Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 18
Ég tel því að það sé
mjög erfitt að reka
lítið lággjaldaflugfélag frá
Íslandi svo ekki sé minnst á
svokölluð últra-lággjalda-
flugfélög.
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Gangi áform forsvarsmanna og ráðg jafa WOW air um endursk ipulag ning u f lugfélagsins eftir er gert
ráð fyrir að lausafjárstaða félagsins
verði orðin jákvæð um meira en níu
milljónir dala, jafnvirði 1,1 millj
arðs króna, um mitt næsta ár. Til
samanburðar er hún sem stendur
neikvæð um 11 milljónir dala og er
búist við að hún versni enn frekar
og verði, að öðru óbreyttu, tæpar 45
milljónir dala í lok annars fjórðungs
ársins.
Þetta kemur fram í drögum að
kynningu á endurskipulagningu
WOW air sem Markaðurinn hefur
undir höndum. Áætlanir félagsins
hafa verið kynntar fjárfestum, inn
lendum sem erlendum, á undan
förnum dögum af Arctica Finance,
ráðgjafa f lugfélagsins, og starfs
mönnum fjárfestingarbankasviðs
Arion banka.
Áform stjórnenda WOW air miða
að því að breyta skuldum þess við
skuldabréfaeigendur og aðra lánar
drottna upp á samanlagt 120,4
milljónir dala, jafnvirði um 14,6
milljarða króna, í hlutafé og gefa í
kjölfarið út ný forgangshlutabréf
fyrir 40 milljónir dala, sem jafngild
ir 4,8 milljörðum króna, til þess að
fullfjármagna rekstur flugfélagsins.
Í tilkynningu sem WOW air sendi
frá sér í gær kom fram að formlegar
viðræður væru hafnar við fjárfesta
um að leggja því til nýtt hlutafé.
Þær viðræður beinast meðal ann
ars að Indigo Partners, samkvæmt
heimildum Markaðarins, en fyrir
tæpri viku var greint frá því að
bandaríska félagið væri hætt við að
fjárfesta í WOW air fyrir allt að 90
milljónir dala, jafnvirði 10,5 millj
arða króna.
Í kjölfar umræddrar niðurskriftar
á skuldum WOW air verða vaxta
berandi skuldir félagsins 6,6 millj
ónir dala og verður eiginfjárhlut
fall þess 20 prósent, að því er fram
kemur í kynningunni.
Fjárfestirinn sem mun leggja
f lugfélaginu til 40 milljónir dala í
nýtt hlutafé mun eignast 51 pró
sents hlut í félaginu sem og for
gangsrétt að arðgreiðslum og
öðrum útgreiðslum félagsins. Á
móti munu skuldabréfaeigendur og
lánardrottnar félagsins fara með 49
prósenta hlut í því.
Í áðurnefndri kynningu er tekið
fram að umrædd fjárhæð, 40 millj
ónir dala, byggi á endurskoðaðri
viðskiptaáætlun f lugfélagsins og
sé enn fremur háð því að skuldir
félagsins verði endurskipulagðar og
að lausafjárstaðan fari ekki undir
níu milljónir dala.
Eigendur skuldabréfa WOW air,
sem samþykktu í gær að breyta
kröfum sínum á hendur félaginu í
hlutafé, munu eignast 23 prósenta
hlut í félaginu og aðrir lánardrottn
ar 26 prósenta hlut en í áætlun flug
félagsins er gert ráð fyrir að allir
lánardrottnarnir, þar á meðal Arion
banki og Isavia, samþykki að breyta
kröfum sínum í hlutafé.
Óvíst er hvort Isavia – en WOW
air skuldar ríkisfyrirtækinu um
1,8 milljarða króna – muni fallast
á slíka ráðstöfun, að sögn þeirra
sem þekkja vel til mála, en það er
sem stendur til skoðunar hjá fyrir
tækinu. Ekki hafði fengist formlegt
samþykki frá öllum lánardrottn
unum í gær, eftir því sem Markaður
inn kemst næst, en fastlega er búist
við því að f lestir þeirra muni sam
þykkja tillögur flugfélagsins.
Auk Arion banka og Isavia eru
stærstu lánveitendur WOW air flug
vélaleigurnar Avolon, sem á 16 millj
óna dala kröfur á hendur félaginu, og
Air Lease Corporation en kröfur þess
gagnvart félaginu standa í um 13,6
milljónum dala, samkvæmt upp
lýsingum sem Markaðurinn hefur
undir höndum.
Þá hefur Airport Associates, sem
þjónustar WOW air á Keflavíkur
flugvelli, þegar samþykkt að fella
niður 1,6 milljóna dala kröfur sínar
á hendur flugfélaginu og leggja félag
inu til nýtt hlutafé að samsvarandi
fjárhæð.
