Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Síða 18

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Síða 18
i6 Félagið gefur út „Búnaðarrit" og styrkir nokkuð út- gáfu búfræðisrita. Þá fæst félagið og nokkuð við útvegun á verkfærum. Þó eigi kaupi það verkfæri fyrir menn alment, þá ver það nokkru fé árlega til þess að kaupa verkfæri sem eigi er nægileg reynsla fyrir hér á landi, til þess að kaupmenn kaupi til útsölu. Það helsta sem gert hefir verið i því efni að fá vitneskju og reynslu fyrir því hvaða verkfæri eru hér hentugust, var gert með því að hatda Búsáhaldasýning- una í Reykjavík 1921. Ö!1 þau verkfæri er sýningunni hárust og nothæf þóttu hér á landi voru reynd og •dæmd, almenningi til leiðbeiningar. En útvegun og verslun með þau verkfæri, sem félagið telur æskilegt að útbreiðist, en kaupmenn hafa eigi útsölu á fyrir, tekur Samband íslenskra samvinnufélaga að sér að út- vega mönnum. En upplýsingar öllu þessu viðvíkjandi reynir félagið að gefa svo greiðlega sem unt er. Þeir bændur sem óska eftir að reyna tilbúin áburð- arefni geta snúið sér til félagsins, bæði með það hvernig tilraunum skuti haga — þvi hentugast er, ef bændur reyna sjálfir með einföldum tilraunum hvernig notkun tilbúins áburðar borgar sig hjá þeim — svo sér félagið um að koma pöntunum á áburði á framfæri fyrst um sinn, meðan verslun með hann er í svo smáum stíl sem hún er enn, svo og pöntunum á grasfræi; en nauðsyn- legt er, að slíkar pantanir berist félaginu nokkrum mán- uðum áður en nota skal. Styrkleika og „galvaniseringu" á girðingavír geta bændur fengið rannsakað með því að senda fétaginu nokkurra metra spotta af vírnum. Mælingar fyrir áveitum lætur félagið framkvæma ■eftir þvi sem hægt er að komast yfir, og er hentugast að sem flestir bændur í sama héraði taki sig saman um

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.