Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 24
Það tók mig innan við tvo tíma aðundirbúa boðið og í raun væri hægtað stytta tímann enn frekar á sjálf-
um degi matarboðsins því það er margt
sem er hægt að undirbúa áður,“ segir
Nanna Rögnvaldardóttir sem bauð sam-
starfskonum sínum á Forlaginu, fjórum
ritstjórum og einum útgáfustjóra, í veislu.
Fyrir nokkrum vikum kom út ný mat-
reiðslubók frá Nönnu, Beint í ofninn, þar
sem hversdagsréttir, sem er fljótlegt að
útbúa, eru í fyrirrúmi, þar sem allt fer í
eitt fat og svo inn í ofn. Tveir tímar er
mjög fljótlegt í ljósi þess að Nanna bar alls
fram fimm rétti, sem hefðu hver og einn
getað verið aðalréttur.
„Þessi bók samanstendur eiginlega af
tveimur hugmyndum. Fyrir tíu árum
gerði ég bókina Maturinn hennar Nönnu,
sem er hversdagsmatur með tilbrigðum
og hugmyndum og því hefur margsinnis
verið stungið að mér að gera aðra eins
bók. Ég náði að humma það fram af mér
því ég vil helst ekki vera að endurtaka mig
en svo var önnur hugmynd sem ég fékk, að
gera bók með einföldum ofnréttum, „one
pan cooking“ eins og það er kallað. Á end-
anum sá ég að ég gæti sameinað þetta
tvennt í eina bók.“
Sjálf eldar Nanna aldrei sama réttinn
tvisvar, hún notar alltaf einhver ný til-
brigði og slíkt er þemað í bókinni; ýmis
fróðleikur og hugmyndir um hvernig er
hægt að nota annað grænmeti og hráefni í
staðinn fyrir það sem er í uppskriftinni og
breyta örlítið til.
„Uppskriftirnar í bókinni eru fremur
litlar, ætlaðar fyrir 2-3, og svo er hægt að
stækka þær fyrir matarboð eða líka hafa
þetta eins og smakkseðil eins og þetta var
hálfpartinn hjá mér en ég reyndar stækk-
aði mínar uppskriftir og bauð einnig upp á
marga rétti, en það er ekki mikið mál með
svona uppskriftir.“
Meðal þeirra rétta sem boðið var upp á
var einn grænkeraréttur og annar græn-
metis en Nanna segir að hún heyri æ oftar
að fólki finnist vanta einfalda slíka rétti
sem útheimti ekki ferð í sérvöruverslun.
„Við ræddum það einmitt í boðinu að við
þekktum varla orðið unglingsstelpu sem
væri ekki annaðhvort grænmetisæta eða
vegan. En þessa rétti er líka gott að nota
sem meðlæti með til dæmis kjöti.“
Margir og fjöl-
breyttir aðalréttir
Þótt Nanna Rögnvaldardóttir eldi aldrei sama réttinn tvisvar eru tilfæringarnar ekkert endi-
lega flóknar í hvert sinn. Hún bauð gestum upp á mat sem hún var sögulega fljót að útbúa.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Bækur Nönnu Rögnvaldar-
dóttur skipa stóran sess í upp-
skriftahillum þjóðarinnar en
nýjasta bókin hennar inniheld-
ur fjölbreytta heimilisrétti.
Sigþrúður Gunnarsdóttir
og Sigríður Ásta Árna-
dóttir sem og gestirnir all-
ir áttu mjög erfitt með að
gera upp á milli réttanna.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2018
MATUR
Fyrir 2
400 g kjúklingalundir (eða bringur
skornar í ræmur)
2 paprikur, mismunandi litar, skornar í
ræmur
15 cm bútur af blaðlauk, skorinn í
ræmur
2–3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
3 msk. ólífuolía
2 msk. mexíkósk kryddblanda
helltu yfir og blandaðu vel. Dreifðu
þessu á ofnbakka eða í eldfast fat.
Bakaðu í 15–20 mínútur, þar til
kjúklingurinn er rétt steiktur í
gegn. Dreifðu tómötum, avókadói,
límónubátum og dálitlu kóríander-
laufi yfir og berðu afganginn af
kóríanderlaufinu fram með, ásamt
tortillukökum sem má hita með í
ofninum, vafðar í álpappír.
pipar og salt
2–3 tómatar, grófsaxaðir
1 avókadó, skorið í bita
1 límóna, skorin í báta
½ knippi kóríanderlauf
Hitaðu ofninn í 210°C. Blandaðu
kjúklingi, papriku, blaðlauk og hvít-
lauk saman. Hrærðu saman ólífu-
olíu, kryddblöndu, pipar og salt,
Kjúklinga-fajitas
Fyrir 2
225 g risarækjur, hráar en skelflettar
1½ msk. ólífuolía
1½ tsk. paprikuduft, gjarna reykt
pipar og salt
100 g arboriohrísgrjón
50–60 g chorizopylsa, skorin í
sneiðar
2–3 tómatar, vel þroskaðir, skornir í
bita
½ rauðlaukur eða venjulegur laukur,
saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 lárviðarlauf (má sleppa)
300 ml vatn, sjóðandi
1 tsk. kjúklingakraftur
1 lítil paprika (eða 2 hálfar), skornar í
ræmur
steinselja, söxuð
Hitaðu ofninn í 200°C. Blandaðu
rækjum, olíu, paprikudufti, pipar og
salti saman í skál. Settu grjónin í
eldfast mót, ásamt kryddpylsu,
tómötum, rauðlauk, hvítlauk og lár-
viðarlaufi, kryddaðu með pipar og
salti og blandaðu vel. Helltu sjóð-
andi vatni og kjúklingakrafti í mótið,
dreifðu paprikuræmunum yfir og
bakaðu í 20–25 mínútur, eða þar til
grjónin eru nærri meyr. Raðaðu
rækjunum ofan á, helltu krydd-
olíunni yfir og bakaðu í 7 mínútur.
Stráðu saxaðri steinselju yfir.
Paellurækjur