Samkvæmt áætlunum forsvars
manna WOW air verður víkjandi
láni sem Títan fjárfestingafélag,
móðurfélag WOW air, hefur veitt
flugfélaginu auk þess breytt í hluta
bréf sem verða án atkvæðisréttar.
Lánið stendur í um 6,3 milljónum
dala, jafnvirði 760 milljóna króna.
Sextán vélar árið 2021
Áætlanirnar gera ráð fyrir veruleg
um bata í rekstri WOW air á næstu
árum og sérstaklega á árinu 2021.
Þannig kemur fram í áðurnefndri
kynningu að lausafjárstaða félags
ins geti verið orðin jákvæð um 79,5
milljónir dala, 9,6 milljarða króna,
í lok árs 2021 og að á sama ári verði
rekstrarhagnaður þess 72,3 milljónir
dala eða 8,7 milljarðar króna.
Til samanburðar miðar viðskipta
áætlun WOW air að því að 7,8 millj
óna dala tap verði á rekstri f lug
félagsins í ár en að rekstrarhagnaður
næsta árs verði 20,6 milljónir dala.
Gert er ráð fyrir því að floti flug
félagsins í ár muni samanstanda
af níu Airbus A321 farþegavélum
og einni Airbus A320 vél, að því er
fram kemur í kynningunni, en að
vélarnar verði orðnar sextán árið
2021. Til upprifjunar var floti félags
ins skorinn niður úr tuttugu vélum
í ellefu í lok síðasta árs. Um leið var
stöðugildum fækkað um 350.
Jafnframt gera áætlanirnar ráð
fyrir að WOW air fækki áfanga
stöðum og flytji 2,1 milljón farþega
í ár borið saman við 3,5 milljónir í
fyrra. Er búist við að farþegar félags
ins verði 2,3 milljónir á næsta ári og
3,2 milljónir árið 2021.
Á sama tíma er gert ráð fyrir að
starfsmönnum WOW air fækki úr
1.400, eins og fjöldi þeirra var í fyrra,
í 915 á þessu ári en að þeim fjölgi í
975 á næsta ári og verði orðnir 1.261
talsins árið 2021.
Af kynningunni má ráða að flug
félagið hafi í hyggju að reka harða
lággjaldastefnu þar sem mikil
áhersla verði lögð á að lækka ein
ingakostnað og hækka viðbótar
tekjur „sem gerir okkur kleift að
lækka frekar farþegatekjur án þess
fórna heildartekjunum“, eins og
segir í kynningunni.
Samkvæmt forsendum áætlana
félagsins verða viðbótartekjur á
hvern farþega 71 dalur árið 2021 en
þær voru 55 dalir í fyrra. Slíkar tekjur
eru sem kunnugt er allar tekjur flug
félags af farþegum umfram tekjur af
sölu farmiða.
Er auk þess gert ráð fyrir að far
þegatekjur félagsins fari úr 114
dölum á hvern farþega, eins og þær
voru í fyrra, í 117 dali árið 2021.
Þá stendur til að auka beina sölu
á vef WOW air þannig að hlutfall
slíkrar sölu af heildarsölu félagsins
fari úr 67 prósentum, eins og það var
á síðasta ári, í allt að 89 prósent 2021.
hordur@frettabladid.is,
kristinningi@frettabladid.is
Gera ráð fyrir miklum
rekstrarbata WOW air
Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félags-
ins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 pró-
sents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu.
Bjartsýn sviðsmynd
Lánardrottnar og eigendur
skuldabréfa WOW air, sem
munu eignast 49 prósenta hlut
í flugfélaginu, gætu fengið 17
til 29 prósenta árlega ávöxtun
af fjárfestingu sinni ef áform
forsvarsmanna félagsins ganga
að öllu leyti eftir og hluthafarnir
selja hlut sinn í apríl árið 2021.
Þetta kemur fram í kynningu
stjórnenda og ráðgjafa WOW
air um endurskipulagningu fé-
lagsins.
Árleg ávöxtun þess fjárfestis
sem eignast 51 prósents hlut
í félaginu gæti á sama tíma, í
apríl 2021, numið 102 til 124
prósentum, samkvæmt þeirri
sviðsmynd sem dregin er upp í
kynningunni.
Er þá gert ráð fyrir að við-
skiptaáætlun félagsins til næstu
ára heppnist og að EBITDAR
– afkoma þess fyrir afskriftir,
fjármagnsliði, leigu og skatta –
verði 75 milljónir dala árið 2020.
