Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Qupperneq 10
10http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015
aett@aett.is
Í hallanum þar sem Lyngdalsheiðin mætir láglend-
inu í austri, í landnámi Ketilbjörns gamla, raða sér
nokkrir bæir, þar á meðal Neðra-Apavatn. Sjálft
Apavatnið breiðir úr sér í kvosinni austan við
bæinn, sneisafullt af silungi líkt og þegar Sighvatur
Þórðarson, hirðskáld tveggja Noregskonunga, og
einn af áhrifamestu ráðgjöfum norska konungsins,
át úr því fiskinn góða með haus og sporði og hlaut
við það skáldskapargáfuna.
Það mun hafa verið laust eftir árið 1000 en
Sighvatur var fæddur árið 995 og ólst upp á Neðra-
Apavatni. Hann safnaðist til feðra sinna um 1045.
950 árum seinna hlaupa þrjú lítil börn, af sama bæ,
út í kartöflugarðinn sem breiðir úr sér á hallandi flöt
vestan við bæinn. Flötin kallast Stefnuvöllur. Örnefni
sem fylgt hefur jörðinni mann fram af manni. Það er
að koma haust og uppskeran bíður. Uppskera sem
enginn hafði þó búist við.
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Stefnuvöllur og Apavatnsför
Hverfum aftur um tæp átta hundruð ár.
Tveir voldugustu höfðingjar á Íslandi, bítast
um völdin, þeir heita Sturla Sighvatsson og Gissur
Þorvaldsson. Sturla er valdamestur höfðingja og
etur kappi við Gissur, fyrirliða Haukdæla, sem er
valdamesti maður í Árnesþingi. Gissur bjó um þess-
ar mundir á Reykjum í Ölfusi. Hann var meðalmað-
ur á vöxt og allra mann best á sig kominn, vel limað-
ur og snareygður. Hann var frændríkur og voru allir
hinir bestu bændur fyrir sunnan land og víðar vinir
hans. Þeim Gissuri og Snorra Sturlusyni var einnig
vel til vina.
Báðir vildu þeir Gissur og Sturla ná yfirráðum yfir
Íslandi með Noregskonung að bakhjarli. Yfirgangur
og ofsi Sturlu var mikill. Hann óttaðist að Gissur
„Þeir brugðu við hart“ segir um Apavatnsför í sam-
tímalýsingu Sturlu Þórðarsonar í Sturlungu, „og brotn-
uðu spjótsköft þeirra sum.“ (Ljósmynd Stofnun Árna
Magnússonar)
Sigurlín litla Grímsdóttir var aðeins fimm ára gömul
þegar hún í kartöflugarðinum á Neðra-Apavatni rak
tána í eitthvað hart, eitthvað sem gat alls ekki verið
kartafla. Nánari athugun leiddi í ljós gamalt, ryðgað
spjót. (Ljósmynd Þjóðminjasafn)