Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 16
STJÓRNMÁL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 Þ að sætti pólitískum stórtíðindum þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG), flokkarnir sem sögulega hafa skilgreint sig hvor á sínum enda í íslenskum stjórnmálum, tóku höndum saman og mynduðu ríkisstjórn ásamt Framsóknarflokknum fyrir réttu ári. Aðeins eru tvö fordæmi fyrir slíku samstarfi; fyrst sátu Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn saman í stjórn frá 1944 til 1946 undir forsæti Ólafs Thors og síðan var Alþýðubandalagið í stjórn með litlum hluta Sjálfstæðisflokksins í for- sætisráðherratíð Gunnars Thoroddsens frá 1980 til 1983. En hvernig hefur þessi óvænta sambúð gengið, núna þegar þokkaleg reynsla er komin á hana? „Fyrirfram átti ég ekki von á því að hægt yrði að mynda ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, þrátt fyrir ákveðinn áhuga fólks úr báðum flokkum, en það tókst og maður sér ekki annað en að þetta samstarf gangi vel. Rík- isstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur siglt lygnan sjó – til þessa,“ segir Stefanía Ósk- arsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, þegar hún er beðin um að leggja mat á þetta fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. Birgir Guðmundsson, dósent við félags- vísindadeild Háskólans á Akureyri, tekur í sama streng. „Það hefur tekist merkilega vel til og jafnvel betur en margir bjuggust við. Í aðal- atriðum hefur samstarf þessara flokka gengið ágætlega,“ segir hann. Klókt útspil létti pressunni Stefanía segir það hafa verið klókt útspil hjá stjórninni að kynna snemma fjármálaáætlun sem féll betur í kramið en áform fyrri stjórnar. „Ríkisstjórnin sem sat á undan lá undir ámæli frá almenningi og hagsmunaaðilum fyrir að vera of mikið á bremsunni þegar kom að opin- berum útgjöldum og hjá nýju stjórninni kvað við annan tón. Þessi stjórn hafði frá fyrsta degi á stefnuskrá sinni að styrkja innviði. Það létti strax pressunni af henni.“ Birgir bendir á, að í ljósi þess hversu ólíkir flokkarnir þrír eru í grunninn, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn og VG, hafi því í upphafi verið spáð að þetta yrði ríkisstjórn málamiðl- ana, þar sem allir myndu vinna og allir myndu tapa. Spurningin væri bara hvaða flokkur tapaði mest, það er að segja þyrfti að gefa mest eftir. „Það getur verið snúið fyrir stjórnmála- flokka að eiga við málamiðlanir, sérstaklega gagnvart eigin baklandi. Hvað þetta varðar stendur Framsóknarflokkurinn best að vígi í þessari ríkisstjórn enda er hann sögulega stjórnlægur flokkur með mikla aðlögunarhæfni og reynslu af því að miðla málum. Það er hans saga og ekki að ósekju sem honum hefur verið núið því um nasir að vera opinn í báða enda,“ segir Birgir. Að hans dómi á sama við um Sjálfstæðis- flokkinn, upp að vissu marki. „Sjálfstæðis- flokkurinn er mun vanari því að vera í stjórn en stjórnarandstöðu en á móti kemur að hann hef- ur oftar en ekki verið í ekilssætinu. Því er ekki að heilsa nú og ætli það sé ekki sú staðreynd sem staðið hefur mest í baklandi flokksins. Annars er Sjálfstæðisflokkurinn í eðli sínu frjálslyndur miðjuflokkur á evrópskan mæli- kvarða og getur fyrir vikið starfað með flestum og breytir þá litlu að rekið sé upp harmakvein annað veifið í einhverjum bakherbergjum.“ Hjartahreinasta fólkið Að dómi Birgis var áskorunin mest fyrir VG enda sé þar að finna „hjartahreinasta fólkið í baklandinu“ og slíkt fólk eigi oft og tíðum erfitt með að fella sig við málamiðlanir. „Hafandi sagt það þá átti ég von á meiri erfiðleikum hvað þetta varðar hjá VG. Auðvitað hefur mætt mest á þeim enda hamast stjórnarandstaðan við- stöðulaust á VG, brigslar mönnum um svik og sakar þá um að selja sál sína, en flokknum hef- ur þrátt fyrir það tekist að sigla nokkuð vel gegnum þann skerjagarð fram að þessu. Hvað sem síðar verður.“ Spurður hverju þetta sé að þakka nefnir Birgir strax persónutöfra Katrínar Jakobs- dóttur; hún sé óumdeildur leiðtogi í flokknum. „Katrín má þó gæta sín á því að sofna ekki á verðinum enda hefur flokkurinn verið að tapa fylgi í skoðanakönnunum og Samfylkingin nýtt tækifærið og á margan hátt tekið við hlutverki VG á vinstri vængnum sem hið hugmynda- fræðilega mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn.“ Stefanía segir Katrínu frá upphafi hafa verið með forystuhlutverkið þegar kom að því að mynda ríkisstjórn enda njóti hún mikilla persónuvinsælda og þjóðin hafi í könnunum kallað eftir kröftum hennar í forsætisráðuneyt- inu. „Katrín gat valið um samstarf við vinstri flokkana annars vegar og Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hins vegar og tók síðarnefnda kostinn, sennilega vegna þess að hún treysti ekki Pírötum. Raunar gerði Fram- sóknarflokkurinn það ekki heldur.