3,2
milljónir er áætlað að
farþegar félagsins verði
árið 2021.
Stjórn WOW air, ásamt fulltrúa skuldabréfaeigenda félagsins, kemur út úr
fjármálaráðuneytinu að loknum fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice
landair Group, segir það fásinnu
að tala um ríkisábyrgð í samhengi
við lán sem Landsbankinn veitti
f lugfélaginu nýverið. Bæði erlendir
og innlendir fjármögnunaraðilar
hafi sóst eftir viðskiptum við félag
ið enda séu góðar tryggingar fyrir
hendi og fjárhagsstaða félagsins sé
sterk.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW
air, vakti athygli á því í viðtölum
við fjölmiðla í gær að í sögulegu
samhengi hefði Icelandair fengið
„miklar ívilnanir og fyrirgreiðslur
með margvíslegum hætti“ frá rík
inu, nú síðast fyrr í mánuðinum
þegar Landsbankinn hefði lánað
félaginu hátt í tíu milljarða króna
„á kostakjörum“.
Þó svo að ríkið teldi ekki rétt að
fjárfesta með beinum hætti í f lug
rekstri væri öllum ljóst að ríkið
kæmi að slíkum rekstri á ýmsan
máta.
Bogi Nils bendir á að Landsbank
inn og Icelandair Group hafi átt í
áratuga viðskiptasambandi og að
bankinn hafi um árabil leitað eftir
því að auka þau viðskipti, ekki síst
á sviði langtímalána.
„Um nokkurra mánaða skeið
hefur Icelandair Group unnið að
endurfjármögnun á hluta af skuld
um félagsins og hafði félagið marga
kosti í þeim efnum enda efnahags
reikningur félagsins mjög sterkur
og svo til allar f lugvélar félagsins
óveðsettar,“ nefnir hann.
Margir hafi sóst eftir viðskipt
unum og niðurstaðan hafi verið sú
að ganga til samninga við Lands
bankann.
„Það er því fásinna að
tala um ríkisábyrgð
eða r í k is aðstoð í
þessu samhengi,“ segir
hann.
Bogi Nils segist von
ast til þess að endur
skipulagning WOW air
gangi eftir og að
f l u g f é l a g i ð
bjargi sér í
gegnum þá
e r f i ð l e i k a
s e m þ a ð
glími við.
Hins vegar
hljómi þau
v ið sk ipt i
sem um sé rætt óneitanlega ein
kennilega.
„Af fréttum að dæma er fyrir
tækið ekki gjaldfært og eigið fé
verulega neikvætt. Það segir sig því
sjálft að ótryggðar kröfur á félagið
eru verðlausar. Að þeir sem leggja
nýtt áhættufjármagn til félagsins
á þessum tímapunkti eignist það
ekki að fullu er erfitt að skilja,“
nefnir hann.
Það sé jafnframt mun ódýrara að
stofna nýtt flugfélag frá grunni með
þennan fjölda leiguvéla sem talað
sé um en nemur þeirri fjárhæð sem
fréttir segja að félagið vanti.
„Að mínu mati væri því mun
skynsamlegra að stofna nýtt félag
fyrir mun lægri fjárhæð og eiga það
að fullu,“ segir Bogi Nils.
Hann segist auk þess hafa áhyggj
ur af viðskiptalíkani WOW air.
Ísland sé mjög dýrt land fyrir fyrir
tækjarekstur. Keflavíkurflugvöllur
sé auk þess einn dýrasti f lugvöllur
Evrópu og eðli málsins samkvæmt
sé helmingur lendinga og flugtaka
héðan.
Jafnframt sé mikil stærðarhag
kvæmni í f lugrekstri. Alþjóðlegu
lággjaldaf lugfélögin sem séu í
góðum rekstri séu flest með nokkur
hundruð flugvéla.
„Ég tel því að það sé mjög erfitt
að reka lítið lággjaldaflugfélag frá
Íslandi svo ekki sé minnst á svo
kölluð últralággjaldaf lugfélög
sem einhvers staðar hefur verið
talað um í þessu samhengi. Þetta
er frekar einfalt: Til lengri tíma
verða tekjurnar að vera hærri en
kostnaðurinn.
En ég ítreka að ég vona
að WOW air takist að
leysa sín vandamál og
verði í rekstri áfram,“
segir forstjóri Ice
landair Group. – kij
Forstjóri Icelandair
Group segir fásinnu
að tala um ríkisábyrgð
Bogi Nils Bogason,
forstjóri
Icelandair Group.
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-1
B
2
0
2
2
A
7
-1
9
E
4
2
2
A
7
-1
8
A
8
2
2
A
7
-1
7
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K