Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 13
KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll M Á N U D A G U R 1 3. M A Í 20 19 Active Liver - Daglegt detox! Osushi Tryggvagötu 30% afsláttur í hádeginu alla virka daga „Markmið mitt í sumar er að reyna að gera betur en í fyrra,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Vill vera meira en efnileg Alexandra Jóhannsdóttir, sem var valin efnilegasti leikmaður síðasta árs í efstu deild kvenna í knattspyrnu, stefnir hærra á tímabilinu sem er nýhafið. Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu hófst snemma í maímánuði og stefnir í skemmtilegt og spennandi Íslands- mót eins og undanfarin ár. Einn þeirra leikmanna sem koma vel undirbúnir til leiks er Alexandra Jóhannsdóttir í Breiðabliki en hún var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðasta ári þar sem hún m.a. skoraði fimm mörk og átti stóran þátt í að liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum. „Markmið mitt í sumar er að reyna að gera betur en í fyrra og gera allt sem ég get til að liðinu gangi sem best. Liðið ætlar sér að vinna titla en við einbeitum okkur samt bara að einum leik í einu og sjáum hvert það leiðir okkur. Ég ætla í háskóla í haust svo að ég er ekkert að stressa mig á því að fara í atvinnumennsk- una erlendis. Ef eitthvað gott býðst þá er aldrei að vita hvað maður gerir. Það er klárlega markmiðið að fara út einn daginn í atvinnu- mennskuna.“ Hún segir það hafa komið sér á óvart að vera valin efnilegasti leikmaðurinn eftir síðasta tímabil. „Ég átti alls ekki von á þessu fyrir tímabilið en valið bara hvetur mig til að gera enn betur í ár. Það eru mjög margir efnilegir leikmenn á landinu svo ég þarf bara að halda áfram að æfa vel til að ná lengra en að vera efnileg.“ Fékk góðan stuðning Alexandra var sex ára gömul þegar hún hóf að æfa fótbolta með Haukum í Hafnarfirði en hafði áður æft fimleika. „Árið 2012 hóf ég einnig að æfa handbolta samhliða fótboltanum og hélt því áfram þar til ég varð sextán ára. Draumurinn hefur alltaf verið að ná langt í fótboltanum og mig hefur lengi dreymt um að komast í landsliðið.“ Hún segir foreldra sína hafa stutt sig vel alla tíð og þakkar þeim mikið árangur sinn. „Þau hafa stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og gert allt sem þau Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F A -0 B 9 C 2 2 F A -0 A 6 0 2 2 F A -0 9 2 4 2 2 F A -0 7 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.