Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
E
ins og fram hefur komið þá vöktu skoð-
anir Mervyn Kings, fyrrverandi
stjórnanda Englandsbanka, um samn-
ingagerð breskra yfirvalda við ESB
verulega athygli.
Skrítnir tilburðir
Sumir í hópi þeirra, sem þóttu viðhorf bankastjórans
óþægileg, freistuðust til þess að stimpla þau og sögðu
hann líkja brexit-samningum May við samninga við
Hitler, foringja Þýskalands, á síðustu öld. Mann sem
er í hópi fyrirlitlegustu þjóðarleiðtoga sögunnar.
Reyndar hefur verið haft á orði að þegar menn grípa til
samlíkinga við Hitler endi þar með allar skynsamlegar
umræður og málefnafátæktin sé orðin algjör. Auðvitað
var fjarri því að King hefði gerst sekur um það.
En hann leyfði sér að benda á að bresk yfirvöld
hefðu nálgast viðfangsefni sitt um „brexit“ með sama
hætti og Chamberlain hefði gert þegar hann „náði
samningum sem tryggðu frið um vora daga“ örfáum
mánuðum áður en hin mannskæða heimsstyrjöld
braust út.
Samlíking Blair
Í þessu sambandi er fróðlegt að skoða hugleiðingar
Tony Blairs í endurminningabókinni (The Journey)
þegar hann veltir því fyrir sér hvernig leiðtogar nálgist
sínar mikilvægustu ákvarðanir. Því Blair notar einmitt
Neville Chamberlain, einn fyrirrennara sinn, og hinn
örlagaríka samning hans skömmu fyrir heimsstyrjöld-
ina til að lýsa sjónarmiðum Blairs sjálfs í slíkum efn-
um.
Blair skrifar: „Chamberlain var góður maður sem
stjórnaðist af vilja til að fullnusta góð markmið. Í
hverju fólust þá mistök hans. Það voru meginmistök
hans að átta sig ekki á því hver var grundvallarspurn-
ingin sem leggja varð upp með. Og þar liggur vandi
forystuhæfileika: Það skiptir öllu að vera fær um að
setja puttann á hvaða meginatriði allt hlýtur að velta á.
Þetta hljómar ekki sérstaklega gáfulega vegna þess að
þetta hljóti að segja sig sjálft. En rýndu í stöðuna sem
var uppi þarna og þá sérðu að þetta var ekki augljóst.
Þú gætir hafa hugsað sem svo: Er mögulegt að finna
niðurstöðu sem heldur aftur af Hitler svo hann gangi
ekki lengra en hann hefur þegar gert. Chamberlain
taldi að slík leið og slík niðurstaða væri fær og einmitt
hann ætti raunhæfa möguleika á að ná henni fram.
Og eftir öllum almennum lögmálum hefði Chamber-
lain átt að eiga kollgátuna. Hitler hafði innlimað Aust-
urríki og Tékkóslóvakíu. Hann var alvaldur í Þýska-
landi. Því skyldi sú staða ekki vera fullnægjandi fyrir
hann? Hversu brjálæðislegt væri það ekki að ganga
enn lengra þótt það myndi gera styrjöld óhjákvæmi-
lega? En þetta var ekki grundvallarspurning málsins.
Hún var þessi: Felur fasisminn í sér slíkt ógnarafl og
er orðinn svo rótgróinn að eini kosturinn sé sá að rífa
hann upp með rótum og eyða honum? Þegar spurn-
ingin er lögð þannig fyrir kallar hún á það svar að átök
séu nú óumflýjanleg. Einu svörin sem vantaði þá sner-
ust um það hvenær og hvernig þau yrðu.
Nálgun Chamberlains var þröng og skorin: Hitler
var þjóðarleiðtogi. Þýskaland var ríki. Nú var árið
1938 og spurningin snerist um það hvort það mætti
halda Hitler í skefjum á þessu augnabliki. En Hitler
var í rauninni annað og meira. Hann var í senn höf-
undur og afurð hugmyndafræði sem hafði læst klónum
í allmörg lönd og var Þýskaland eitt af þeim. Þegar
komið var fram á árið 1938 var fasisminn á hástigi
sinnar tilveru sem afl sem aldrei teldi ástæðu til að lúta
sjónarmiðum og rökstuðningi Chamberlains en fylgja í
öllu tilfinningaröksemdum eigin hugmyndafræði.
Chamberlain misskildi hvers ætti að spyrja og því varð
svarið gagnslaust. Og sannarlega var létt að falla í þá
gryfju.
