Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 22
Hluthöfum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur fækkað um liðlega 15 prósent frá byrjun árs 2017
sé ekki tekið tillit til afskráningar
Össurar haustið 2017 og nýskrán-
inga Arion banka og Heimavalla á
síðasta ári. Fjöldi hluthafa í félög-
unum var tæplega 23 þúsund í lok
síðasta árs, samkvæmt samantekt
Markaðarins, en til samanburðar
voru hluthafarnir samanlagt 25
þúsund talsins í lok árs 2015.
„Hér er verk að vinna. Það er ekki
nokkur spurning um það,“ segir Páll
Harðarson, forstjóri Kauphallar-
innar, spurður um minni þátttöku
almennings á íslenskum hlutabréfa-
markaði.
Gylfi Magnússon, dósent við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
Hluthöfum fækkað undanfarin ár
Hluthöfum félaga í Kauphöllinni hefur fækkað um 15 prósent frá ársbyrjun 2017 ef litið er fram hjá afskráningu Össurar og ný-
skráningum Arion banka og Heimavalla. Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé „óplægður akur“ að auka þátttöku almennings.
Tæplega 23 þúsund hluthafar voru innan vébanda félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta árs en til samanburðar voru þeir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
segir þróunina áhyggjuefni. Hug-
myndin um almenningshlutafélag,
með þúsundir smárra hluthafa, eins
og þekktist á árum áður, sé kannski
ekki dauð en hún sýni lítið lífsmark.
Í hvítbók um framtíð fjármála-
kerfisins, sem kom út í lok síðasta
árs, er íslenska hlutabréfamarkaðin-
um lýst sem „mjög vanburð ugum“.
Íslenskir lífeyrissjóðir hafi komið
markaðinum aftur af stað eftir fall
hans með góðri þátttöku í nýjum
skráningum enda eigi þeir nú ríf-
lega helming af skráðu markaðs-
virði Kauphallarfélaga.
„Því miður hafa fáir aðrir fylgt í
kjölfarið. Almennir fjárfestar virð-
ast hálfvegis forðast markaðinn,“
segir í hvítbókinni.
Samantekt Markaðarins sem
byggir á ársreikningum félaganna
átján sem skráð eru á aðallista
Kauphallarinnar leiðir í ljós að
hluthöfum í félögunum fjölgaði um
31 prósent – úr um 17.500 í tæplega
23.000 – í fyrra en fjölgunin skýrist
fyrst og fremst af skráningu Arion
banka í júnímánuði. Voru hluthafar
bankans um sex þúsund talsins í
lok síðasta árs sem gerir hluthafa-
hópinn þann fjölmennasta á meðal
skráðra félaga.
Sé hins vegar litið fram hjá skrán-
ingum Arion banka og íbúðaleigu-
félagsins Heimavalla, sem fór á hluta-
bréfamarkað í maí í fyrra, fækkaði
hluthöfum í Kauphöllinni um sex
prósent á árinu. Er það áframhald
á þróun síðustu ára, allt frá árinu
2015, þegar fjöldi hluthafa var um
25 þúsund. Fækkunin frá árslokum
2015 nemur alls átta prósentum.
Hluthöfum í Kauphöllinni fækk-
aði um meira en fjögur þúsund
þegar hlutabréf Össurar voru tekin
úr viðskiptum í nóvember árið 2017
en ef litið er fram hjá afskráningu
stoðtækjaframleiðandans kemur
engu að síður í ljós að verulega hefur
fækkað í hópi hluthafa skráðra
félaga síðustu ár. Þannig fækkaði
hluthöfunum um alls þrjú þúsund
talsins – um fimmtán prósent – frá
ársbyrjun 2017 til loka síðasta árs sé
hvorki tekið tillit til afskráningar
Össurar né nýskráninga Arion
banka og Heimavalla.
Taka skal fram að við talningu á
fjölda hluthafa eru sumir hluthafar
margtaldir enda er algengt að fjár-
festar eigi hlutabréf í f leiri en einu
skráðu félagi.
Fækkaði mest hjá Reitum
Samkvæmt samantekt Markaðarins
fækkaði hluthöfum í ellefu félögum
á aðallista Kauphallarinnar í fyrra.
Mesta fækkunin var í hluthafa-
hópi Reita, um 501, en næstmesta
fækkunin var á meðal hluthafa HB
Granda sem rekja má til yfirtöku-
tilboðs sem Útgerðarfélag Reykja-
víkur, áður Brim, gerði öðrum
hluthöfum sjávarútvegsfélagsins á
árinu. Fækkaði hluthöfum félagsins
um 285.
Þá fækkaði hluthöfum í Skeljungi,
Festi, áður N1, og Eik fasteignafélagi
um 200 til 300 á síðasta ári.
Mesta fjölgunin, að Arion banka
undanskildum, var í hluthafahópi
Icelandair Group þar sem hlut-
höfum fjölgaði um 623. Voru þeir
samanlagt ríflega þrjú þúsund tals-
ins í lok síðasta árs.
Þá fjölgaði hluthöfum í Marel um
285 á árinu og voru þeir nærri 2.500
í lok ársins. Búast má við því að
það snarfjölgi í þeim hópi í kjölfar
fyrirhugaðrar skráningar félagsins á
Euronext-markaðinn í Amsterdam
en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri
Marels, hefur sagt að mikilvægt sé
fyrir félagið að fá „alþjóðlegt leik-
svið“ fyrir hlutabréf þess. Verð-
myndun og f læði bréfa frá degi til
dags verði mun virkara í alþjóðlegri
kauphöll.
Aðeins eitt skráð félag, Sýn, er
með færri en 500 hluthafa innan
sinna vébanda, nánar tiltekið 230
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is 23
þúsund hluthafar voru
innan vébanda félaga á aðal-
lista Kauphallarinnar í lok
síðasta árs.
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-4
2
A
0
2
2
A
7
-4
1
6
4
2
2
A
7
-4
0
2
8
2
2
A
7
-3
E
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K