Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 4
Unnið að jafnrétti árum saman Undanfarin ár hefur ólympíu-hreyfingin unnið markvisstað því að jafna hlut kynj- anna á öllum sviðum innan íþrótt- anna. Marisol Casado, formaður Al- þjóðaþríþrautarsambandsins og meðlimur Alþjóðaólympíusam- bandsins tók við verðlaunum sem nefndinni voru veitt fyrir störf sín í þágu jafnréttis kynjanna á heims- þingi kvenleiðtoga í Reykjavík í vik- unni. Hún segir það skipta miklu máli að jafnrétti kynjanna innan íþróttahreyfingarinnar komi að ofan, með því að leiðtogar innan íþrótta- hreyfinga láti sig jafnrétti varða. Markvisst unnið að því að innleiða jafnréttisáætlun „Ólympíufjölskyldan hefur unnið að kynjajafnrétti í mörg ár. Fyrsti starfshópurinn um þetta var líklega skipaður í kringum árið 1996. Frá þeim tíma hefur verið gripið til ým- issa aðgerða. Eftir að Thomas Bach tók við sem formaður Alþjóða- ólympíunefndarinnar [2013] hefur mikið áunnist í jafnréttismálum. Hann hefur haft forystu um að teikna upp áætlun sem við köllum Agenda 2020 sem felur í sér leiðbein- ingar til sérsambanda, keppenda, fjölmiðla og leiðtoga í íþróttahreyf- ingum um hvernig jafna megi hlut kynjanna innan ólympíuhreyfing- arinnar. Þessi áætlun er mjög mik- ilvægt skref,“ segir Casado, sem fór fyrir starfshópnum sem vann áætl- unina. Meðal þess sem Agenda 2020 felur í sér er að jafnmikið fé renni til íþrótta karla og kvenna, aðstaða íþróttamanna sé sú sama óháð kyni (en karlar spili ekki á betri völlum en konur t.d.) auk þess sem gefin eru út tilmæli til fjölmiðla um að jafna um- fjöllun um íþróttir karla og kvenna. „Nú er unnið markvisst að því að framfylgja þessari áætlun, sem mið- ar að jafnrétti á öllum sviðum. Við viljum vera fyrirmyndir í þessum málum og við hjá Alþjóðaólympíu- nefndinni höfum mjög skýra sýn.“ Eitt af því sem skipti máli er að kyn- in hafi jafnmikla möguleika á að stunda sínar íþróttir og keppa í þeim. Það sé til dæmis gert með því að tryggja að jafnmargir þátttak- endur af hvoru kyni geti komist á Ól- ympíuleikana, en slíkt hefur ekki alltaf verið raunin í öllum greinum. Gangi allt að óskum verða 49% keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 konur, en hlutfallið á síðustu leikum var um 43%. Casado segir þetta ekki koma af sjálfu sér. „Þessi árangur hefur náðst fram með því að leiðtogar inn- an ólympíuhreyfingarinnar hafa haft forystu um að breyta hlutunum, að stuðla að jafnrétti. Af því að áhersla hefur verið lögð á jafnrétti kynjanna og jafna þátttöku. Öll ólympíu- fjölskyldan hefur unnið að þessu.“ Casado er formaður Alþjóðaþrí- þrautarsambandsins. Þríþraut er ung grein innan Ólympíuleikanna en fyrst var keppt í henni í Sydney árið 2000. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á jafnrétti innan hreyfingar- innar. Casado segir hlutfall kvenna í leiðtogahlutverkum innan þríþraut- arhreyfingarinnar hærra en í mörg- um öðrum enda sé tiltekið hlutfall af hvoru kyni í stjórnum og nefndum bundið í lög alþjóðasambandsins. „Við erum bara 30 ára samband og berum ekki byrðar úreltra hefða á herðum okkar. Við höfum getað skapað okkar eigin hefðir með jafn- rétti að leiðarljósi. Hjá okkur hafa frá upphafi verið jafnmargir kepp- endur í kvennaflokki og karlaflokki á Ólympíuleikum.“ Verðlaunin mikill heiður Casado segir það mikinn heiður að taka við verðlaunum á heimsþingi kvenleiðtoga. Með því sé verið að Marisol Casado, formaður Alþjóðaþríþrautarsam- bandsins, er eina konan sem gegnir formennsku í al- þjóðasambandi sem á aðild að sumarólympíuleikunum. Morgunblaðið/Hari Alþjóðaólympíunefndin var meðal þeirra sem hlutu hvatningarverðlaun á heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu í vikunni. Marisol Casado veitt þeim viðtöku en hún segir mikilvægt að leiðtogar í íþróttahreyfingunni leggi áherslu á jafnrétti. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is viðurkenna vinnu starfshópsins. „Það er mikil hvatning að hitta svona marga aðra sem deila sömu sýn og ég, hvatning til að halda áframað vinna að jafnrétti innan íþróttanna.“ Hún segir það skipta afar miklu máli að horfa til jafnréttis á öllum sviðum, ekki aðeins meðal keppenda heldur þurfi bæði kyn að vera í leið- togahlutverkum innan íþróttahreyf- inganna. Því megi ná fram með kynjakvótum sem gefist hafi vel inn- an þeirra sérsambanda sem hafi tek- ið þá upp. Hún á von á að fleiri sam- bönd taki upp kynjakvóta á næstu árum til að jafna hlut kynjanna. „Það er mikilvægt að leiðtogar íþróttahreyfinganna leggi áherslu á jafnrétti og raddir karla og kvenna heyrist. Til að árangur náist verður sterk sýn um jafnrétti kynjanna að koma að ofan.“ INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018 Sérstök hvatningarverðlaun voru veitt á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu á mið- vikudag. Voru verðlaunin veitt í því skyni að heiðra til- tekna hópa og einstaklinga fyrir frumkvæði og aðgerðir sem breytt hafa viðhorfum eða stöðu kvenna al- þjóðlega. Alls hlutu átta samtök eða einstaklingar verðlaun. Auk Alþjóða Ólympíunefndar- innar hlutu #MeToo-hreyf- ingin og stofnandinn, Tarana Burke, Samtök kvenna af er- lendum uppruna á Íslandi og The African Women Lead- ers Network verðlaun. Ein- staklingar sem voru heiðr- aðir voru Donatille Muka- balisa, þingforseti Rúanda, Bineta Diop, talsmaður kvenna, friðar og öryggis innan Afríkusambandsins og stofnandi Femmes Africa Solidarité, Rebecca Alitwala Kadaga þingforseti Úganda og Zainab Bangura, sérfræð- ingur um kynferðisofbeldi sem vopn í stríði. Heimsþing kvenleiðtoga verður haldið á Íslandi næstu þrjú árin. Þingið í ár sóttu yfir 400 kvenleiðtogar frá öllum heimshornum. Frumkvæði verðlaunað Ég er down, ef þú ert geim,“ segir í íslenskum dægur-lagatexta frá árinu 2018. Þannig getur maðurímyndað sér að samtal íslensku og dönsku samn- inganefndanna hafi útlagst fyrir hundrað árum, þegar sambandslagafrumvarpið var samið og lagt fyrir þing beggja þjóða. Þetta snerist á endanum um það að ná sam- komulagi, að báðir aðilar væru tilbúnir að hefja það ferli sem lauk árið 1944, með fullu sjálfstæði íslensku þjóðar- innar og slitum á konungssambandinu sem var það sem eftir stóð, þegar við höfðum tekið til okkar utanríkismálin og stofnað okkar eigin hæstarétt. „Hvers vegna varstu ekki kyrr,“ er spurt í texta annars dægurlags. Þannig leið mörgum Dönum og fannst sjálf- stæðisþörf Íslendinga óskiljanleg. En hvað er það sem knýr þjóð áfram? Er það ekki löngunin til að ráða öllum sínum málum sjálf, að vera þjóð meðal þjóða? Að velja sér viðskiptalönd, búa við sjálfskapað frelsi og ákveða sjálf með hvaða hætti þjóðin vill ráðstafa því frelsi (sem er yndislegt)? Að geta ákveðið hvenær hún tekur þátt í milli- ríkjasamningum og hvenær hún stendur fyrir utan þá? Að geta sjálf ákveðið hvenær hún fer á bömmer yfir Euro- vision? Að geta hneykslast á sínum eigin þingmönnum? Nú er ég farinn, sagði landinn. Og þó liði (ár og) öld höfum ekki séð eftir því. Stundum vildi maður kannski að við hefðum eitthvert yfirvald sem gæti losað okkur úr snörunni þegar við sem þjóð hegðum okkur eins og við séum með unglingaveiki á lokastigi. Þegar við látum eins og börn og aðrir minna þroskaðir menn, dettum í alltaf og aldrei, heimtum hluti sem við getum ekki fengið og viljum alls ekki ýmislegt sem á öllum mögulegum mæli- kvörðum myndi reynast okkur vel. Í samfélagi þjóðanna erum við líka að sumu leyti óttalegir unglingar. Þegar við yfirgáfum foreldrahúsin fyrir 100 árum áttum við ör- fá steinhús, engan háskóla og treystum alfarið á að ullin og fiskurinn sem við fluttum úr landi dygði fyrir nauð- þurftum samfélagsins. Við þurftum að fullorðnast hratt og það var ekki sársaukalaust. Árin eftir fullveldi voru mögur, en svo kom blessað stríðið, eins og sumir kölluðu það og Kaninn, þaninn, með alla sína dollara. Og við fengum endanlegt sjálfstæði. Sennilega hefur þó vantað örlítið upp á fjármálalæsi þjóðarinnar, því stríðsgróðinn dugði ekki lengi. En smátt og smátt óx okkur fiskur um hrygg og við höfum (vonandi) lært eitthvað af öllum þeim erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum. Auðvitað er það B.O.B.A að vera sjálfstæð. Við elskum danska smörrebrödið, tívolíið, Olsen-bræðurna, bjórinn og alla þessa gasalega lekkeru dönsku hönnun. En íslenskir karlmenn og konur vilja vera einmitt það. Íslensk en ekki dönsk. Að eiga handritin sjálf. Gæta tungumálsins, þótt við eigum sjálfsagt Dananum Rasmusi Christian Rask mikið að þakka þegar kemur að varðveislu tungunnar. Og þótt við förum stundum frjálslega með hana, séum down ef einhver annar er geim, skrifum við enn íslensku, hugs- um, tölum, yrkjum og syngjum á henni. Og innan skamms munum við í krafti máltækni geta talað á móðurmálinu við brauðristina eins og allar þjóðir með örlitla sjálfsvirðingu. Til hamingju Ísland! Þjóð meðal þjóða ’En hvað er það sem knýr þjóð áfram? Er það ekkilöngunin til að ráða öllum sínum málum sjálf, aðvera þjóð meðal þjóða? Að velja sér viðskiptalönd, búa viðsjálfskapað frelsi og ákveða sjálf með hvaða hætti þjóðin vill ráðstafa því frelsi (sem er yndislegt)? ... Að geta sjálf ákveðið hvenær hún fer á bömmer yfir Euro- vision? Að geta hneykslast á sínum eigin þingmönnum? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.