Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 37
Hjá Múlalundi tökum við að okkur mjög fjölbreytt verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir víðs vegar um sam- félagið til lengri eða skemmri tíma. Öll þessi verkefni skapa störf fyrir fólk með skerta starfs- orku auk þess að skila hágæða- verki til viðskiptavina. Mörg fyrirtæki ná með viðskiptum sínum við Múlalund að f létta saman daglega starfsemi og samfélagsverkefni sem er frábær blanda. Þetta eru ýmist sér- framleiðsluverkefni eða fjöl- breytt verk sem þarf að vinna í höndunum. Verkefni til lengri tíma eru sérstaklega mikilvæg,“ segir Sigurður Viktor Úlfars- son, framkvæmdastjóri Múla- lundar vinnustofu SÍBS. Þar vinna dugmiklir einstaklingar sem hafa þurft að takast á við Daglegt starf fléttað saman við samfélagsverkefni Starfsfólk Múlalundar sér um að pakka ávöxtum og grænmeti fyrir Ávaxta­ bílinn. Haukur Magnússon, eigandi Ávaxta­ bílsins, mælir með samstarfi við Múlalund. Flestir kætast þegar þeim berst fersk sending frá Ávaxta-bílnum sem dreifir ávöxtum og grænmeti til fyrirtækja. Það sem fáir vita er að starfsfólk Múlalundar sér um að pakka þessu góðgæti svo það skili sér rétt í hendur kaupenda en Múlalundur tekur að sér verkefni fyrir fyrirtæki í öllum atvinnu- greinum. Haukur Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins, er mjög ánægður með samstarfið við Múlalund og segir því sinnt af alúð og trú- mennsku. „Ég hef rekið Ávaxta- bílinn í fjórtán ár og fyrir rúmum tveimur árum varð að ráði að Múla- lundur tæki að sér pökkun fyrir fyrirtækið. Þetta var nýtt verkefni fyrir Múlalund og ég hef heyrt að starfsfólkinu finnist það skemmti- legt og öðruvísi,“ segir Haukur og tekur sérstaklega fram að sam- starfið hafi gengið einstaklega vel. Haukur tekur sjálfur á móti pöntunum viðskiptavina og setur pöntunarseðla í þar til gerða poka sem síðan eru sendir á Múlalund. „Ég fæ ávextina frá mínum birgi, 2-3 tonn í hvert sinn, senda á Múla- lund. Vænn hópur starfsmanna Múlalundar sér um að pökkunin gangi hratt og örugglega fyrir sig og að henni lokinni koma sendibílar Ávaxtabílsins, sækja pantanir og keyra þær út til viðskiptavina. Þetta ferli gengur allt hratt og vel fyrir sig,“ segir Haukur ánægður. „Ég hef verið með þessa pökkun á nokkrum stöðum en hún hefur aldrei gengið jafn vel og nú. Starfs- fólk Múlalundar er það besta sem hefur sinnt þessu verkefni fyrir mig. Starfsfólkið vandar sig, fylgist vel með hvað það er að gera og er í góðu sambandi við mig. Ég fæ skýrslu eftir hverja pökkun þar sem kemur fram hvernig allt hafi gengið. Bæði almennir starfsmenn og yfirmenn hafa tekið þetta verkefni mjög alvarlega,“ segir Haukur sem fer reglulega í heimsókn á Múlalund. „Það er ávallt mikil stemning í ávaxtapökkuninni. Ég mæli hik- laust með samstarfi á borð við þetta við Múlalund,“ segir Haukur. Múlalundur vinnur vel fyrir Ávaxtabílinn Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmda­ stjóri IceMed­ ico, er mjög ánægð með samstarfið við Múlalund. Múlalundur hefur verið í góðu samstarfi við fyrir-tækið IceMedico sem stýrt er af Þorbjörgu Jensdóttur. „Múlalundur pakkar fyrir IceMedico 200 g og 500 g magn- umbúðum af tannvænu HAp+ molunum sem Tannlæknafélag Íslands mælir með. IceMedico er einnig með 39,8 g umbúðir sem fást í apótekum og verslunum um land allt. Magnumbúðirnar sem Múlalundur pakkar eru fyrst og fremst fyrir fyrirtækjamarkað og má nálgast á www.happlus.com,“ segir Þorbjörg. Hvar og hvernig fer vinnslan fram? „Vinnslan fer fram á Múlalundi. Varan er framleidd erlendis og er send á Múlalund í stórum eining- um sem Múlalundur síðan vigtar og pakkar í minni einingar. Með þessu drögum við úr kolefnis- sporinu sem verður við flutning vara á milli landa og búum til störf í íslensku samfélagi.