangað ef hann sá bróður sinn
svo mikið sem stefna þangað, bara til að vera á
undan, þótt ekki væri honum einu sinni mál.
Og hann átti erfitt með að byrgja tilfinning-
arnar inni, tárin spruttu fram og að vera tap-
sár öðlaðist nýja merkingu þegar Aron átti í
hlut.
Ertu enn svona brjálæðislega tapsár?
„Já, ég er það enn. Ég hef lært að höndla
þetta aðeins betur en það hefur líka komið sér
vel að hafa þennan eldmóð, eiginlega sem bet-
ur fer.
Þegar ég tapaði var eins og mig langaði að
jörðin myndi hreinlega gleypa mig. Mig lang-
aði ekki að tala við einn einasta mann og þegar
mamma bjó með mér þegar ég spilaði með
Coventry þá bara sat hún í bílnum með mér
eftir tapleik og þagði, hún vissi að það þýddi
ekkert að tala við mig fyrr en eftir 3-4 klukku-
stundir, þekkir mig það vel. Og þegar ég var
yngri vissu mamma og pabbi það vel að ég
þurfti mikla útrás fyrir orkuna í mér og að mér
leið best á harðahlaupum og að öskra. Mér
finnst líklegt að ég hefði fengið greiningu sem
barn í dag, sennilegast ofvirkur.“
Landsliðið hélt mér gangandi
Aron var jafnvígur í handbolta og fótbolta og
raunar var handboltinn líf hans frameftir öllu,
þar sem fótboltaæfingar tilheyrðu sumrinu.
Lengi vel var ekki ljóst á hvorum vellinum
hann myndi enda, þetta hefði getað fallið hvor-
um megin sem var en örlögin höguðu því þann-
ig að hann var kominn ungur út, fyrst til Hol-
lands aðeins 17 ára, til að æfa með unglingaliði
AZ. Árin í handboltanum hafa vissulega reynst
hans leynivopn; langar innsendingar Arons
eru það sem andstæðingar hans lærðu fljótt að
hræðast og þjóðin elskar. Handboltinn situr þó
í Aroni og hann fylgist vel með, enda bróðir
hans Arnór Þór, landsliðsmaður í handbolta.
Þegar fótboltinn hefur siglt sinn veg í lífi Ar-
ons, og vissulega trúir blaðamaður og Aron því
að það sé langt, langt í það, sér Aron fyrir sér
að spila kannski eitt tímabil í handboltanum
hér heima, að sjálfsögðu með Þór. En ákvörð-
unina um að slá til og leggja fótboltann fyrir
sig með því að fara til Hollands var tekin uppi
á þaki á blokkinni hans í Skarðshlíð – þangað
sem hann fór jafnan til að sitja, hugsa og taka
mikilvægar ákvarðanir. Hann á þó til að dýfa
höndunum í harpixið þegar hann er fyrir
norðan.
Stærstan hluta sinnar atvinnumennsku hef-
ur Aron verið í Bretlandi og síðustu tíu árin
búið þar sem hann spilaði fyrst með Coventry
og svo með Cardiff frá því hann var 22 ára.
Aron hefur verið lykilmaður í uppbyggingu
Cardiff og því að rífa liðið upp í úrvalsdeildina
en í bókinni fer hann bæði yfir baráttu lands-
liðshópsins en einnig yfir skin og skúrir ytra,
þar sem þjálfaraskipti voru tíð á fyrri parti
tímabilsins hjá honum. Á tímum fyrri þjálfara
liðsins var Aron meðal annars ósáttur við
tækifærin sem hann fékk með liðinu, oft tíðar
bekkjarsetur en landsliðið bjargaði honum og
það var alltaf það sem hélt honum gangandi á
misauðveldum tímum, í heildina segist Aron
þó hafa liðið mjög vel hjá Cardiff og í litla
bænum í Wales sem þau búa í, sem er ákveðið
afrek fyrir mann sem hefur verið lýst af
systkinum sínum sem „mesti Íslendingur í
heimi“.
„Með félagsliðinu getur maður átt erfiða
tíma, maður fær ekki að spila og líðanin getur
verið sú að maður sé einskis virði og ekki part-
ur af liðinu. Þetta getur verið mjög einmana-
legt sport og að vera að kljást við meiðsli, eins
og við íþróttamenn lendum í, getur líka verið
mjög erfitt því þá er maður í kapphlaupi við að
ná sér góðum, til að ná inn í liðið. Á þeim tím-
um sem ég var að ströggla með félagsliðinu
hélt landsliðið mér gangandi. Það er hægt að
setjast niður, vera fúll út í þjálfarann en bara
það að hafa eitthvað annað til að vinna að, eins
og velgengni landsliðsins, hélt manni gangandi
á slíkum stundum.“
Búningsklefahúmorinn
Verandi fyrirliði, hvað er það við þig sem gerir
það að verkum að þú velst í slíkt hlutverk?
