Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 10
Heilbrigt, ungt barn
fer til læknis sem
dælir í það úr risavaxinni
sprautu með mörgum
bóluefnum. Barninu líður
ekki vel og það breytist,
EINHVERFA.
Donald Trump árið 2014.
Landsvirkjun hefur um áratugaskeið
starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks.
Hóparnir sinna uppbyggingu og fegrun
starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna
jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum
víða um land. Samvinna sumarvinnu-
flokka Landsvirkjunar og félagasamtaka,
sveitarfélaga og stofnana hefur skilað
sér í auknum umhverfisgæðum og betri
aðstöðu til útivistar og ferðamennsku.
Í boði er vinnuframlag sumarvinnu-
flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin
lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og
öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum
samfélagsverkefnum.
Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram
vel skilgreind verkefni. Umsóknarform
með nánari upplýsingum er að finna á vef
Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is.
Fyrirspurnir sendist á netfangið
lettverk@landsvirkjun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2019.
Umsóknarform er að finna
á landsvirkjun.is.
Landsvirkjun auglýsir eftir
samstarfsaðilum að verkefninu
Margar hendur vinna létt verk
sumarið 2019.
BANDARÍKIN Bólusetningar eru afar
mikilvægar og því ættu Bandaríkja-
menn að láta bólusetja sig við misl-
ingum. Þetta sagði Donald Trump,
forseti Bandaríkjanna, þegar blaða-
menn spurðu hann um mislingafar-
aldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins
í gær.
Trump hefur áður tjáð sig um
bólusetningar og þá á óvísinda-
legri nótum. Í kappræðum Repúbl-
ikana fyrir forsetakosningarnar
2016 sagði forsetinn að hann væri
hlynntur smærri skömmtum bólu-
efnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er
orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum,
þú getur kíkt á tölfræðina, ekki
nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust.
Ég er algjörlega hlynntur bólusetn-
ingum en ég vil smærri skammta
yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá.
Forsetinn hafði einnig tengt bólu-
setningar við einhverfu árin 2012
og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann:
„Heilbrigt, ungt barn fer til læknis
sem dælir í það úr risavaxinni
sprautu með mörgum bóluefnum.
Barninu líður ekki vel og það breyt-
ist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“
Mýtan um að bólusetningar
valdi einhverfu er lífseig. Hún á
rætur sínar að rekja til rannsókna
breska f y rr verandi læk nisins
Andr ews Wakefield. Sá var sviptur
læknisréttindum sínum fyrir að
birta falsaðar niðurstöður í grein
þar sem hann sagði tengsl á milli
MMR-bóluefnisins, við mislingum,
hettusótt og rauðum hundum, og
einhverfu.
Árið 2010 komst gerðardómur
læknisfræðiráðs Bretlands (GMC)
að þeirri niðurstöðu að Wakefield
hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika
við rannsóknina. Læknisfræðitíma-
ritið Lancet dró í kjölfarið til baka
grein Wakefields, birta árið 1998, og
Richard Horton ritstjóri sagði tíma-
ritið hafa verið blekkt.
Síðan Wakefield birti sínar röngu
niðurstöður hafa f leiri rannsóknir
verið gerðar á tengslum MMR-bólu-
efnis og einhverfu. Dönsk rannsókn
frá því í mars síðastliðnum á 657.461
barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í
Danmörku, leiddi til að mynda í ljós
að MMR-bóluefni eykur ekki líkur
á einhverfu.
Ítrekað hefur verið greint frá erf-
iðri stöðu vegna mislinga í Banda-
ríkjunum undanfarna mánuði.
Í Rockland-sýslu í New York var
óbólusettum börnum um skeið gert
að forðast almenningsrými vegna
faraldurs og í New York-borg voru
íbúar í Williamsburg skyldaðir til
að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé
nefnt.
Bandaríska smitsjúkdómavarna-
stofnunin CDC greindi frá því á
mánudag að 626 mislingatilfelli
hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum
Bandaríkjanna. Raunveruleg tala
er líklega hærri enda ekki öll tilfelli
tilkynnt og nær talan ekki nema til
19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag
greindi CDC svo frá því að talan
stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki
verið meiri frá árinu 2000.