En andstæðan var þessi: Churchill skynjaði hver
væri spurningin sem hrópaði á svar og þeirri spurn-
ingu svaraði hann sjálfur réttilega.“
Gildir um fleira og það sem minna er
Vissulega liggur ekki alltaf jafnmikið við að spyrja
réttu spurningarinnar og í því tilviki sem Blair nefnir
til sögu og þá að sætta sig við ekkert minna en rétta
svarið. En þótt viðfangsefnið sé smærra í sniðum í
flestum hugsanlegum tilvikum er engu að síður mikil-
vægt að skynja um hvað málið snýst og hvaða spurning
og svar við henni skipti mestu máli.
Umræður um þriðja orkupakkann eru gott dæmi um
þetta. Þar hefur ýmsu, sem engu skiptir eða litlu, verið
blandað inn í aðdraganda ákvarðanatöku og snýst það
tal gjarnan um það hvort hætta af málinu sé á þessu
stigi lítil eða mikil og hvort Íslendingar geti fengið að
hafa einhverja aðkomu að framtíðarstjórnun þess þótt
lokaorðið sé komið annað. Ekki sé endilega víst að
þetta eða hitt komi upp í málinu og verði vandamál.
Þetta eru allt fjasspurningar. En spurningarnar sem
þarf að svara eru þessar: Er eitthvað í þessu máli fyrir
okkur Íslendinga? Svarið við því er nei. Heimilar
stjórnarskrá okkar yfirfærslu valds í þessum mála-
flokki. Svarið við því er líka nei. Af hverju í ósköpunum
er þá málið enn að þvælast fyrir stjórnmálamönnum
hér á landi?
Dregur hratt úr áhrifum lýðræðisins
Nú er komið á daginn að því fer algjörlega fjarri að
þeim embættismönnum sem treyst var til að halda á
hagsmunum Íslands eftir EES samninginn hafi risið
undir því. Þeir hafa, eins og frú Thatcher orðaði það
fyrir löngu flutt sitt ríkisfang og trúnað. Þeir hafa
furðu fljótt tekið að líta á sitt hlutverk sem smala í
hlutastarfi fyrir ESB. Er hægt að nefna nokkur dæmi
um það.
Þetta þýðir að sjálfsögðu að þeir stjórnmálamenn
sem fylgdu því eftir í góðri trú að samþykkja bæri að-
ild að Evrópska efnahagssvæðinu hafa verið illa svikn-
ir. Embættismannakerfið hefur smám saman unnið að
því að koma sér upp lögfræðilegum álitsgjöfum sem
skrifa upp á hvað sem er í efnum sem þessum. Slíkir
sýndu heldur betur á spilin sín í Icesave-málinu sællar
minningar.
Þegar EES-samningurinn var í umræðu í þinginu
voru lögð fram tvö gagnstæð lögfræðiálit um það hvort
að EES-samningurinn stæðist stjórnarskrá landsins.
Meirihluti þingsins byggði á áliti sem taldi að málið
stæðist. En það fór ekki á milli mála að samningurinn
kallaði á mikla varfærni og einurð hvað þetta varðaði.
Ætli menn sér að skoða þróun samningsins og hvernig
á honum hefur verið haldið þá er óhjákvæmilegt að það
sé gert á grundvelli þessara lögfræðiálita og fram-
ganga íslenskra yfirvalda skoðuð með hliðsjón af því.
Þá væri verra en ekkert ef að því kæmu að einhverju
leyti þeir aðkeyptu lögfræðingar sem skrifað hafa upp
á gerðir embættiskerfisins sem stjórnmálamenn síð-
ustu ár hafa gersamlega lagst flatir fyrir, svo til vansa
er.
Lýðræðið hefur farið mjög halloka á þessum sama
tíma og mætti nefna mörg alvarleg dæmi um það.
Embætti eins og Umboðsmaður Alþingis hefur í raun
breyst í Umboðsmann skrifræðisins og er orðið hlægi-
legt að tengja embættið nafni Alþingis. Slíkt embætti
er nú orðið miklu verra en ekkert. Ástæða væri til þess
að skoða hvort slík embætti hafi þróast á líka lund í ná-
lægum löndum. Það er því miður líklegt, að minnsta
Svör við röngum
spurningum hafa
aldrei komið að gagni
’
Enginn íslenskur þingmaður sem vitað
er um les lengur yfir lagafrumvörp
sem hingað berast frá ESB. Enda hvers
vegna skyldu þeir gera það? Öllum hlýtur
að ofbjóða undirlægjuháttur íslenskra
ráðherra í málinu um orkupakkann.
Reykjavíkurbréf07.12.18