Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.03.2019, Qupperneq 10
HEILBRIGÐISMÁL Barna- og ungl- ingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðing- urinn í teyminu störfum á sjúkra- húsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálf i og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræð- ingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyf lækninga- sviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagn- vart upptökusvæði stofnunarinn- ar, en SAk á að sinna bæði Norður- og Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verð- ur aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráða- málum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mik ið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. sveinn@frettabladid.is Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Aðeins iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu, búsettur í Reykjavík, verða í barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri að óbreyttu um miðjan næsta mánuð. Erfiðlega gengið að manna teymið og tveir sálfræðingar hætt á hálfu ári. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Alice Harpa Björgvinsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri Styttist í kosningar Heitur stuðningsmaður reynir að halda mynd af úkraínska forsetaframbjóðandanum Júlíu Tíjmosjenko fastri í rokinu. Fyrri umferð forsetakosn- inganna fer fram á sunnudaginn og Tíjmosjenko mælist með 18,8 prósenta stuðning í nýjustu könnun BDM. Sitjandi forseti, Petro Porosjenko, mælist með 12,7 prósent og grínistinn Volodíjmíjr Selenskíj, sem eitt sinn lék forseta Úkraínu í sjónvarpi, er með 25,7 prósent. NORDICPHOTOS/AFP Á skrifstofukínverska tæknirisans Huawei í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP TÆKNI Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. Þetta sagði í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB í gær. Með þessari stefnu hefur fram- kvæmdastjórnin ákveðið að verða ekki við kröfu Bandaríkjamanna um að meina kínverska tækniris- anum Huawei að koma að upp- byggingunni. Lengi hafa bandarískar öryggis- stofnanir rætt um að Huawei stundi njósnir fyrir kínversk yfir- völd en því hefur Huawei alla tíð neitað. Kínverska fyrirtækið fagnaði ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í gær. Í tilkynningu frá Abra- ham Liu, tengilið Huawei við ESB, sagði að stefnan væri hlutlaus og að Huawei hefði fullan skilning á áhyggjum Evrópuríkja. „Huawei hlakkar til samvinn- unnar við að koma upp ramma- áætlun um netöryggi. Við erum staðráðin í því að vinna með öllum viðeigandi aðilum að 5G-uppbygg- ingu í Evrópu. – þea Huawei fagnar afstöðu ESB ÍSRAEL Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, Barein, Katar, Kúveit og Íran fordæmdu í gær ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna fullveldi Ísraels- ríkis yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir árið 1981 eftir að þær unnust í stríði við Sýr- land. Samkvæmt Reuters telja Araba- ríkin að Gólanhæðir séu hernumið arabískt svæði og að ákvörðun Trumps sé friðarspillir. Íranar tóku í sama streng og sögðu ákvörðun Trumps ekki eiga sér nein fordæmi á þessari öld. Trump tísti um ákvörðunina í síðustu viku en skrifaði form- lega undir yfirlýsingu þess efnis á mánudag. Með honum var Benja- mín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem var í opinberri heim- sókn í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi er ekki hrifin af ákvörðun Trumps og sagði að um væri að ræða „árás“ á fullveldi Sýrlendinga. – þea Ákvörðun Trumps ergir Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna. FERÐAÞJÓNUSTA Um eitt þúsund erlendar blaðagreinar hafa verið birtar í erlendum fjölmiðlum frá árinu 2017 vegna verkefnisins „Ísland allt árið“, sem stýrt er af Íslandsstofu. Telur stofnunin að umfjöllunin sé verðmetin á um tvo og hálfan milljarð króna. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferða- málaráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur um markaðssetn- ingu áfangastaða á landsbyggðinni. Markaðsherferðir tengdar ferða- þjónustu síðustu ár hafa að miklu leyti miðað að því að fjölga ferða- mönnum að vetri til og dreifa ferðamönnum betur um landið og hefur verið farinn fjöldi ferða með erlenda blaðamenn til að kynna þeim land og þjóð, ut an svokall- aðs álagstíma í íslenskri ferða- þjónustu. – sa Erlend skrif metin á 2,5 milljarða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- ráðherra. 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -4 7 9 0 2 2 A 7 -4 6 5 4 2 2 A 7 -4 5 1 8 2 2 A 7 -4 3 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.