Hlutfall bólusettra hefur lækkað í
Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt
rúm níutíu prósent ungbarna eru
bólusett en til þess að hjarðónæmi
myndist gegn sjúkdómi þarf hlut-
fall bólusettra að vera 95 prósent. Í
ýmsum hverfum New York-borgar
getur hlutfall bólusettra farið alveg
niður í sextíu prósent.
Mislingar eru um þessar mundir
vandamál víðar en í Bandaríkjun-
um. Í Farsóttafréttum sem birtust í
vikunni kom fram að mislingatilvik
hefðu ítrekað komið upp um borð í
f lugvélum sem hafa haft viðkomu
hér á landi frá árinu 2016. Greint var
frá því enn fremur að óbólusettur,
fullorðinn karlmaður hefði komið
til landsins með f lugi í febrúar og
smitað sex einstaklinga.
thorgnyr@frettabladid.is
Trump hvetur fólk til bólusetninga
Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið
einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi
sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. NORDICPHOTOS/AFP
MÓSAMBÍK Að minnsta kosti einn
er látinn eftir að hitabeltislægðin
Kenneth gekk á land í Mósambík
á fimmtudag. Frá þessu greindu
stjórnvöld í Afríkuríkinu í gær.
Þetta er annar mannskæði storm-
urinn sem hrellir Mósambík á ein-
ungis sex vikum en rúmlega þúsund
fórust þegar Idai reið yfir Mósambík
og nágrannalönd í síðasta mánuði.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðun-
um hefur rúmlega þrjátíu þúsund
manns verið gert að yfirgefa heimili
sín vegna Kenneths. Talið er að sjö-
tíu þúsund séu í bráðri hættu vegna
stormsins.
Meðalvindhraði Kenneths var
77,8 metrar á sekúndu þegar storm-
urinn gekk á land. Hann olli því
gríðarlegu tjóni í norðurhluta rík-
isins. Hús hrundu, tré rifnuðu upp
með rótum og víða varð rafmagns-
laust. Sjávarf lóð vegna Kenneths
hafa einnig valdið töluverðu tjóni.
Mark Lowcock, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna
á sviði mannréttindamála, sagði að
þörf væri á öðru stórfelldu mannúð-
arátaki í Mósambík vegna storms-
ins.
„Þetta er í fyrsta skipti sem tvær
hitabeltislægðir ganga á land í
Mósambík með svo stuttu millibili,“
sagði hann. – þea
Annar manndrápsstormur
skellur á Mósambík
SRÍ LANKA Ranil Wickremesinghe,
forsætisráðherra Srí Lanka, hefur
ekki í huga að segja af sér. Þetta
sagði hann við BBC í gær. Ítarlega
hefur verið fjallað um það undan-
farna daga að srílanska leyni-
þjónustan fékk upplýsingar um að
hryðjuverkaárásir gætu verið yfir-
vofandi. Upplýsingarnar komust
ekki til stjórnvalda og svo fór að
um 250 fórust í árásum á páskadag.
Nú þegar hefur varnarmálaráð-
herra sagt af sér vegna málsins. Srí-
lanskir stjórnmálamenn hafa sagt
að ef upplýsingarnar hefðu komist
á réttan stað hefði mögulega verið
hægt að koma í veg fyrir árásirnar
eða takmarka skaðann.
„Ef við hefðum haft einhverja
hugmynd en ekki gert neitt í málinu
þá hefði ég sagt af mér tafarlaust. En
hvað á maður að gera þegar maður
fær ekki neinar upplýsingar?“
spurði Wickremesingje í viðtalinu.
Maithripala Sirisena forseti
greindi frá því í gær að Zahran
Hashim, öfgafullur predikari og
meintur höfuðpaur árásanna, hafi
látist er hann gerði árás á Shangri-
La hótelið í Colombo. – þea
Hyggst ekki segja af sér
Gríðarlegt tjón varð er Idai skall á Mósambík nú í mars. NORDICPHOTOS/AFP
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
0
-5
3
7
4
2
2
E
0
-5
2
3
8
2
2
E
0
-5
0
F
C
2
2
E
0
-4
F
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K