Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 33

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 33
31 Hreppskilaþing. (Útdráttur úr lögum 1921). Vorþing sé haldið 1.—20. júní og haustþing I.—20. okt. Forfallalaust eiga allir, sem lögskil eiga að gera, að sækja þingið, annars sekir um S kr. Manntalsþing. (Útdráttur úr lögum 1921). Þau byrji 14., 15. eða 16. júní, og sé haldið áfram án tafar. Sjúkrastyrkur. (Útdráttur úr lögum 1921). Fari þurfalingur eftir læknisráði á sjúkrahús, annað en holdsveikraspítala, greiðir framfærslusveitin ^ með- lagskostnaðar — þar með lyf og læknishjálp — þó ekki yfir 400 kr. á ári. Að öðru leyti greiðist kostnað- urinn úr ríkissjóði, en ekki nema fyrir 4 sjúklinga á ári úr sama sveitarfélagi. Þennan styrk má ekki skoða sem sveitarstyrk. Verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður. (Útdráttur úr lögum I921). Þegar keypt eru í einu 200 kg. af tilbúnum áburði (einnar tegundar) eða 300 kg. af kjarnfóðrí, er selj- andi skyldur að afhenda kaupanda tryggingarskjal fyrir gæðum vörunnar. Kaupanda er heimilt að taka sýnishorn (eins og vænt- anieg reglugerð Stjórnarráðsins ákveður) ög láta rann- saka. Reynist varan rýrari en ábyrgst var, greiðir selj- andi kostnaðinn við rannsóknina, — auk skaðabóta til kaupanda, — annars ríkissjóður að hálfu og kaupandi að hálfu.

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.