Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2018, Blaðsíða 17
2.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni og að því leyti henti núverandi stjórnarsamstarf VG bet- ur en það síðasta með Samfylkingunni, þegar flokkurinn þurfti, þvert á geð sitt og vilja, að greiða fyrir aðildarumsókn. Önnur áberandi átakalína í stjórnmálum á heimsvísu er þjóðernisstefna andspænis alþjóðastefnu. Hér heima hefur ekki farið mikið fyrir þeirri rimmu enda segir Stefanía stutt á milli flokka hvað þetta varðar og allir ættu að geta unnið saman. Stjórnarflokkarnir þrír hafa djúpar rætur í íslensku samfélagi og heyrst hefur að samstarf þeirra sé bandalag um óbreytt kerfi, ekki síst þegar kemur að grunnstoðum eins og sjávar- útvegi og landbúnaði. „Það er alveg rétt, gömlu gildin eru varin í þessu samstarfi. Hvort maður svo kallar það afturhald eða jafnrétti er önnur saga,“ segir Birgir. „Ég bý á Akureyri og heyri á fólki hér að því hugnast þessar áherslur og held raunar að almenn jákvæðni ríki í garð ríkisstjórnarinnar á landsbyggðinni hvað þetta varðar.“ Gamlir gegn nýjum? Að dómi Birgis er erfitt að meta hvort víglínan í íslenskum stjórnmálum hafi þokast til vegna núverandi stjórnarmynsturs. Að hluta til sé hægt að stilla upp gamla fjórflokknum gegn nýju flokkunum en það skekki þó myndina að einn af gömlu flokkunum, Samfylkingin, er í stjórnarandstöðu og hefur verið að endurskil- greina sig að undanförnu. Þá megi með gildum rökum halda því fram að einn nýju flokkanna, Miðflokkurinn, sé í eðli sínu íhaldssamari en allir stjórnarflokkarnir. Stefanía er þeirrar skoðunar að um þessar mundir sé VG frekar að keppa um hylli kjós- enda við hinn nýstofnaða Sósíalistaflokk en Samfylkinguna. Sósíalistar hafi náð góðum ár- angri í borgarstjórnarkosningunum síðasta vor og fengið mann kjörinn. Þá sé flokkurinn aug- ljóslega kominn með ítök innan verkalýðs- hreyfingarinnar og nefnir hún formannskjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu í því sam- bandi. „Annars er merkilegt að Samfylkingin hefur ekki bætt eins miklu fylgi við sig í könnunum og maður hefði getað átt von á vegna stjórnar- þátttöku VG. Það helgast mögulega af því að flokkurinn er að bítast um fylgi við Viðreisn,“ segir Stefanía. Atvinnumenn í brúarsmíði Birgir og Stefanía eru bæði þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn skipti miklu máli í stjórnarsamstarfinu. „Eins og ég kom inn á áð- an þá eru framsóknarmenn atvinnumenn í málamiðlunum og brúarsmíði. Það skiptir klár- lega máli að þeir eigi aðild að þessari rík- isstjórn,“ segir Birgir. Stefanía bendir á, að Framsóknarflokkurinn hafi mikla reynslu af samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn og eftir að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson ásamt hans fólki gekk úr flokknum og stofnaði Miðflokkinn standi Framsókn nær VG en áður. Það er gömul saga og ný að persónur helstu gerenda á hinu pólitíska sviði skipti máli þegar kemur að stjórnarsamstarfi. „Það er mikilvægt að gott sé á milli manna og að þeir geti talað saman opinskátt og verið hreinskiptnir. Auð- vitað hafa formenn stjórnarflokkanna tekist á gegnum árin en ekki er annað að sjá en að traust ríki á milli þeirra sem skiptir öllu máli í svona samstarfi. Þau virðast ná vel saman. Þess utan eru þau öll orðin frekar reynslumikil í pólitík og uppalin í flokksstofnunum með fast skipulag og það er aldrei verra; þá minnka nefnilega líkurnar á því að fólk rjúki upp til handa og fóta af litlu tilefni,“ segir Birgir. Stefanía tekur í sama streng. „Flest af þessu fólki hefur þekkst í nokkurn tíma og dýnamíkin innan stjórnarinnar virðist vera ágæt þrátt fyrir að formennirnir komi úr ólíkum áttum,“ segir hún. Stefaníu þykir verkstjórn Katrínar hafa gengið ágætlega en hún virðist til að mynda vera flink að lempa mál. Nefnir hún stjórnar- skrármálið í því sambandi. „Píratar gerðu það mál sem kunnugt er að ágreiningi eftir að þver- pólitísk samstaða hafði náðst um tilteknar breytingar í stjórnarskrárnefndinni árið 2016, töluðu um bútasaum og fleira, en Katrín hefur brugðist ágætlega við með því að setja málið í samráðsferli. Það er ljóst að Katrín nýtur mik- illar virðingar, ekki bara í eigin flokki, heldur almennt í samfélaginu.