Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 2
Veður
Skýjað með köflum og smá skúrir
víða um land í dag, þokusúld úti við
A-ströndina, en talsverð rigning SA-
til um kvöldið. Hiti víða 8 til 15 stig,
en mun svalara við A-ströndina.
SJÁ SÍÐU 40
Lyngrósin Vigdís komin heim
Lyngrósin Vigdís, sem nefnd var í höfuðið á Vigdísi Finnbogadóttur, var af hent Grasagarði Reykjavíkur í gær, að Vigdísi sjálfri viðstaddri. Það
var fyrrverandi forstöðumaður lyngrósagarðsins í Milde í Noregi sem gaf rósinni þetta fallega nafn og ætlaði að færa Vigdísi blómvönd af lyng-
rósinni í opinberri heimsókn árið 1992. Ekkert varð af heimsókninni þá, en nú er Vigdís loksins komin heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
MENNING Vonskuveður og veikindi
eru meðal ástæðna fyrir því að
heimildarmynd sem þingmaðurinn
fyrrverandi Árni Johnsen hóf að
vinna að um Scoresbysund á Græn-
landi árið 2014 hefur ekki enn litið
dagsins ljós. Árni var duglegur að
sækja styrki til verkefnisins, meðal
annars af skúffufé ráðherra, en ekki
hefur tekist að ljúka við myndina.
Árni segir í samtali við Fréttablaðið
að hann sé þó enn vongóður um að
það takist.
„Verkefnið stendur þannig að
það er svona hálfnað,“ segir Árni
aðspurður um stöðu verkefnisins
sem fjallað var nokkuð um í fjöl-
miðlum á sínum tíma. Hann segir
ýmsar ástæður fyrir því að myndin
hafi tafist.
„Það tafðist svolítið því við lent-
um í rosalegum veðrum, svo lenti ég
á spítala í sex mánuði en það kemur.
Þetta er í gangi.“
Fréttablaðið sagði frá því í árs-
byrjun 2016 að tveir ráðherrar
þáverandi ríkisstjórnar hefðu veitt
heimildarmyndarverkefninu styrk
af ráðstöfunarfé sínu, sem jafnan er
kallað skúffufé ráðherra og þeim er
frjálst að ráðstafa í verkefni að eigin
vali. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem
þá var sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, styrkti verkefnið
með skúffufé sínu sem og Gunnar
Bragi Sveinsson sem þá var utan-
ríkisráðherra. Síðar sama ár veitti
svo þáverandi innanríkisráðherra
Ólöf Nordal verkefninu 600 þúsund
krónur í styrk af skúffufé sínu. Verk-
efnið hefur því fengið hundruð þús-
unda í styrki frá allavega þremur
ráðherrum fyrri ríkisstjórna.
Árni lýsti, í viðtali við Frétta-
blaðið árið 2016 vegna styrkveiting-
anna, verkefninu sem afar kostnað-
arsömu. Sagði hann Scoresbysund
vera lengsta fjörð í heimi með um
þúsund fjöllum og tugum skrið-
jökla. Verkefnið er því augljóslega
viðamikið.
„Þetta er rosalegt verkefni. Það
áttar sig enginn á því sem þekkir
ekki til þarna. Þetta er svo mikið
flæmi og fjölbreytt,“ segir Árni um
stærðargráðu verksins nú.
Morgunblaðið fjallaði um fyrstu
ferð Árna og Friðþjófs Helgasonar
kvikmyndatökumanns í fjörðinn í
september 2014. Lýsti Árni þar vilja
sínum til að fanga hrikalega nátt-
úru, dýralíf og mannlíf á þessum
fáförnu og afskekktu slóðum á
Norðaustur-Grænlandi á filmu.
mikael@frettabladid.is
Árni bjartsýnn á að
klára heimildarmynd
NÁNAR Á UU.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
VERÐ FRÁ 77.900 KR.
Árni Johnsen hefur lengi haft taugar til Grænlands og unnið um árabil að
gerð heimildarmyndar um Scoresbysundið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þetta er rosalegt
verkefni. Það áttar
sig enginn á því sem þekkir
ekki til þarna.
Árni Johnsen
Þingmaðurinn fyrr-
verandi segir heimildar-
mynd um Scoresbysund
á Grænlandi hálfnaða.
Gerð myndarinnar hafi
tafist af ýmsum ástæð-
um. Fékk hundruð
þúsunda í styrki til
verkefnisins af skúffufé
nokkurra ráðherra.
UMHVERFISMÁL Þorsteinn Þor-
steinsson, sérfræðingur í jöklarann-
sóknum hjá Veðurstofu Íslands,
segir að samkvæmt nýrri mælingu
á ís Snæfellsjökulls sé hann aðeins
um 30 metra þykkur. Flatarmál
hans er meira en helmingi minna
en fyrir 110 árum og útlit er fyrir
að hann verði að mestu horfinn um
miðja þessa öld.
Samkvæmt grein Þorsteins á
vef Veðurstofu Íslands var borað í
jökulinn á mánudaginn til að mæla
vetraraf komu hans. Snjókjarni
var boraður í um 1.350 metra hæð,
sunnan Miðþúfu. Kjarninn var vigt-
aður, eðlisþyngd hans ákvörðuð og
lagskipting skráð. Hitastig snjósins
var mælt og reyndist það vera innan
við -2 gráður í öllu vetrarlaginu.
Mælingin kom Þorsteini ekki
á óvart. Full ástæða sé til að fjár-
magna reglulegar afkomumælingar
á jöklinum til að auka þekkingu á
viðbrögðum íslenskra jökla við
loftslagsbreytingum.
Jökullinn er nú um 10 ferkíló-
metrar að f latarmáli en var 22 fer-
kílómetrar árið 1910. – bg
Jökullinn
að hverfa
GETRAUNIR Heppinn Siglfirðingur
sem vann tæpar 40 milljónir í Lottó-
inu laugardaginn 13. apríl gerir ráð
fyrir að láta það verða sitt fyrsta
verk að endurnýja farsíma sinn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íslenskum getraunum var það til-
viljun ein sem réð því að hann
keypti miðann yfirhöfuð. Sá heppni
hafði verið svangur á ferðinni og
komið við hjá Olís til að fá sér að
borða þegar hann sá á skjánum
hjá Lot tó kassanum að potturinn
stefndi í 40 milljónir. Hann á kvað
því að kaupa miða og skilaði það
sér svo sannar lega.
„Kannski kaupi ég mér nýjan
síma þar sem minn er orðinn gam-
all,“ sagði vinnings hafinn. „En svo
ætla ég líka að leyfa fólkinu mínu að
njóta vinningsins með mér,“ bætti
hann við. – smj
Milljónungur
endurnýjar
símann sinn
Snæfellsjökull, sem ekki á langt
eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Flatarmál jökulsins er
meira en helmingi minna en
fyrir 110 árum.
2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
0
-1
D
2
4
2
2
E
0
-1
B
E
8
2
2
E
0
-1
A
A
C
2
2
E
0
-1
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K