Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 aett@aett.is Seint á 19. öld flutti fimmti partur íslensku þjóð- arinnar af landi brott til Vesturheims. Kanadastjórn bauð Evrópubúum þá að setjast að í landi sínu og það sama gerðu yfirvöld í hinni strjálbyggðu og fjarlægu Ástralíu. Þangað í suður hélt þó að- eins einn Íslendingur. Í meira en öld voru afdrif Þorvaldar jarðyrkjumanns frá Bryggjum ókunn jafnt ættmennum hans og ættfræðingum hér heima. Fréttir af Þorvaldi og andláti hans bárust fyrst um aldamótin 2000 þegar aldargömul bók eft- ir Thorvald Weitemeyers barst í hendur Magnúsi Ó. Ingvarssyni í Keflavík. Sú bók kemur nú út í ís- lenskri þýðingu Ragnars heitins Böðvarssonar ætt- fræðings undir heitinu Vinur Landeyings. Í bókinni sem hét í fyrstu útgáfu Missing friend rekur danskur ævintýramaður sögu sína í Drottningarlandi í Ástralíu og segir um leið sögu vin- ar síns og ferðafélaga frá Íslandi. Sveitadrengs sem var alltof blíðlyndur fyrir hið hrjúfa líf óbyggðanna. Þorvaldur frá Bryggjum var kominn langt að heiman þegar hann veiktist skyndilega í tjaldi sínu á regnvot- um degi í janúarmánuði 1874. Frásagnir af andláti hans eru hinar ævintýralegustu og rithöfundurinn gef- ur skáldfáki sínum lausan tauminn. Öll frásögn Weitemeyers af lífi landnemanna í Ástralíu er lífleg og skemmtileg. Hann gerir lítið til að fegra sjálfan sig og segir jafnt frá eigin hetjudáð- um og asnaskap. Ferðalangurinn kemst í hann krapp- an í baráttu við flóð, sjúkdóma og krókódíla. En hann er ekki síður í vandræðum þegar hann reynir að temja sér siði breskra herramanna og leggur á flótta undan unnustu sem tekur að sér að temja hinn óstýriláta sögumann. Bók Weitemeyers kom fyrst út á ensku 1892. Árið 1914 kom út dönsk þýðing og hét En udvandrers æventyr i Australien fortalt af ham selv. Þýðandinn W. Dreyer segir þar í formála að frásögnin sé bæði merkileg og fyndin, og er það ekki ofmælt. Ættir og uppruni Í inngangskafla fjallar Magnús Ingvarsson lítillega um Ástralíufarann Þorvald og ætt hans og segir þar: Þorvaldur Halldórsson fæddist á Bryggjum í Krosssókn í Landeyjum og var skírður þar 7. mars 1847. Hann var sonur hjónanna þar, Halldórs Þorvaldssonar og Kristínar Sigurðardóttur. Halldór var fæddur í Þúfu á Landi þann 3. febrúar 1810, d. 8. febrúar 1880. Kristín var fædd 14. september 1817, d. 1. ágúst 1880. Samkvæmt manntölum 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870 og 1880 bjuggu þau í Kirkjulandshjáleigu, síðar á Bryggjum og loks í Álfhólahjáleigu. Þorvaldur hlýtur að vera fæddur á Bryggjum, að minnsta kosti voru foreldrar hans ábú- endur þar þegar hann fæddist og var skírður þar. Þorvaldur var sjötti í röð 12 alsystkina, en eitt barn hafði faðir hans eignast fyrir hjónaband og var það sonur, Jón (1834–1856), sem dó 22 ára gamall í Álfhólahjáleigu, vinnumaður hjá föður sínum. Móðir hans var Guðrún Ólafsdóttir (1810–1879), síðar hús- móðir á Raufarfelli. Börn Halldórs og Kristínar voru: Jón (1840–1840), Kristín (1841–1851), Ingunn (1843– 1923), Sigurður (1844–1935), Sesselja (1845–1924), Þorvaldur (1847–1874), Jón (1848–1926), Auðunn (1849–1851), Guðlaugur (1851–1851), Kristín (1852– 1898), Jón (1859–1859) og Margrét (1860–1904). Eins og hér má sjá dóu fimm af þessum alsystkinum 10 ára eða yngri en sjö komust til fullorðinsára. Bóndadóttir sýslumannsfrú Þorvaldur lærði lestur, skrift og reikning eins og þá var títt um börn, enda var það skylda foreldra að kenna þeim þessar listir. Þegar hann fermdist árið 1862, 14 eða 15 ára, fær hann góðan vitnisburð hjá prestinum, sem segir að kunnátta hans sé ágæt. Eins Bjarni Harðarson: Meðan þúsundir fóru til Vesturheims hélt einn í austur: Sagan af Ástralíufaranum Þorvaldi frá Bryggjum Þýðing bókarinnar Vinur Landeyings var síðasta verk Ragnars Böðvarssonar en hann lést 24. maí 2014. Ljósmynd: Anna María Sigurjónsdóttir.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.