Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 20
Nýjast Liverpool - Huddersfield 5-0 1-0 Naby Keita (1.), 2-0 Sadio Mané (23.), 3-0 Mohamed Salah (45.), 4-0 Sadio Mané (66.), 5-0 Mohamed Salah (83.) Enska úrvalsdeildin Íslandsmótið hófst að Hlíðarenda Pepsi max-deild karla hófst í gærkvöldi með leik Vals og Víkings á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Umferðinni lýkur svo með fimm leikjum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Valskonur geta í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri þegar Valur tekur á móti Kef lavík í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Domino’s-deildar kvenna. Valskonur leiða einvígið 2-0 en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. Með því yrði Valur handhafi þriggja stærstu titl- anna á Íslandi og um leið Íslands- meistari í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Allt annað en sigur þýðir að tímabilinu er lokið hjá Keflavík. Þetta verður áttunda viðureign liðanna á þessu tímabili og hefur Valsliðið unnið síðustu sex leikina eftir komu Helenu Sverrisdóttur í lið Vals. Keflavík komst nálægt því að jafna metin þegar liðin mættust í síðasta leik í Keflavík en með öfl- ugum varnarleik náði Valsliðið að sigla sigrinum heim og steig stórt skref í átt að titlinum. Leikurinn hefst klukkan sex í Valsheimilinu. – kpt Tímabilið í húfi hjá Keflavík Valskonur eru einum sigri frá því að vinna þrefalt í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR GOLF Kylfingurinn Valdís Þóra Jóns- dóttir úr GL var einu höggi frá því að ná niðurskurði á Lalla Meryem-mót- inu á LET-mótaröðinni í golfi.  Skaga- mærin kom í hús á 77 höggum í gær, fjórum höggum yfir pari vallarins og samtals á sjö höggum yfir pari í Marokkó. Valdís fékk þrjá fugla í gær. þrjá skolla og tvo skramba sem reyndust henni dýrkeyptir. Það mátti litlu muna að Valdís kæmist áfram því niðurskurðarlínan miðaðist við sex högg yfir pari. – kpt Munaði einu höggi hjá Valdísi Fleiri xxxxxxxxxxxxxx er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS  FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er óðum að nálg- ast fyrri styrk þessa dagana eftir baráttu við erfið bakmeiðsli. Það kom í ljós að neðst í mjóbakinu var sprunga vegna álags og þurfti hún því að taka sér hvíld frá æfingum með spjótið síðasta haust. Aðspurð sagðist hún ekki finna fyrir þessum meiðslum í dag þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé búið að ná sér að fullu en ég finn ekki til í bakinu þar sem álagsbrotið var. Ég er pínu viðkvæm fyrir því að vöðvar í bakinu stífni en þá er líkaminn f ljótur að láta mig vita. Álagsbrotið hefur ekki verið til ama, ég hef verið að kasta á fullu og ég hef ekki fundið fyrir þessu.“ Hún tók undir að það væri léttir að vandræðin væru vonandi að baki. „Það er virkilega góð tilfinning, þetta er búið að ganga betur en ég vonaðist til. Þegar maður er að glíma við svona meiðsli er alltaf von á bakslagi en það hefur ekki gerst ennþá.“ Ásdís er þessa dagana að æfa í Svíþjóð og undirbúa sig fyrir fyrsta mót ársins í maí. „Aðstæðurnar hérna eru til fyrir- myndar og veðrið er frábært,“ sagði hún hlæjandi en hún fór einnig til Suður-Afríku fyrr í vetur til að halda undirbúningnum áfram. „Það gekk svakalega vel að kasta í Suður-Afríku. Þar kastaði ég í fyrsta sinn með fullri atrennu aftur. Ég vissi það áður en ég fór að það væri þarna sem ég myndi komast að því hvort þetta væri í lagi eða ekki. Ég var aðeins byrjuð að kasta en við fórum út til að láta á þetta reyna og það gekk eins og í sögu. Auðvitað fór maður varlega í fyrstu en við erum að auka hraðann og taka eitt skref í einu. Æfingarnar í apríl hafa gengið mjög vel, þær hafa verið þungar en þegar nær dregur keppni verða þær léttari og snúast meira um gæði kastanna.“ Ásdís kvaðst vera spennt að byrja að keppa á ný. „Fyrsta mótið er 22. maí í Nor- egi. Ég er á leiðinni til Portúgals í æfingabúðir og stoppa stutt á Íslandi á leiðinni á mótið,“ sagði Ásdís sem játaði því að hún væri með annað augað á HM í haust. „Það er auðvitað markmiðið. Fyrst og fremst vil ég bara geta keppt aftur og ekki fundið til í bakinu en árangurslega séð langar mann auðvitað á HM. Ef ég næ fullri heilsu get ég kastað langt og ég var að ná því í Suður-Afríku þannig að auðvitað er ég bjartsýn.“ Ásdís hefur keppt á síðustu þrennum Ólympíuleikum „Það er búið að gefa út lágmörkin og maður er með þau á bak við eyrað en það er verið að breyta kerfinu. Það var sett mjög strangt lágmark, 64 metrar sem einhverjar 10-15 stelpur ná. Svo koma 22 keppendur inn af styrkleikalista en auðvitað ef gengur vel væri það draumur að ná 64 metrum í ár. Bæta Íslandsmetið og vera búin að ná lágmarkinu í staðinn fyrir að vera í stressi næsta sumar.“ kristinnpall@frettabladid.is Gengið framar væntingum Endurhæfingarferli Ásdísar Hjálmsdóttur hefur gengið eins og í sögu og er hún á réttri leið fyrir fyrsta mót ársins í næsta mánuði. Ásdís er hægt og bítandi að auka hraðann á æfingunum stefnir á HM í haust. Ásdís kastar hér spjótinu á Evrópumótinu í frjálsum sem fór fram í Berlín síðasta sumar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Al Arabi frá Katar sem leikur undir stjórn Heimis Hall- grímsson komst áfram í katörsku bikarkeppninni í knattspyrnu karla með 3-1 sigri gegn Umm Salal í Emír-bikarnum í gær. Emír-bikarinn er keppni í Katar þar sem liðin úr efstu tveimur deild- unum etja kappi. Þessi sigur þýðir það að Al Arabi er komið í  átta liða úrslit keppninnar. Wilfried Bony, sem lék áður með Swansea og Manchester City, kom lærisveinum Heimis á bragðið í leiknum. - hó Heimir komst áfram í bikarnum 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -3 A C 4 2 2 E 0 -3 9 8 8 2 2 E 0 -3 8 4 C 2 2 E 0 -3 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.