Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Page 20
VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 – Þú hefur átt í góðu sambandi við Ís- land undanfarinn hálfan annan ára- tug eða svo, flaugst meðal annars fyr- ir Iceland Express og leigðir flugvél af Air Atlanta, Ed Force One, fyrir tónleikaferð Iron Maiden. Lagðirðu áherslu á að koma með sýninguna hingað? „Já, mig langaði að koma til Ís- lands. Að hluta til vegna þess að ég hef ekki komist þangað nógu oft sein- ustu árin. Ég var mikið á Íslandi þeg- ar ég starfaði fyrir Iceland Express. Seinast kom ég þangað til að semja við Magnús [Ásgeirsson], sölustjóra Air Atlanta, um leiguna á vélinni, þannig að þetta er orðinn alltof lang- ur tími. Nei, fyrirgefðu, nú skrökva ég að þér. Það er styttra síðan ég kom. Ég átti lítið flugfélag í tvö ár eða svo og við vorum kallaðir upp eftir tímabundið þegar WOW var að stækka og bjó ekki að nægilega mörgum flugmönnum. Ég flaug nokkrar ferðir til Kaupmannahafnar fyrir þá. Og drap enn og aftur niður fæti á írska barnum í Keflavík vegna þess að flugvélin okkar bilaði þegar við vorum að fara heim. Við þurftum að bíða í tvo daga eftir varahlutum. Ég er mjög hrifinn af Íslandi og langar við tækifæri að skoða landið á dýptina; ekki bara Reykjavík og hverina. Ég hef líka unnið fyrir marga Íslendinga gegnum tíðina. Toppfólk, allir sem einn.“ Þið hafið ömurlegan húmor! – Sumir segja að við höfum svipaðan húmor, Íslendingar og Bretar. Er það þín upplifun? „Hvað áttu við? Þið hafið ömurleg- an húmor,“ fullyrðir Bruce og hlær með bakföllum. Nær svo andanum á ný og bætir við: „Nei, nei. Bara að grínast. Svarið er vitaskuld já.“ – Þegar hér er komið sögu í þínu lífi, hvaða hlutverk lýsir þér best? Flugmaður, söngvari, frumkvöðull, eitthvað allt annað? „Ég er allt þetta en samt aldrei tvennt í einu. Ég er það sem ég geri á hverjum tíma. Annað gengi einfald- lega ekki upp. Ef ég gengi inn á svið sem söngvari og upplifði mig sem flugmann færi allt í vaskinn og öfugt; enginn vill heyra flugstjórann fara með textann við 2 Minutes to Mid- night meðan hann á að vera að stjórna helvítis vélinni. Er það?“ Hann skellir upp úr. „Að öllu gríni slepptu þá heldur þetta mér ferskum; ég er alltaf að gera eitthvað nýtt og við vitum að fyrsta skiptið sem við gerum eitthvað er alltaf best. Enda þótt ég sé að gera eitthvað aftur ímynda ég mér alltaf að ég sé að gera það í fyrsta skipti; þannig viðheldur maður áhuganum og spennunni. Hætti maður að hafa yndi af því sem maður er að gera fjar- ar fljótt undan manni, maður lætur smáatriðin reka á reiðanum. Það tek- ur enginn eftir því, teljum við okkur trú um. En það er bara ekki rétt, fólk skynjar þetta, finnur hvenær við er- um hætt að nostra við smáatriðin.“ Bragðaði bjór í heilan dag – Þú ert meira að segja farinn að brugga bjór í seinni tíð, Trooper. Hvernig kom það til? „Fyrst af öllu þykir mér bjór góð- ur, ekki síst enskur eðalbjór, þannig að varan höfðar til mín. En þetta byrjaði þannig að einhver náungi kom til okkar í Iron Maiden og vildi fá að kenna vöruna sína við okkur. Það fannst mér ekki spennandi hugmynd og leist miklu betur á að þróa vöruna frá grunni sjálfur. Þannig yrði þetta í raun og veru okkar vara. Eina vanda- málið var að ég hafði aldrei bruggað bjór áður og vissi ekki einu sinni hvernig það væri gert. Þess vegna gekk ég á milli bjórframleiðenda til að kanna hvort þeir vildu fara í sam- starf við Iron Maiden. Fæstir þeirra höfðu áhuga enda óttuðust þeir að þessir síðhærðu fáráðlingar myndu skaða vörumerkið þeirra. Eðlilega! Einn framleiðandi, Robinsons, sýndi þó áhuga og ég þurfti að þreyta próf hjá þeim. Bragða bjór í heilan dag, tólf ólíkar tegundir, uns þeir urðu sannfærðir um heilindi mín og ástríðu fyrir bjór. Það var svo sem allt í lagi af minni hálfu! Ég virðist hafa staðist prófið, alltént byrjuðum við að vinna saman og núna eru sex gerðir af Trooper komnar á markað. Þetta hefur gengið vonum framar, við höfum selt 15 eða 16 milljónir lítra af Trooper, og ég er gríðarlega stoltur af þessu verkefni. Þetta er virkilega góður bjór. Við höfum gert allskonar tilraunir og núna hafa aðrir aðilar sýnt áhuga á samstarfi við okkur; vilja þróa fleiri tegundir af bjór. Það kemur alveg til greina, svo lengi sem vandað er til verka. Mér er í mun að passa upp á DNA bjórsins, ef svo má segja, að sömu menn bruggi hann. Bjór gerður úr upprunalegu hráefni, í upp- runalegu brugghúsi og af uppruna- legum bruggurum verður alltaf betri en bjór búinn til af leyfishöfum ann- ars staðar. Fari ég út í að brugga bjór víðar en í Englandi þá kýs ég frekar að þróa nýja tegund með nýju fólki. En á þessu stigi er það allt framtíð- armúsík. Hver veit?“ Fyrir þá sem ekki vita þá heitir bjórinn eftir einu frægasta lagi Iron Maiden, The Trooper, af plötunni Piece of Mind frá árinu 1983. Áskorun að endurnýja sig – Óhætt er að segja að þú hafir komið meiru í verk en við flest í þessu lífi. Áttu ennþá eitthvað ógert? Eitthvað alveg nýtt? „Það vona ég svo sannarlega. Annars væri ekki mikill tilgangur með því að vera hér,“ svarar hann hlæjandi. „Tónlistin er alltaf í önd- vegi hjá mér og hljómsveitin hefur aldrei verið stærri og notið meiri velgengni en í dag eftir meira en fjörutíu ár. Það er alltaf áskorun að endurnýja sig án þess að glata Bruce Dickinson er mesti orkuboltinn í málmheimum og þótt víðar væri leitað. Hann slær hvergi af þótt hann standi nú á sextugu. Þessi mynd er tekin á tónleikum Iron Maiden á þessu ári. ’Ef ég gengi inn á sviðsem söngvari og upp-lifði mig sem flugmannfæri allt í vaskinn og öf- ugt; enginn vill heyra flugstjórann fara með textann við 2 Minutes to Midnight meðan hann á að vera að stjórna helvítis vélinni. Er það? Dickinson kyrjar The Trooper á tónleikum í Brasilíu. Eftir þeim slag- ara heitir bjórinn sem hann hefur tekið þátt í að brugga undanfarin misseri og er nú til í sex útgáfum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.