Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 4
Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leikskólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélag- anna. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis­ flokksins SKÓLAMÁL Leikskólakennurum í Reykjavík hefur fækkað um 89 á fjórum árum á sama tíma og fjöldi stöðugilda hefur staðið í stað. Sam- kvæmt tölum skóla- og frístunda- sviðs sem koma fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisf lokksins hefur leikskóla- kennurum fækkað um 22 á ári að meðaltali á árunum 2015 til 2018. Börnum hefur á sama tíma fækkað um rúmlega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórnendum hefur fækkað um níu á tímabilinu. Árið 2015 störfuðu 348 leikskólakennarar á 62 leikskólum í Reykjavík, árið 2018 voru þeir 259. Valgerður Sigurðardóttir, skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að Reykjavíkurborg þurfi að ráðast í naflaskoðun til að stöðva fólksflóttann. „Þetta er ástand sem Reykja- víkurborg þarf að bregðast við. Það þarf að tala við fagfólkið, leik- skólakennarana, um hvað sé best að gera,“ segir Valgerður. „Við höfum misst 22,25 menntaða leikskóla- kennara á hverju ári síðustu fjögur ár. Það er fólksflótti úr stéttinni, það er virkilega sláandi að sjá fagfólki fækka svona mikið á svona stuttum tíma. Stöðugildunum er ekki að fækka, svo er öðru starfsfólki með uppeldismenntun ekki að fjölga til að vega upp á móti.“ Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum í leikskólum að vera menntaðir leikskólakennarar. Þegar stjórn- endur eru taldir með var hlutfallið 32 prósent árið 2015 en var komið niður í tæplega 26 prósent árið 2018. „Þegar við deilum þeim kennurum sem eru eftir niður á alla leikskóla borgarinnar þá erum við að tala um Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskóla- kennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. Börnum á leikskólum borgarinnar hefur fækkað um rúmlega 700 á síðustu fjórum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ✿ Þróunin frá ’15 til ’18 2015 2016 2017 2018 Leikskólak. 348 321 273 259 Stjórnendur 121 117 116 112 Stöðugildi 1.458 1.434 1.422 1.434 Börn 5.734 5.420 5.241 5.036 fjóra leikskólakennara í hverjum skóla. Það gleymist að leikskól- arnir eru fyrsta skólastigið. Ef þetta heldur svona áfram þá mun faglegt starf leggjast af og leikskólarnir okkar breytast í gæsluvelli,“ segir Valgerður. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta vandamál einskorðast alls ekki bara við borgina. Að fjölga leik- skólakennurum er stærsta áskorun sveitarfélaganna. Það mun ekki einungis bæta gæði náms í leik- skólum heldur einnig bæta starfsað- stæður leikskólakennara því einn af álagsþáttunum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ segir Haraldur. „Þrátt fyrir fjölgun í leikskólakenn- aranámi er nýliðun langt frá því að vera nægileg.“ Það þurfi að gera laun samkeppn- ishæf við laun annarra sérfræðinga, fækka börnum á hvern starfsmann og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfs- tíma. Segir hann það verða verkefni næstu kjarasamninga sem losna í lok júní. arib@frettabladid.is 98% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins greiddu atkvæði með Lífskjarasamningnum Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasamtaka Íslands á von á því að sveitarfélög um allt land muni styrkja stofnun rafíþróttadeildar sem hóf göngu sína í vikunni. Jákvæð viðbrögð hafa komið samtökunum í opna skjöldu. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags. Þörf er fyrir 2.800 sjúkraliða, en fjöldi þeirra er aðeins 2.100 um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að lífskjarasamningarnir hafi verið samþykktir. Hún mun funda með aðilum vinnu- markaðarins í maí og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í. TÖLUR VIKUNNAR 21.04. 2019 TIL 27.04. 2019 Þrjú í fréttum Rafíþróttir, sjúkraliðar og samningar Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið NÝR RAM 3500 2019 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI FRUMSÝNDUR UM MIÐJAN MAÍ ramisland.is 6.723 sinnum var fyrsta þætti í nýrri seríu Game of Thrones hlaðið niður af Deildu.net 400 gígavattstundir töpuð­ ust við flutning orku frá virkjunum á síðasta ári 300 manns hafa verið rannsakaðir vegna berkla­ smits í febrúar á þessu ári 253 fórust í röð hryðjuverka á Srí Lanka í byrjun viku 11% er stærð hlutarins sem bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital keypti í Icelandair 2.100 sjúkraliðar eru starf­ andi á Íslandi í dag og er meðalaldur þeirra 47 ár 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -3 0 E 4 2 2 E 0 -2 F A 8 2 2 E 0 -2 E 6 C 2 2 E 0 -2 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.