Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 30
 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Markviss móttaka nýrra starfsmanna á vinnu-stað er talin vera eitt af aðal atriðunum til að tryggja hollustu þeirra og tryggð. Hún ýtir jafnframt undir betri frammi- stöðu starfsmanna, þeir gera færri mistök og eru f ljótari að komast inn í starfið. Góð móttaka nýliða er einnig talin geta dregið úr starfsmannaveltu, en ein af helstu ástæðum þess að starfsmenn hætta í starfi á fyrstu mánuðunum er talin vera ómarkviss þjálfun og móttaka,“ segir Harpa Björg Guð- finnsdóttir, leiðtogi fræðslumála hjá Rio Tinto á Íslandi, sem verður kennari á námskeiði Endurmennt- unar. Hún segir ýmsar leiðir til að taka á móti nýjum starfsmönnum. „Það er afar mikilvægt að nánustu samstarfsmenn séu meðvitaðir um að nýr starfsmaður er væntan- legur og gott fyrir þá sem taka á móti nýliðum að styðjast við gát- lista til að tryggja að hlutir gleym- ist ekki. Hverja þarf nýliðinn til dæmis að hitta, hvaða upplýsingar þarf hann, hver á að kenna honum starfið og hefur hann þau tæki og tól sem til þarf?“ Harpa segir mörg stærri fyrir- tæki vera með formlegt fóstra- kerfi þar sem eldri og reyndari starfsmenn taki á móti þeim nýju og eru þeim innan handar fyrstu vikur í starfi. „Þetta er góð leið til að tryggja góða móttöku nýliða og auðvelda aðlögun þeirra að nýja vinnustaðnum.“ Innt eftir því hvort þessum málum sé nægilega vel sinnt af íslenskum fyrirtækjum segir Harpa að það sé sín upplifun. „Fyrir tæki eru alltaf að leggja meiri og meiri áherslu á góða móttöku nýliða. Hjá stærri fyrir- tækjum er þessi þáttur yfirleitt í föstum skorðum og litið á góða móttöku nýliða sem einn af mikil- vægum þáttum í rekstri fyrir- tækja.“ Hvað gerist ef fólk fær ekki góðar móttökur? „Það skiptir okkur öll miklu máli að tekið sé vel á móti okkur, fyrstu kynni skipta miklu máli í öllum samskiptum. Þegar ég spyr fólk að því hvort það muni eftir fyrsta vinnudeginum svara f lestir játandi, hvort sem þeir upplifðu góðar eða slæmar móttökur. Það er mjög mikilvægt að aðlagast vinnustaðnum vel, upplifa okkur velkomin og að við séum hluti af hópnum og einnig er mikilvægt að við fáum f ljótt þá tilfinningu að við völdum starfinu. Séu móttök- urnar ekki góðar aukast líkurnar á að við gefumst upp og hættum í starfi. Kostnaður við starfs- mannaveltu er gríðarlega hár og því vilja öll fyrirtæki halda henni í lágmarki.“ Harpa telur forsvarsmenn fyrir- tækja áhugasama um að bæta þennan þátt í starfseminni. „Nám- skeið og fundir um þennan þátt eru yfirleitt vel sóttir og greinilegt að margir leggja áherslu á góða móttöku og þjálfun nýliða. Þetta er þáttur sem alltaf má bæta. Það þarf til dæmis stöðugt að endur- skoða innihald fræðslunnar og hverju hún er að skila. Það verður líka þróun í þessu eins og öðru í fyrirtækjarekstri, æ f leiri eru til dæmis að nýta sér leiðir í vef- fræðslu sem er góð viðbót við aðrar leiðir sem notaðar eru í þjálfun.“ Harpa verður kennari á stuttu námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands mánudaginn 1. apríl næstkomandi. Námskeiðið ber heitið Móttaka nýliða á vinnu- stað og er ætlað stjórnendum, millistjórnendum, starfsmönnum mannauðsmála í fyrirtækjum og stofnunum og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og vilja tryggja góða móttöku nýliða á vinnustað. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um starfsánægju, starfsmannaveltu og tengsl við móttöku nýliða, aðlögun nýliða, ferlið við nýliðamóttöku og fóstra- kerfi. Nánari upplýsingar má nálgast á endurmenntun.is. Góð móttaka bætir frammistöðu Mikilvægt er að taka vel á móti nýjum starfsmönnum. Það bætir starfsánægju og frammistöðu. Móttaka nýliða á vinnustað nefnist námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Allir muna eftir fyrsta vinnudegi sínum á nýjum vinnustað. Góðar mót- tökur geta skipt sköpum til að skapa jákvætt viðhorf. NORDICPHOTOS/GETTY Harpa Björg Guðfinnsdóttir er með MA-gráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem leiðtogi fræðslumála hjá Rio Tinto á Íslandi. Persónuleg og fagleg þjónusta Við finnum réttar lausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki, hvort sem um er að ræða heimilistæki, tölvubúnað, skjá- eða sjónvarpslausnir eða allt þar á milli. Fyrirtækjaráðgjafi Stefán Pétur Kristjánsson stefan@elko.is 697 8515 nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjafi okkar:fyrirtækjaþjónusta elko kynnir til leiks nýja þjónustuleið 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -2 9 F 0 2 2 A 7 -2 8 B 4 2 2 A 7 -2 7 7 8 2 2 A 7 -2 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.