Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 Þ riðjudagsmorgunn í Vesturbænum, við þurfum að finna kaffihús sem er opnað snemma því Aron Einar Gunnarsson er önnum kafinn og þarf núna sem endranær að púsla hvert korter í lífi sínu. Að lokum er Akureyr- ingnum húðflúraða stefnt á kaffistofu Vestur- bæinga sem hann hefur aldrei séð áður en hann kann vel við sig, segir rólegheit eiga vel við sig. Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu er í stuttu stoppi á landinu vegna út- gáfu nýrrar bókar um líf hans; Aron, sagan mín. Einar Lövdahl skrásetti söguna og blaða- maður hefur nýklárað að lesa síðustu blaðsíðu bókarinnar þegar við setjumst niður. Án þess að ætla að gerst ritdómari bókarinnar er eitt sem undirrituð vill sérstaklega nefna en það kom á óvart við lesturinn hversu hreinskilinn Aron Einar er um menn og málefni og dregur ekki af sér, sérstaklega í ljósi þess að hann er ekki kominn á þann stað í lífinu að hafa lagt skóna á hilluna. Yfirleitt losnar ekki almenni- lega um málbeinið á íþróttamönnum fyrr en ferilinn er að baki og engu er að tapa. Varstu aldrei hræddur við að opna þig svona mikið? „Það voru vissulega atriði sem var erfiðara að rifja upp en önnur þegar við Einar vorum að fara í gegnum þetta. En ég sagði strax á fyrsta fundinum með honum að fyrst ég væri að þessu vildi ég gera það almennilega í stað þess að vera á tánum, að passa mig að segja ekki þetta og hitt. Mér fannst að ég yrði að vera hreinn og beinn. Bæði er þetta mín persónulega saga en einnig saga fyrir allar næstu kynslóðir íþrótta- manna og mér fannst ég eiginlega ábyrgur sem fyrirliði landsliðsins að segja frá því hvað við þurftum að ganga í gegnum sem landslið til að ná þessum árangri og hvað ég persónulega þurfti að gera til að ná þetta langt. Ég er satt best að segja afar spenntur og stressaður um leið hvað fólki finnst um bókina því ég hef ekki opnað mig svona áður og sá harði og skeggjaði Aron sem ég hef svolítið þurft að búa til fyrir fótboltann og fólk er vant að sjá á vellinum og í íþróttaviðtölunum er svo- lítið annar Aron en tilfinningaveran og fjöl- skyldumanneskjan sem ég er. Fyrir utan það að í slíkum viðtölum má maður eiginlega sjaldnast segja sannleikann. Ekki gefa upp of mikið fyrir leik til að leka ekki strategíu í hitt liðið og reyna að vera ekki að básúna út eftir leik ef það er einhver gremja til staðar eða annað sem á bara heima innan liðsins.“ Klæddur í sokka fram eftir aldri Fjölskyldumanneskjan Aron. Það er vægt til orða tekið. Þegar hann sagði móður sinni fyrst fyrir mörgum árum að hann ætlaði að fá sér húðflúr leist henni ekki alveg nógu vel á það. Þangað til hann sagði henni að hann ætlaði að láta húðflúra á sig nöfn og fæðingardaga for- eldra sinna og systkina sinna, sem eru fimm talsins. Þá fannst móður hans hugmyndin um tattú hreint frábær! Síðan þá hafa bæst við ýmis tattú, mörg hver tengd Akureyri á einn eða annan hátt sem hann ann jafnheitt og fjöl- skyldunni, enda fer hann alltaf beint norður þegar hann kemur að utan og hefur aldrei búið í Reykjavík. Ekkert skrýtið að Aroni þyki Kaffi Vest framandi. „Mér fannst mjög gaman að rifja upp æsku- árin, segja frá því hvernig var að alast í stórum systkinahópi á Akureyri og hvernig bærinn og uppeldið mótaði mig. Ég er mikill mömmu- strákur, yngstur, síðastur af systkinum mínum til að fara að heiman og við mamma vorum og erum sérstaklega náin. Eldri systkini mín gerðu mikið grín að því að mamma klæddi mig og Adda [Arnór Þór] bróður minn sem er næst mér í aldri, í sokkana á hverjum einasta morgni áður en við stigum fram úr, langt fram eftir aldri og ég kyssti hana alltaf góða nótt. Síðar átti mamma eftir að flytja út til mín til Englands, þegar ég var fyrstu tvö árin í at- vinnumennsku og það kom mér á fætur að hafa hana. Það var upphaflega mín hugmynd að hún kæmi, ég sá hvað ég þarfnaðist hennar og það hjálpaði mér að fást við öðruvísi menningu og mikið umtal. Mamma hélt mér á jörðinni og það var auðveldara að koma heim af æfingum vitandi af henni heima. Það sama var þegar ég var að alast upp í íþróttunum, æskufélagar mínir segjast ekki muna eftir móti þar sem foreldra mína vantaði, þessi stuðningur hafði ótrúlega mikið að segja og ég hef það alltaf bak við eyrað, allt lífið, að bregðast aldrei fjöl- skyldu minni sem hefur alltaf verið stolt af mér og reynst mér svo vel.“ Hörkuduglegar fyrirmyndir Foreldrar Arons eru Gunnar Magnús Malm- quist Gunnarsson og Jóna Emilía Arnórsdóttir og Aron var snemma farinn að æfa handbolta, meðal annars undir handleiðslu föður síns, sem þjálfaði yngri flokka Þórs í handbolta en hann vann í Slippnum fyrir norðan í 30-40 ár, einn af þeim fyrstu sem höfðu réttindi til að gera við skipaskrúfur. Móðir Arons er hjúkr- unarfræðingur og starfar nú á hjúkrunar- og dvalarheimili á Akureyri. „Við vorum venjuleg íslensk fjölskylda sem ég held að mjög margir á Íslandi geti tengt við. Mikið af krökkum til að fæða og kaupa föt á og mamma og pabbi unnu hörðum höndum til að „Ég er mikill mömmustrákur, yngstur, síðastur af systkinum mínum til að fara að heiman og við mamma vorum og erum sérstaklega náin. Eldri systkini mín gerðu mikið grín að því að mamma klæddi mig og Adda [Arnór Þór] bróð- ur minn sem er næst mér í aldri í sokk- ana á hverjum einasta morgni áður en við stigum fram úr, langt fram eftir aldri og ég kyssti hana alltaf góða nótt.“ Morgunblaðið/Eggert Er miklu næmari í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur upplifað sigra og súrari tímabil á löngum ferli í knattspyrnu sem er þó hvergi nærri lokið. Í nýrri ævisögu segist hann hafa ákveðið að fyrst hann væri að þessu á annað borð ætlaði hann að gera þetta almennilega, vera hreinn og beinn og leggja hlutina á borðið. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Ég sagði strax á fyrsta fund-inum með honum að fyrst égværi að þessu vildi ég gera þaðalmennilega í stað þess að vera á tánum, að passa mig að segja ekki þetta og hitt. Mér fannst að ég yrði að vera hreinn og beinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.