“ Eins manns meirihluti Svo sem fram hefur komið studdu tveir þing- menn VG, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andr- és Ingi Jónsson, ekki samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn og áskildu sér rétt til að greiða atkvæði eftir sinni sannfæringu í einstökum málum. „Það hefur bara einu sinni reynt á þetta, svo nokkru nemi, þegar þau samþykktu vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmála- ráðherra,“ segir Stefanía. „Vantrauststillagan á Sigríði vegna Landsréttarmálsins var klár- lega erfiðasta málið sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir til þessa og hún komst í gegnum það.“ Úr því að ekki er hægt að stóla á Rósu Björk og Andrés Inga er í reynd aðeins um eins manns meirihluta að ræða á Alþingi. Stefanía segir augljóst að stjórnin sé meðvituð um þetta og fyrir vikið aukist líkur á að ekki verði mikill hávaði þegar mál eru lögð fram í þinginu og samráð haft við hagsmunaaðila. Þá segir Stefanía það vinna með stjórninni að stjórnarandstaðan sé mislit hjörð og sumir þeirra flokka komi úr ólíkum áttum og eigi af- skaplega litla samleið hver með öðrum. Og varla eru tíðindi vikunnar til þess fallin að þjappa stjórnarandstöðunni saman. Birgir er á því að samstarf Sjálfstæðis- flokksins og VG sé ekki endilega vísbending um að grundvallarhugmyndafræði hafi minni þýð- ingu en áður. Hægri og vinstri hafi í reynd ekki skipt höfuðmáli í íslenskri pólitík frá því fljót- lega eftir seinna stríð. Langt sé síðan breið sátt hafi náðst um ákveðna leið og nálgun þegar kemur að efnahagsmálum og allir flokkar á þingi séu einhverskonar krataflokkar í þeim skilningi að eining sé um velferðarsamfélagið. „Hugmyndafræðin sem slík er ekki í lykilhlut- verki; stjórnmálaflokkar á Íslandi stunda það sem við getum kallað praktíska pólitík. Þess vegna geta þessir flokkar sem skilgreina sig með svona ólíkum hætti unnið saman.“ Saga um málamiðlanir Stefanía bendir á, að saga ríkisstjórnarsam- starfs á Íslandi sé saga um málamiðlanir enda hafi alltaf þurft tvo flokka eða fleiri til að mynda meirihlutastjórn. Fyrir vikið hafi stærsti flokkurinn gegnum tíðina, Sjálfstæðis- flokkurinn, yfirleitt þurft að halda sig nálægt miðjunni til að eiga möguleika á samstarfi við aðra flokka. Hann hafi að vísu orðið meiri hægriflokkur í takt við tíðarandann beggja vegna aldamótanna en eftir bankahrun hafi hann fært sig aftur nær miðjunni. „Íslenskir stjórnmálamenn hafa alltaf þurft að vinna með fólki sem er á annarri skoðun en þeir og miðla málum. Þess vegna eru kosninga- loforð eitt og efndir annað. Flokkar lofa öllu mögulegu í anda sinnar hugmyndafræði fyrir kosningar en þegar á hólminn er komið vita þeir að gefa þarf afslátt. Kjósendur tala oft um blekkingar í þessu sambandi en ættu að vera farnir að vita út á hvað leikurinn gengur; í ís- lenskri pólitík fær enginn allt fyrir ekkert. Þess vegna skiptir grundvallarhugmyndafræði ekki eins miklu máli og ætla mætti,“ segir Stefanía. Hún segir allar ríkisstjórnir standa frammi fyrir ákveðnum úrlausnarmálum og í kringum þau sé skýr rammi sem bindur hendur þeirra. Flokkarnir láti oft líta út fyrir að valkostir séu augljósir en svo sé alls ekki alltaf. Umburðarlyndi og frjálslyndi Birgir segir ágreining um annars konar hug- myndafræði en efnahagsmál ráða meiru í stjórnmálum í dag og nefnir í því sambandi af- stöðu til innflytjenda- og loftslagsmála sem dæmi. „Segja má að stjórnmál síðustu ára snú- ist heldur minna en áður um félags- og efna- hagslega skiptingu gæða en meira um umburð- arlyndi og frjálslyndi í samfélaginu og ekki verður annað séð en að núverandi ríkisstjórn sé býsna framsækin og samstiga í þeim málum,“ segir hann. Stefanía segir fleira sameina stjórnarflokk- ana en sundra þeim. Hún nefnir Evrópumálin sem dæmi en þar sé augljós átakalína í íslensk- um stjórnmálum í dag. Stjórnarflokkarnir þrír gangi þó í takt; enginn þeirra sé með aðild að Praktík á kostnað hug- myndafræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í gær. Hvernig hefur samstarfið gengið til þessa? Er það hlutverk Framsóknarflokksins að miðla málum? Þýðir samvinna þessara ólíku flokka að grundvallarhugmynda- fræði skipti ekki eins miklu máli og áður? Hvar liggja þá hinar nýju víglínur í íslenskri pólitík? Og eru einhver ljón á vegi stjórnarinnar á þessum tímamótum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Brösuglega gekk að handsala stjórnarsam- starfið á blaðamannafundi fyrir réttu ári enda virtust formenn flokkanna, Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhanns- son, ekki vera á sömu bylgjulengd þegar kemur að handaböndum. Er fall fararheill? Stefanía Óskarsdóttir Birgir Guðmundsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.