Eiðakveðja - 01.09.1928, Side 66
-62-
sá Það, að í raun og sannleika amaði eitthvað að
öllum, og Því leið' hann fyrir alla og dó fyrir
alla og sýndi mannkyninu Þannig fórnandi kærleika
Guðs.
Þetta er Þá hið fyrsta, sem við Þurfum til Þess
að halda stefnu samhands okkar og lifa í anda eft--
ir einkunnaroröum Þess, að hafa Krist að fyrir-
mynd. Að vxsu brestur okkur mikið og margt til
Þess að geta fylgt honum - fetað í fótspor hanð.
En Þeim er síður hætt að villast langt úr leið,
sem hefir augun fest á honum. Qkkur fer Þá eins
og. Þeim, sem sjer leiðarstjömuna og stýrir bátn-
um sínum eftir henni. Hann kann að'hrekja til og
frá-af veðri og straumum, en hann veit, hvað stefn-
urrni liðrxr og hefir margfalt betri skilyrði til
Þess að ná lendingu en sá, er starir. aðeins út i
Þoku og myrkur. Eða við likjumst ferðamanninum i
hriðinni, sem kemur auga á ljósið. Sá sem Það
gjb'rir verður trauðla úti. Hann á eftir að koma
heim.
En svo er Það anhað, sem við Þurfum að hafa
hugfast jafnframt Þvi, að Kristur er fyrirmyndin.
Kristindómurinn er einnig i öðrum skilningi Krist-
ur sjálfur. Sá sem vill vera kristinn maður Þarf
einnig að byggja lif sitt á Þvi, að Kristur sje
persónulega i anda nálægur sjer og veiti hjálp
og mátt til fylgdar við sig. Jeg átti einu sinni
tal um Þetta við trúarhetju, er jeg hika ekki að
kalla svo. Hann sagð'i: "'Kristindómurinn er ein-
falt mál. Kristur er eins nærri.okkur og fyrstu
lærisveinum sinum og felur okkur sama hlutverkið,"
já, hann er nærri okkur. Við sjáum Það glögt af
lifi Þeirra, sem hafa lifað hvem dag andlegum
samvistum við hann. Úr djúpi slikrar reynslu eru
t. d. sprotnar játningar eins og Þessar: Sjálfur
lifi jeg ekki framar, heldur lifir Kristur i mjer,
Að lifa er mjer Kristur. Og við sjáum Það einnig
hjá Þeim, sem hafa viljað snúa baki við Kristi.
Þeim hefir mörgum orðið erfitt að spyma á móti