Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 22
Hluthöfum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur fækkað um liðlega 15 prósent frá byrjun árs 2017 sé ekki tekið tillit til afskráningar Össurar haustið 2017 og nýskrán- inga Arion banka og Heimavalla á síðasta ári. Fjöldi hluthafa í félög- unum var tæplega 23 þúsund í lok síðasta árs, samkvæmt samantekt Markaðarins, en til samanburðar voru hluthafarnir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. „Hér er verk að vinna. Það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar- innar, spurður um minni þátttöku almennings á íslenskum hlutabréfa- markaði. Gylfi Magnússon, dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, Hluthöfum fækkað undanfarin ár Hluthöfum félaga í Kauphöllinni hefur fækkað um 15 prósent frá ársbyrjun 2017 ef litið er fram hjá afskráningu Össurar og ný- skráningum Arion banka og Heimavalla. Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé „óplægður akur“ að auka þátttöku almennings. Tæplega 23 þúsund hluthafar voru innan vébanda félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta árs en til samanburðar voru þeir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK segir þróunina áhyggjuefni. Hug- myndin um almenningshlutafélag, með þúsundir smárra hluthafa, eins og þekktist á árum áður, sé kannski ekki dauð en hún sýni lítið lífsmark. Í hvítbók um framtíð fjármála- kerfisins, sem kom út í lok síðasta árs, er íslenska hlutabréfamarkaðin- um lýst sem „mjög vanburð ugum“. Íslenskir lífeyrissjóðir hafi komið markaðinum aftur af stað eftir fall hans með góðri þátttöku í nýjum skráningum enda eigi þeir nú ríf- lega helming af skráðu markaðs- virði Kauphallarfélaga. „Því miður hafa fáir aðrir fylgt í kjölfarið. Almennir fjárfestar virð- ast hálfvegis forðast markaðinn,“ segir í hvítbókinni. Samantekt Markaðarins sem byggir á ársreikningum félaganna átján sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar leiðir í ljós að hluthöfum í félögunum fjölgaði um 31 prósent – úr um 17.500 í tæplega 23.000 – í fyrra en fjölgunin skýrist fyrst og fremst af skráningu Arion banka í júnímánuði. Voru hluthafar bankans um sex þúsund talsins í lok síðasta árs sem gerir hluthafa- hópinn þann fjölmennasta á meðal skráðra félaga. Sé hins vegar litið fram hjá skrán- ingum Arion banka og íbúðaleigu- félagsins Heimavalla, sem fór á hluta- bréfamarkað í maí í fyrra, fækkaði hluthöfum í Kauphöllinni um sex prósent á árinu. Er það áframhald á þróun síðustu ára, allt frá árinu 2015, þegar fjöldi hluthafa var um 25 þúsund. Fækkunin frá árslokum 2015 nemur alls átta prósentum. Hluthöfum í Kauphöllinni fækk- aði um meira en fjögur þúsund þegar hlutabréf Össurar voru tekin úr viðskiptum í nóvember árið 2017 en ef litið er fram hjá afskráningu stoðtækjaframleiðandans kemur engu að síður í ljós að verulega hefur fækkað í hópi hluthafa skráðra félaga síðustu ár. Þannig fækkaði hluthöfunum um alls þrjú þúsund talsins – um fimmtán prósent – frá ársbyrjun 2017 til loka síðasta árs sé hvorki tekið tillit til afskráningar Össurar né nýskráninga Arion banka og Heimavalla. Taka skal fram að við talningu á fjölda hluthafa eru sumir hluthafar margtaldir enda er algengt að fjár- festar eigi hlutabréf í f leiri en einu skráðu félagi. Fækkaði mest hjá Reitum Samkvæmt samantekt Markaðarins fækkaði hluthöfum í ellefu félögum á aðallista Kauphallarinnar í fyrra. Mesta fækkunin var í hluthafa- hópi Reita, um 501, en næstmesta fækkunin var á meðal hluthafa HB Granda sem rekja má til yfirtöku- tilboðs sem Útgerðarfélag Reykja- víkur, áður Brim, gerði öðrum hluthöfum sjávarútvegsfélagsins á árinu. Fækkaði hluthöfum félagsins um 285. Þá fækkaði hluthöfum í Skeljungi, Festi, áður N1, og Eik fasteignafélagi um 200 til 300 á síðasta ári. Mesta fjölgunin, að Arion banka undanskildum, var í hluthafahópi Icelandair Group þar sem hlut- höfum fjölgaði um 623. Voru þeir samanlagt ríflega þrjú þúsund tals- ins í lok síðasta árs. Þá fjölgaði hluthöfum í Marel um 285 á árinu og voru þeir nærri 2.500 í lok ársins. Búast má við því að það snarfjölgi í þeim hópi í kjölfar fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Euronext-markaðinn í Amsterdam en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hefur sagt að mikilvægt sé fyrir félagið að fá „alþjóðlegt leik- svið“ fyrir hlutabréf þess. Verð- myndun og f læði bréfa frá degi til dags verði mun virkara í alþjóðlegri kauphöll. Aðeins eitt skráð félag, Sýn, er með færri en 500 hluthafa innan sinna vébanda, nánar tiltekið 230 Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 23 þúsund hluthafar voru innan vébanda félaga á aðal- lista Kauphallarinnar í lok síðasta árs. 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -4 2 A 0 2 2 A 7 -4 1 6 4 2 2 A 7 -4 0 2 8 2 2 A 7 -3 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.