“ Hvernig kom það til að þið völduð Múlalund til að þjónusta ykkur? „Það hefur alltaf verið vilji og áhugi hjá IceMedico á að styðja við samfélagsgildi og skapa störf eftir því sem félagið stækkaði og hafði bolmagn til. Þegar það myndaðist þörf fyrir að pakka á Íslandi í umbúðir sem hentuðu ekki í hefðbundnar pökkunar- vélar, þá kom Múlalundur strax til greina.“ Hvernig hefur samstarfið gengið? „Reynslan af samstarfinu er mjög góð. Múlalundur hefur tök á að hugsa í lausnum og mæta mögulegum sérþörfum viðskipta- manna sinna, sem er ekki alls staðar hægt, og mikill virðisauki meðal annars fyrir okkur.“ Mælir þú með því að fyrirtæki nýti sér þjónustu Múlalundar? „Já, hiklaust, ef það eru verkefni sem henta ekki hefðbundnum lausnum þá er Múlalundur frábær samstarfsfélagi, sveigjanlegur og lausnamiðaður.“ Sveigjanleg og lausnamiðuð þjónusta fötlun og veikindi, bæði andleg og líkamleg, í kjölfar slyss eða heilsubrests. Vörur sérframleiddar fyrir viðskiptavini Múlalundur sérframleiðir vörur sem hannaðar eru sérstaklega fyrir tiltekna viðskiptavini með þeirra útliti, áletrunum eða hönnun. Dæmi um þetta eru sér- hæfðir plastvasar, möppur eða fundabækur með áletrun við- skiptavinar. Stór hluti landakorta á Íslandi er seldur í plastvasa frá Múlalundi til að auka endingu, Andrésar Andarmöppurnar eru þekktar og matseðlar og hótel- möppur Múlalundar eru notuð víða um land. Alúð í hverju handtaki „Auk sérframleiðslunnar tökum við að okkur ýmiss konar handavinnu- verkefni. Mörg fyrirtæki kjósa að nýta sitt starfsfólk í annað og fá okkur í handavinnuna. Ef þú þarft að raða, klippa, pakka, líma eða hvað sem er þá erum við til í tuskið. Innflutningsfyrirtæki fá okkur til að líma íslenskar leiðbeiningar og strikamerki á vörur, við brjótum öskjur fyrir Valitor sem fylgja með greiðslukortum í bönkum, brjótum öskjur, vigtum og göngum frá holla HAp+ brjóstsykrinum fyrir IceMedico, höfum pakkað fatnaði og merkt fyrir hönnuði og fataframleiðendur, framleitt ýmiss konar markpóst fyrir fyrirtæki þegar nauðsynlegt er að gera eitt- hvað alveg sérstakt sem þarfnast alúðar og mannskaps, og margt fleira. Tvisvar í viku pökkum við fyrir Ávaxtabílinn og sjáum algjörlega um þann þátt í þeirra starfsemi. Þá tökum við að okkur að plasta vörur, t.d. bækur, og erum með góðan búnað í það. Margir tengja Múlalund fyrst og fremst við möppur og plastvasa en fjölbreytni verkefna er miklu meiri,“ segir Sigurður. Einfaldasta samfélags­ verkefnið og gott verð „Hjá Múlalundi fást svo allar almennar skrifstofuvörur, pappír og ritföng á einum stað. Við segjum að þetta sé einfaldasta samfélags- verkefnið, bara að panta og fá vörurnar sendar um allt land daginn eftir,“ segir Sigurður. Hann segir ánægju- legt að byggja upp sjálfstraust og þrótt fólks með þátttöku á vinnumarkaði. „Fólki er mikilvægt að fá að mæta til vinnu, eiga vinnufé- laga og vera virkt í sam- félaginu.“ Allar upplýsingar má finna á heimasíðu Múlalundar og úrvalið í vefversluninni kemur svo sannarlega á óvart. „Eru ekki ein- hver verkefni sem taka óþarfa tíma á vinnustaðnum? Þá er um að gera að láta Múlalund sjá um þau,“ segir Sigurður að lokum. Nánari upplýsingar eru á heima- síðunni www.mulalundur.is. Múlalundur vinnustofa SÍBS hefur í 60 ár boðið einstakl- ingum og fyrir- tækjum allt fyrir skrifstofuna en sinnir auk þess fjölbreyttum sér- verkefnum fyrir viðskiptavini. Hér má sjá fallega matseðla sem Múlalundur hefur framleitt. Verkefnin hjá Múlalundi eru afar fjölbreytt. MYND/ERLING ÁRNASON KYNNINGARBLAÐ 11 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 . M A R S 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -3 D B 0 2 2 A 7 -3 C 7 4 2 2 A 7 -3 B 3 8 2 2 A 7 -3 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.