Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL Barna- og ungl-
ingageðteymi Sjúkrahússins á
Akureyri, SAk, er afar illa mannað
en 12. apríl hættir eini sálfræðing-
urinn í teyminu störfum á sjúkra-
húsinu. Þá eru aðeins eftir einn
iðjuþjálf i og geðlæknir í hálfri
stöðu sem starfar frá Reykjavík.
Auglýst var eftir sálfræðingi á
síðasta ári og sótti einn um stöðuna
en hætti við. Þá voru tveir sálfræð-
ingar starfandi við teymið. Annar
þeirra hætti síðastliðið haust og
hinn mun hætta um miðjan apríl
að óbreyttu.
Alice Harpa Björgvinsdóttir,
framkvæmdastjóri lyf lækninga-
sviðs Sjúkrahússins á Akureyri,
segir mönnunina ekki eins og best
verður á kosið og það geti gengið
erfiðlega að sinna skyldum gagn-
vart upptökusvæði stofnunarinn-
ar, en SAk á að sinna bæði Norður-
og Austurlandi.
„Fjöldi mála sem koma inn á
borð BUG-teymis er mikill og það
segir sig því sjálft að við værum til
í að hafa betri mönnun. Við erum
að vinna í að fullmanna teymið og
ég á von á að það náist á næstunni.
Á meðan leysum við málin með
öðrum leiðum svo ekki myndist
skörð í þjónustuna,“ segir Alice
Harpa.
Alice Harpa er bjartsýn á að
manna teymið. Eins og staðan sé
hins vegar núna er ekkert í hendi
og ef áfram heldur sem horfir verð-
ur aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við
teymið eftir rúman hálfan mánuð.
„Við erum að skoða ákveðnar leiðir
og ég tel að við náum að manna
þetta teymi á næstunni. Bráða-
málum er að sjálfsögðu sinnt
strax. Áhersla okkar er sem fyrr að
tryggja góða og örugga þjónustu
fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir
Alice Harpa.
Mik ið hefur verið rætt um
barna- og unglingageðlækningar á
síðustu misserum og á sama tíma
eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík.
Einnig hefur verið erfitt að manna
sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu
á Akureyri síðustu árin og hefur
Fréttablaðið áður greint frá því, þó
að það hafi færst til betri vegar á
allra síðustu misserum.
sveinn@frettabladid.is
Erfitt að manna teymi
í barnageðlækningum
Aðeins iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu, búsettur í Reykjavík, verða í barna-
og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri að óbreyttu um miðjan næsta
mánuð. Erfiðlega gengið að manna teymið og tveir sálfræðingar hætt á hálfu ári.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Við erum að skoða
ákveðnar leiðir og
ég tel að við náum að manna
þetta teymi á næstunni.
Alice Harpa Björgvinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lyflækningasviðs
Sjúkrahússins á Akureyri
Styttist í kosningar
Heitur stuðningsmaður reynir að halda mynd af úkraínska forsetaframbjóðandanum Júlíu Tíjmosjenko fastri í rokinu. Fyrri umferð forsetakosn-
inganna fer fram á sunnudaginn og Tíjmosjenko mælist með 18,8 prósenta stuðning í nýjustu könnun BDM. Sitjandi forseti, Petro Porosjenko,
mælist með 12,7 prósent og grínistinn Volodíjmíjr Selenskíj, sem eitt sinn lék forseta Úkraínu í sjónvarpi, er með 25,7 prósent. NORDICPHOTOS/AFP
Á skrifstofukínverska tæknirisans Huawei í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP
TÆKNI Ríkjum Evrópusambandsins
verður gert skylt að deila gögnum
sín á milli um netöryggisógnir við
uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis
og þannig móta stefnu í hvernig á
að takast á við slíkar ógnir fyrir
lok árs. Þetta sagði í tilkynningu
frá framkvæmdastjórn ESB í gær.
Með þessari stefnu hefur fram-
kvæmdastjórnin ákveðið að verða
ekki við kröfu Bandaríkjamanna
um að meina kínverska tækniris-
anum Huawei að koma að upp-
byggingunni.
Lengi hafa bandarískar öryggis-
stofnanir rætt um að Huawei
stundi njósnir fyrir kínversk yfir-
völd en því hefur Huawei alla tíð
neitað.
Kínverska fyrirtækið fagnaði
ákvörðun framkvæmdastjórnar
ESB í gær. Í tilkynningu frá Abra-
ham Liu, tengilið Huawei við ESB,
sagði að stefnan væri hlutlaus og
að Huawei hefði fullan skilning á
áhyggjum Evrópuríkja.
„Huawei hlakkar til samvinn-
unnar við að koma upp ramma-
áætlun um netöryggi. Við erum
staðráðin í því að vinna með öllum
viðeigandi aðilum að 5G-uppbygg-
ingu í Evrópu. – þea
Huawei fagnar afstöðu ESB
ÍSRAEL Stjórnvöld í Sádi-Arabíu,
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum, Barein, Katar, Kúveit og
Íran fordæmdu í gær ákvörðun
Donalds Trump Bandaríkjaforseta
um að viðurkenna fullveldi Ísraels-
ríkis yfir Gólanhæðum. Ísraelar
innlimuðu Gólanhæðir árið 1981
eftir að þær unnust í stríði við Sýr-
land.
Samkvæmt Reuters telja Araba-
ríkin að Gólanhæðir séu hernumið
arabískt svæði og að ákvörðun
Trumps sé friðarspillir. Íranar tóku
í sama streng og sögðu ákvörðun
Trumps ekki eiga sér nein fordæmi
á þessari öld.
Trump tísti um ákvörðunina
í síðustu viku en skrifaði form-
lega undir yfirlýsingu þess efnis á
mánudag. Með honum var Benja-
mín Netanjahú, forsætisráðherra
Ísraels, sem var í opinberri heim-
sókn í Bandaríkjunum.
Ríkisstjórn Bashars al-Assad í
Sýrlandi er ekki hrifin af ákvörðun
Trumps og sagði að um væri að ræða
„árás“ á fullveldi Sýrlendinga. – þea
Ákvörðun Trumps ergir
Donald Trump,
forseti Banda-
ríkjanna.
FERÐAÞJÓNUSTA Um eitt þúsund
erlendar blaðagreinar hafa verið
birtar í erlendum fjölmiðlum frá
árinu 2017 vegna verkefnisins
„Ísland allt árið“, sem stýrt er af
Íslandsstofu. Telur stofnunin að
umfjöllunin sé verðmetin á um tvo
og hálfan milljarð króna.
Þetta kemur fram í svari Þórdísar
Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferða-
málaráðherra við fyrirspurn Maríu
Hjálmarsdóttur um markaðssetn-
ingu áfangastaða á landsbyggðinni.
Markaðsherferðir tengdar ferða-
þjónustu síðustu ár hafa að miklu
leyti miðað að því að fjölga ferða-
mönnum að vetri til og dreifa
ferðamönnum betur um landið og
hefur verið farinn fjöldi ferða með
erlenda blaðamenn til að kynna
þeim land og þjóð,
ut an svokall-
aðs álagstíma í
íslenskri ferða-
þjónustu. – sa
Erlend skrif
metin á 2,5
milljarða
Þórdís
Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir
ferðamála-
ráðherra.
2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-4
7
9
0
2
2
A
7
-4
6
5
4
2
2
A
7
-4
5
1
8
2
2
A
7
-4
3
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K