Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Side 17

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Side 17
Búnaðarfélag íslands er stofnað árið 1899 upp úr Búnaðarfélagi Suðuramts- ins, er stofnað var 1837 og hét þá „Suðuramtsins Húss- og Bústjórnarfélag". Svo er fyrir mælt í lögum Búnaðarfélagsins, að til- gangur þess sé að „efla landbúnað og aðra atvinnuvegi landsmanna sem standa í nánu sambandi við hann.“ Vinnur félagið að þessu með því að hafa fasta starfs- menn í þjónustu sinni er leiðbeina mönnum í því er að búnaði lýtur, og fást við þær tilraunir sem nauð- synlegastar þykja og framkvæmanlegar eru eftir efn- um og ástæðum, bæði í jarðrækt og búpeningsrækt. Þá veitir félagið styrk til búnaðarsambandanna, svo og félaga er miða að umbótum i búpeningsrækt, styrkir þau meðal annars til kaupa á undaneldisgripum eða til að koma á nauðsynlegum girðingum. Það styrkir og sýningar á búfé. Eftirlits- og fóðurbirgðafélög styrkir félagið að því að það borgar framvegis að nokkru leyti kaup eftirlitsmannsins félögum þeim, sem senda árlega skýrslu um starfsemi sína. Námsskeið fyrir cftirlitsmenn heldur félagið fratnvegis haust hvert. Efnarannsókn á ýmsu því er að búnaði lýtur, svo sem jarðvegi, fóðri o. fl„ kostar félagið að svo miklu leyti sem cfnarannsóknir þessar miða eða stuðla til almcnns- fróðleiks um búnaðarhætti. Einstakir menn, er stunda ákveðið nám er vænlegt þykir að stuðlað geti að al- mennum framförum, fá styrk hjá félaginu.

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.