Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 34
Álagið getur skaðað mannleg félagsleg tengsl og heilsu starfs- manna. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is ÍSvíþjóð hefur verið unnið mark-visst að því að fá fólk aftur út í atvinnulífið sem orðið hefur fyrir kulnun í starfi vegna streitu og álags. Sænska verkefnið kallast Hugsandi vinnustaðir (Reflective workplaces) og er stutt af heil- brigðisráðuneytinu til að skapa heilbrigðara atvinnulíf í Svíþjóð. Verkefnið varð fyrst til í Karlstad árið 1990. Stefnt er að því að draga úr veikindum á vinnumarkaði auk þess að fá f leiri útbrunna starfs- menn aftur til vinnu. Verkefnið hefur einnig verið kynnt í Noregi á ráðstefnu sem fram fór í Tromsø. Starfsmenn fá sinn tíma á einum vinnudegi í viku til að vinna með sjálfa sig, fá hvatningu og hugleiðslu til að læra að slaka á. Fagfólk hefur tekið þátt í að byggja fólkið upp, jafnt félagsfræðingar, kennarar og stjórnendur fyrir- tækja. Verkefnið stendur yfir í fjórar vikur. Margir starfsmenn hafa lýst yfir ánægju með þetta fyrirkomulag sem hefur mikla þýðingu til að koma í veg fyrir streitu á vinnustað. Í ljós kom að veikindadögum fækkaði umtals- vert hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í verkefninu. Í hraða nútímans og álagi á vinnustöðum, þar sem atvinnuöryggi er lítið og erfitt að taka sér hlé yfir daginn, er streita mikil hjá starfsmönnum. Álagið getur skaðað mannleg félagsleg tengsl og heilsu starfs- manna. Með sænska verkefninu er farið í gegnum hugsanaferlið á vinnustaðnum og ástæður streitu og álags fundnar út. Það stuðlar að betri frammistöðu hjá starfs- mönnum auk þess sem lífsgæði þeirra aukast og líðanin verður betri. Kristian Tilander sem stendur á bak við verkefnið segir að allir vinnustaðir ættu að hafa efni á að láta starfsfólki sínu líða vel í vinnunni. „Það þarf að hindra að fólk brenni út og veikist vegna álags.“ Í rannsókn sem gerð var í fjór- tán Evrópulöndum árið 2012 kom fram að fólk sem vinnur í streitu- miklu umhverfi hefur síður orku til að stunda líkamsrækt í frítíma. Í ljós komu sterk tengsl milli streitu í vinnu og líkamlegrar virkni í frítíma. Því meira álag í vinnunni, þeim mun minni líkamleg virkni í frítíma. Í rauninni er það áhyggju- efni því hreyfing er besta lausnin við streitu. Þótt rannsóknin sé ekki alveg ný er hún í fullu gildi. Aldurinn í þessari rannsókn var að meðaltali 43,5 ár en hún birtist á sínum tíma í American Journal of Epidemiology. Á Íslandi hefur orðið vitundar- vakning um þessi mál og margs konar námskeið í boði fyrir þá sem vilja ná tökum á streitu í sínu dag- lega lífi. Það er allra hagur, jafnt vinnuveitenda sem starfsmanna, að öllum líði vel í vinnunni. Nauðsynlegt að ráðast gegn streitu Allir þurfa að hjálpast að við að koma í veg fyrir streitu og kulnun á vinnustað. NORDICPHOTOS/PHOTOS Streita og kulnun er eitt af stóru vandamálunum í íslensku sam- félagi. Margir upplifa að þeir séu að missa stjórn á lífi sínu vegna álags í starfi. Nauðsyn- legt er að fyrir- byggja streitu en hún hefur slæm áhrif á heilsuna. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagen atvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 8.290.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 6.220.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.870.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.590.000 kr. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -1 B 2 0 2 2 A 7 -1 9 E 4 2 2 A 7 -1 8 A 8 2 2 A 7 -1 7 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.