Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Side 29

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Side 29
27 unni að ekki verði eftir nema um 0,1%, en eigi aS selja undanrennuna mun vera sanngjarnt að í henni séu um 0,2% feiti. Aftur er um 18% feiti í venjulegum rjóma. Úr ioo lítrum mjólkur með 3,S% feiti fæst þá af rjóma: (3,5 H- 0,2) 100:18 = 18,3 1., og um 80 1. undanrenna. (Um 1,7 1. gengur í súginn). Sé rjóminn seldur á kr. 3,60 og undanrennan á 55 au„ sem er Reykjavíkurverð í ágúst 1921, fæst úr 100 1. mjólkur: 18,3 1. rjómi á 3,60 ...... = kr. 65.88 80,0 1. undanrenna á 0,55 .... = — 44.00 Sámtals .... kr. 109.88 Sé á sama hátt reiknað verð mjólkur með 4% og 3% feiti, verður rjóminn kr. 73.96 og kr. 55,80, en litlu munar aftur á undanrennunni. Feitimunur mjólkur um 1% gildir þá um 20 au. fyrir hvern líter, þegar rjómi og undanrenna eru seld. Innlendur þjóðdrykkur. Kaffidrykkja fer svo hraðvaxandi hér á landi, að undrum sætir. Fyrir 30 árum var kaffidrykkja hér orðin meiri en í flestum löndum öðrum, en síðan hefir hún tvöfaldast. Árið 1917 nam innkaupsverð á innfluttu kaffi rúmum miljón krónum. Auk þess var innflutt te, súkkulaði og kakao fyrir fjórðung miljónar. Kaffi er viðurkendur óhollur drykkur og hefir svift margan mann heilsunni, enda þykir fáum kaffið gott, fyrr en þeir hafa drukkið það alllengi. Á þeim sparnaðartímum, sem nú eru um öll lönd, væri ekki úr vegi að líta eftir, hvort ekki mætti kom- ast hjá þessum afarmikla kostnaði, og um leið óholl-

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.