Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 35
N1 rekur sjö verslanir um land allt þar sem fagfólk á ýmsum sviðum veitir aðstoð og ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga. Helstu vöruflokk- arnir sem verslanirnar selja eru m.a. smurolíur, vinnufatnaður, gas, rafgeymar, perur, þurrkublöð og útgerðarvörur ásamt mörgum öðrum vörum, segir Sylvía Þórarinsdóttir, verslunarstjóri N1 í Klettagörðum 13 í Reykjavík. „Einnig má nefna að við bjóðum mikið úrval af efnavörum, pappír, hreinlætisvörum og rekstrar- vörum fyrir verktaka, sjávar útveg, verkstæði, bændur, iðnað og einstaklinga. Í verslunum N1 er auk þess hægt að sérpanta ýmsar vörur sem N1 býður upp á.“ Sveigjanlegt vöruúrval Verslanir N1, sem eru staðsettar hringinn í kringum landið, búa yfir dreifineti sem er með því besta sem gerist á landinu segir Sylvía. „Klettagarðar er þeirra stærst og um leið eina verslunin á höfuðborgarsvæðinu. Vöruval verslana N1 er sveigjanlegt og misjafnt eftir stærð verslunar. Við leggjum áherslu á að vörufram- boðið taki mið af þörfum atvinnu- lífsins í nágrenni hverrar verslunar fyrir sig og í Klettagörðum erum við með alla vöruflokka.“ Verslanir N1 á landsbyggðinni eru staðsettar á Akureyri, Reyðar- firði, í Reykjanesbæ, á Patreksfirði, í Ólafsvík og Vestmannaeyjum. Flestar verslanirnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 8 til 17. Einn- ig eru litlar verslunareiningar á þjónustustöðvum N1 á Blönduósi, Húsavík og Höfn. Þar sem fagmennskan ræður ríkjum Í verslunum N1 veitir fagfólk ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja í fjölbreyttum rekstri. Vöruvalið er sveigjanlegt og tekur mið af þörfum atvinnulífsins í nágrenni hverrar verslunar. „Við leggjum áherslu á að vöruframboðið taki mið af þörfum atvinnulífsins í nágrenni hverrar verslunar fyrir sig,“ segir Sylvía Þórarinsdóttir, verslunarstjóri N1 í Klettagörðum. MYND/STEFÁN N1 býður upp á traust vörumerki í fjölda vöruflokka, m.a. í vinnufatnaði. N1 býður upp á flott merki í olíum og efnavörum, t.d. Mobil, Q8 og Comma. Verslun N1 í Klettagörðum 13 er í Reykja- vík. byrjuðum við á því að bjóða upp á meðlæti með kaffinu á föstu- dögum. Við ætlum svo sannar- lega að halda því áfram þar sem það hefur tekist einstaklega vel og er alltaf gaman að sjá hvað margir hafa gert það að föstum lið að kíkja inn á föstudögum. Gestum gefst þá gott tækifæri til þess að eiga við okkur spjall og kynna sér hvað við höfum upp á að bjóða.“ Traust vörumerki Í þeim fjölda vöruf lokka sem N1 býður upp á eru traust vörumerki í boði. „Í fatnaði, skóm og öryggis- vörum má nefna Dimex, Fristads, Uvex, Jalas, Ejendals, Dunlop, Cofra og Kwear. Í olíum og efna- vöru erum við með frábær merki eins og Mobil, Q8 og Comma en það getur margborgað sig að velja réttu efnin. Einnig erum við með pappír, box og hreinlætisvörur frá Tork,“ segir Sylvía. Merking samdægurs Vöruhús N1 er við hlið verslunar- innar í Klettagörðum og þaðan er dreifikerfi vara á alla aðra sölustaði. „Í Klettagörðum erum við einn- ig með merkingadeild þar sem hægt er að fá allan vinnufatnað merktan. Sérstaða okkar hefur verið snör merkingaþjónusta. Viðskiptavinur getur fundið fatnað í verslun okkar sem hentar starfsemi hans og fengið hann merktan meðan hann bíður. Þjónustustaðir okkar úti á landi, til dæmis Akureyri, geta af hent merktan fatnað daginn eftir að hann er pantaður. Einnig erum við með litla saumastofu þar sem að við sinnum minniháttar við- gerðum á fatnaði. Það má því sannarlega segja að ýmislegt sé í boði hér hjá N1 og hvetjum við sem f lesta til að kíkja í heimsókn og skoða úrvalið,“ segir Sylvía að lokum. Föstudagskaffi í Klettagörðum „N1 þjónustar breiðan hóp viðskiptavina, einstaklinga og fyrirtæki, t.d. verktaka, bændur, verkstæði, iðnað og fyrirtæki í sjávarútvegi,“ útskýrir Sylvía. „Við viljum stöðugt bæta þjón- ustuna og ná til f leiri viðskipta- vina og þá sérstaklega til smærri verktaka og einstaklinga. Við hvetjum fólk til þess að koma við hjá okkur og kynna sér þjón- ustuna en fyrir tveimur árum KYNNINGARBLAÐ 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 . M A R S 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -2 9 F 0 2 2 A 7 -2 8 B 4 2 2 A 7 -2 7 7 8 2 2 A 7 -2 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.