Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR FIAT DUCATO Verð frá 4.024.194 án vsk. 4.990.000 m/vsk. FIAT TALENTO L2H1 Verð frá 3.298.387 án vsk. 4.090.000 m/vsk. FIAT DOBLO Verð frá 2.225.806 án vsk. 2.760.000 m/vsk. FIAT FIORINO Verð frá 1.854.032 án vsk. 2.299.000 m/vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LÖGREGLUMÁL Umdeildur ráðuneyt- isstarfsmaður hefur verið skipaður formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Háttsemi starfsmannsins, Skúla Þórs Gunnsteinssonar, hefur tví- vegis orðið tilefni fjölmiðlaumfjöll- unar, í báðum tilvikum vegna óvið- eigandi ummæla í tölvupóstum sem hann sendi úr netfangi sínu í innan- ríkisráðuneytinu. Fyrst vegna konu sem stóð í sambúðarslitum við per- sónulegan vin Skúla Þórs og tveimur árum síðar um Afstöðu, hagsmuna- félag fanga, og starfsmenn umboðs- manns Alþingis. „Afstaða og ráðuneyti dómsmála áttu mjög hreinskilið og afdráttar- laust samtal um Skúla Þór Gunn- steinsson eftir hans skelfilega særandi orð um talsmenn fanga. Í því samtali sannfærði ráðuneytis- stjórinn okkur í Afstöðu um að Skúli fengi ekki að starfa við málaflokk- inn að nýju,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sem kom af fjöllum þegar blaðamaður bar undir hann skipun Skúla Þórs. Árið 2016 lét Skúli, sem þá fór með fangelsismál í innanríkisráðuneyt- inu, niðrandi orð falla um Afstöðu, félag fanga, í tölvupósti til skrif- stofustjóra í ráðuneytinu. Formaður Afstöðu fékk afrit af póstinum af misgáningi. Í sama tölvupósti lét Skúli einnig óviðeigandi orð falla um starfsmenn umboðsmanns Alþingis en erindi tölvupóstsins var fyrirhuguð svör ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns í máli sem varðaði málefni fanga. Í kjölfarið var Skúli færður af því sviði sem hann hafði starfað á í inn- anríkisráðuneytinu og yfir á sveitar- stjórnarsvið ráðuneytisins. Eftir að innanríkisráðuneytinu var skipt upp varð Skúli starfsmaður sveitar- stjórnarráðuneytisins, á skrifstofu rafrænna samskipta. Aðspurður segir Guðmundur Ingi að þrátt fyrir að Skúli Þór sé ekki beinlínis að móta stefnu í málefnum fanga lengur sé hann að skapa for- dæmi fyrir lögreglu í starfi og aug- ljóslega þannig að hafa áhrif innan réttarvörslukerfisins þar sem hann hefur þegar fyrirgert trausti sínu. „Þegar kemur að óháðum vörðum í kerfi okkar, þá ber að finna þá sem flekklausir eru,“ segir Guðmundur Ingi. Árið 2014 kvartaði kona undan Skúla Þór við innanríkisráðuneytið vegna orða sem hann lét falla um hana í tölvupósti til starfsmanns Barnaverndarstofu. Efni tölvupósts- ins var sambúðarslit konunnar við persónulegan vin Skúla. Lét hann ýmis niðrandi orð falla um konuna og meinta persónubresti hennar í póstinum sem var skrifaður úr net- fangi ráðuneytisins. Ráðuneytið bað konuna afsökunar. Formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu er skipaður af dómsmálaráðherra til fjögurra ára. Í desember síðastliðnum óskaði þáverandi formaður nefndarinnar, Trausti Fannar Valsson, lausnar frá formennsku, vegna anna í aðal- starfi sínu, en hann er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmála- ráðherra, skipaði Skúla Þór formann nefndarinnar í hans stað. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins segir að ráðuneytinu sé kunnugt um fram- angreind atvik. „Það er mat ráðu- neytisins að Skúli Þór hafi dregið lærdóm af því sem vísað er til í fyrir- spurninni og það komi ekki í veg fyrir að hann taki að sér verkefni í framtíðinni.“ arib@frettabladid.is Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðr- andi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016. Dómsmálaráðuneytið segist bera fullt traust til nýs formanns. Nefnd um eftirlit með lögreglu var sett á laggirnar 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Úr tölvupósti Skúla til skrifstofustjóra 2016 „Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli. Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðs- manns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :p og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, þ.e. Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við þessa reglurnar.“ Hlutverk nefndar um eftirlit með lögreglu: • Að taka við kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við fram- kvæmd starfa hans. • Að taka við kvörtun vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lög- reglu sem fer með lögreglu- vald. • Að taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkams- tjóni í tengslum við störf lög- reglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. • Að taka atvik og verklag lög- reglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar nefndin telur tilefni til. REYKJAVÍK Skólahaldi hefur verið aflýst í Seljaskóla í dag vegna elds sem kom upp í þaki skólahúss- ins aðfaranótt sunnudags. Stóð slökkvistarf fram yfir hádegi í gær. Magnús Þór Jónsson skólastjóri segir að nú sé leitað leiða til þess að hægt sé að ljúka skólaárinu með sem minnstri röskun. „Þetta er gríðarlegt tjón. Á hús- inu sem kviknaði í eru mjög miklar skemmdir sem við erum að reyna að meta en við þurfum að fara nánar í það,“ segir hann. Magnús segir þó að húsið sé ekki gjörónýtt. „Sem betur fer virðist ytra byrðið að mestu leyti standa en það er of boðslegt vatnstjón og innanstokksmunir nær allir ónýtir.“ Aðspurður um eldsupptök segist hann ekki vita hver þau voru. „Lög- reglan var á vettvangi áðan og það er unnið að því að fá skýrari mynd, þetta liggur ekki alveg ljóst fyrir,“ segir Magnús. Stutt er síðan eldur kom síðast upp í þaki Seljaskóla, en í byrjun mars kviknaði þar eldur sem þó Gríðarlegt tjón í bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudags Skólahald í Seljaskóla fellur niður í dag vegna brunans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR olli ekki miklu tjóni. „Þetta er eldur í þaki og þar er loftræstikerfið og fleira. Við treystum því bara að það verði rýnt í alla koppa og að allir krókar og kimar verði skoðaðir svo að það sé hægt að fá alvöru úttekt á því hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Magnús. Hann ítrekar þó að öryggi skóla- barna sé ætíð í fyrirrúmi. „Hags- munir barnanna eru alltaf settir í algjört fyrirrúm, en það er alveg ljóst að það gengur ekki að búa við þetta svona.“ – jt ALÞINGI Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra um þungunarrof. Miklar deilur hafa staðið um það ákvæði frumvarpsins að heimila þungunar- rof fram á 22. viku meðgöngu óháð því hvaða ástæður liggja að baki. Við þriðju umræðu málsins í dag verða meðal annars greidd atkvæði um breytingartillögur, annars vegar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og hins vegar frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins. Leggur Páll til að þungunarrof verði heimilað fram á 20. viku en Anna Kolbrún leggur til að miðað verði við 18. viku meðgöngu. Þá hafa þingmenn Flokks fólksins lýst yfir mikilli andstöðu við efni frum- varpsins. – sar Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæðagreiðsla fer fram um frum- varp Svandísar Svavarsdóttur í dag. 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -1 A 6 C 2 2 F A -1 9 3 0 2 2 F A -1 7 F 4 2 2 F A -1 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.