“ Mikið og verðugt verkefni En eru einhver ljón á veginum þegar reykurinn af fyrsta afmæliskertinu verður sestur? „Kjaraviðræðurnar sem nú standa fyrir dyr- um munu reyna á stjórnina. Á því leikur ekki nokkur vafi,“ segir Birgir. „Það er auðvitað ekki hægt að kalla þessa stjórn vinstristjórn en þegar vinstriflokkar, Alþýðubandalagið, hafa verið við völd hafa þær stjórnir oftar en ekki sprungið vegna efnahags- eða kjaramála. Það gerðist 1956, 1971, 1978 og 1979. Núna erum við að sigla inn í vetur þar sem ríkisstjórnin þarf að vera í lykilhlutverki gagnvart atvinnu- rekendum og vekalýðsfélögunum. Hvað eru menn tilbúnir að ganga langt, þegar kemur að því að miðla málum? Þarna má segja að reyna muni á ólíka hugmyndafræði flokkanna, órói gæti komið upp í baklandinu á alla kanta. Að því sögðu þá hef ég á tilfinningunni að styttra sé á milli manna en margur heldur og fyrir vik- ið geti þeir komið sér saman um lausn.“ Að mati Birgis lítur út fyrir að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum efn- um enda hafi hún snemma byrjað að eiga sam- töl við aðila vinnumarkaðarins og búi að því nú, þegar mest á reynir. Stefanía er sammála því að kjarasamning- arnir verði mikið og verðugt verkefni fyrir ríkisstjórnina; hún hafi þó haldið rétt á spil- unum fram að þessu með því að hefja samtöl snemma við aðila vinnumarkaðarins til að kanna hvernig landið liggur. „Síðan er að vísu komin ný forysta á marga pósta í verkalýðs- hreyfingunni og ljóst að kröfurnar verða miklar á ríkið. Það er því erfitt að segja hver niður- staðan verður, jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi gefið í skyn að hún hafi vilja til að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Það er ekki spennandi valkostur fyrir neina ríkisstjórn að setja verðbólgu af stað og ógna stöðugleika í samfélaginu. Miklir hagsmunir munu togast á í þessum viðræðum og hver verður prísinn?“ Kemur eitthvað við kjarnann? Eins og við þekkjum er vika langur tími í pólitík, hvað þá mánuður eða ár. Landslagið getur verið fljótt að breytast og erfiðleikar knúið dyra með litlum sem engum fyrirvara. „Enginn veit hvað verður og fari að gefa á bátinn hjá stjórninni gæti orðið ólga í grasrót flokkanna þriggja,“ segir Stefanía. „Það á ekki síst við um VG; maður hefur á tilfinningunni að þolinmæðin yrði minnst á þeim bænum lenti stjórnin í erfiðum málum. Það fer þó vitaskuld eftir eðli vandans en gerist eitthvað sem kemur við kjarna VG gæti snurða hlaupið á þráðinn. Grasrótin gæti við einhverjar aðstæður metið það svo að fórnarkostnaðurinn af þessu sam- starfi væri of mikill; flokkurinn væri að færa sig of langt til hægri. Það er þó erfitt að segja hvað það gæti orðið.“ Morgunblaðið/Eggert Líftími ríkisstjórna Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde Frá 24. maí 2007 til 26. janúar 2009 1 ár, 8 mánuðir og 2 dagar 613 dagar Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur Frá 1. febrúar 2009 til 10. maí 2009 98 dagar 3 mánuðir og 9 dagar Önnur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur Frá 10. maí 2009 til 26. apríl 2013 1.447 dagar 3 ár, 11 mánuðir og 16 dagar Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar Frá 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017 279 dagar 9 mánuðir og 4 dagar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Frá 11. janúar 2017 til 30. nóvember 2017 323 dagar 10 mánuðir og 19 dagar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frá 30. nóvember 2017 367 dagar 1 ár og 2 dagar 1.050 dagar 2 ár, 10 mánuðir og 15 dagar Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Frá 23. maí 2013 til 7. apríl 2016 ’ Það er alveg rétt, gömlugildin eru varin í þessusamstarfi. Hvort maður svokallar það afturhald eða jafnrétti er önnur saga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.