„Frá því ég var ungur hef ég haft mjög gam-
an að því að hafa yfirsýn og stjórna. Ég var
ungur farinn að segja mönnum til á vellinum
og var, jú, svolítið hávær. Orkan mín fékk að
leika lausum hala á vellinum. En þess vegna
finnst mér skemmtilegast líka að vera á miðj-
unni, þar sem ég hef yfirsýn yfir allt og alla og
get sagt mönnum til.“
Það er líka svolítill gorgeir í þér – þú ert að
mæta stærstu bógum knattspyrnuheimsins en
þú lýsir því hvernig þú horfir á þá og hugsar
með þér; Þú ert kannski mikill karl, en það er
ég líka. Þessir stóru fá þig ekkert til að skjálfa
í hnjánum eða tipla á tánum?
„Mér finnst að það komi svolítið með ís-
lenska stoltinu, hér erum við og okkur er alveg
sama hvað þið heitið – við ætlum bara að vinna
leikinn. Þetta hefur fylgt svolítið þessum hóp
sem er í landsliðinu í dag og kom saman upp í
gegnum U-21 landsliðið, við þróuðum með
okkur þennan vinningshugsunarhátt. Við vor-
um einfaldlega að fara að spila leik og vinna
hann.
Ég hugsa að þessi sveifla sem kom með
þessum leikmannahóp sem hafði þessa trú hafi
náð að breyta hugsunarhætti landsliðsins til
framtíðar. Við munum aldrei nokkurn tímann
aftur geta skýlt okkur á bak við það að við
séum of lítil þjóð til afreka. Við erum búnir að
ryðja veginn og sýna að við getum allt, getum
unnið stórar þjóðir.
En talandi um gorgeir þá er ég líka ábyrgari
en ég var í orðum. Ég lærði mjög mikið af Alb-
aníu-málinu svokallaða, þar sem ég fór mjög
óvarlega í viðtali. Húmorinn í kringum mann í
Bretlandi er oft á gráu svæði, þessi búnings-
klefahúmor, sem á alls ekki heima í viðtölum
og þegar þú ert þessi fyrirmynd þarft þú að
passa að sýna öllum virðingu.“
Sálfræðingur á FaceTime
Eitt af því sem vekur athygli í bókinni er sam-
anburður Arons á umræðu um andlega líðan
íþróttamanna ytra og svo hér heima. Aron
segir að umræðan sé talsvert lengra komin hér
heima þar sem íþróttamenn eins og Ingólfur
Sigurðsson og fleiri hafa greint frá glímu sinni
við kvíða og vanlíðan.
„Þessi fótboltaheimur sem ég lifi og hrærist
í er þannig að þú átt ekki að sýna tilfinningar.
Þú átt bara að vera klár í næsta leik, aldrei að
vera langt niðri, og þessi heimur er mjög harð-
ur hvað þetta varðar. Mér finnst svo frábært
hvað þetta er að breytast hér heima, umræðan
er að taka nýjan snúning og opnast fyrir þessu.
Ég held að þetta sé stærra vandamál en fólk
geri sér grein fyrir.
Sjálfur hef ég ekki upplifað alvarlegan
kvíða eða kvíðaröskun en ég fór að fara til sál-
fræðings fyrir nokkrum árum því mér fannst
ég þurfa á því að halda til að bæta samskipti
mín við fólkið í kringum mig og læra að tala
um tilfinningar mínar. Ég er úr þannig fjöl-
skyldu að þrátt fyrir að það hafi verið mikið
húllumhæ þá var ekkert mikið verið að ræða
eða tjá sig um tilfinningaleg mál. Svo kynntist
ég eiginkonu minni, Kristbjörgu, og fjöl-
skyldu hennar en þar á bæ er hér um bil allt
tekið fyrir og rætt og krufið og Kristbjörg fór
að fá mig til að stíga út fyrir þægindaramm-
ann.
Ég sá þá að ég þyrfti að spreyta mig, leita
mér hjálpar til að ná að tjá mig um litlu hlutina
’Við vorum venjuleg íslenskfjölskylda sem ég held aðmjög margir á Íslandi geti tengtvið. Mikið af krökkum til að
fæða og kaupa föt á og mamma
og pabbi unnu hörðum höndum
til að sjá fyrir heimilinu og við
sjálf krakkarnir kynntust því
fljótt að fara að vinna með
skóla. Mamma og pabbi sjálf
þurftu að vinna mjög mikið, ég
þekki ekki duglegra fólk.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018