Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 6
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 564 2488 OG skarpur@simnet.is Veslun ásamt skerpingarverkstæði, sem þjónustað hefur byggingariðnaðinn í 36 ár, er nú til sölu Reksturinn er tvískiptur, Innflutningur, sala á sagarblöðum, fræsitönnum og öðrum verkfærum fyrir tré- og málmiðnaðinn annars vegar og hins vegar skerping á sagarblöðum og ýmsum bitverkfærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og hefur yfir að ráða fullkomnum tölvustýrðum skerpingarvélum fyrir flestar gerðir sagarblaða og verkfæra. Velta fyrirtækisins var um 40 miljónir á síðasta ári og felast talsverðir stækkunarmöguleikar í auknum innflutningi. Allur núverandi rekstur er til sölu ásamt vélum, vörubirgðum og viðskiptasamböndum. Í dag starfa tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu. VEGNA SÉRSTAKRA AÐSTÆÐNA ER NÚ TIL SÖLU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI kvika.is Kvika gefur út sex mánaða víxla Kvika banki hf. hefur geð út sex mánaða víxla að árhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaokknum KVB 19 0919 og er heildarheimild okksins 2.000 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta þann 10. maí 2019, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku, www.kvika.is/vixlar Reykjavík, 10. maí 2019 Í R AN Hershöfðing i í íransk a Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaf lóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórn­ völd í Teheran. Breski miðilinn The Guardian greinir frá því að hers­ höfðinginn Hossein Salami hafi sagt írönskum þingmönnum þetta á lokuðum fundi. Þá er haft eftir Salami að hann telji að Bandaríkin búi ekki yfir nægilegum herstyrk til að fara í stríð við Íran. Amirali Hajizadeh, yfirmaður í f lugher Byltingarvarðliðsins, segir að bandaríska f lugmóðurskipið USS Abraham Lincoln, sem er með sex þúsund hermenn og rúmlega 40 sprengjuþotur, sé núna skot­ mark en ekki ógn eins og áður. Ef Bandaríkjamenn myndu gera sig líklega yrðu slíku svarað með árás. Aukin spenna hefur verið í sam­ skiptum ríkjanna frá því að Íranar ákváðu í síðustu viku að draga sig að hluta til út úr alþjóðlegu samkomulagi um kjarnorkuvopn landsins frá 2015. Donald Trump ákvað á síðasta ári að draga Banda­ ríkin einhliða út úr samkomulag­ inu og hefja refsiaðgerðir gangvart Íran að nýju. Forseti Írans, Hassan Rouhani, segir að landið standi nú frammi fyrir alþjóðlegum þvingunarað­ gerðum af áður óþekktri stærðar­ gráðu. Forsetinn hefur kallað eftir samstöðu innanlands til að mæta þrýstingi alþjóðsamfélagsins. – sar Segja bandarískar hersveitir enga ógn Spenna hefur verið í samskiptum Írans og Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Haft er eftir Salami að hann telji að Bandaríkin búi ekki yfir nægilegum her- styrk til að fara í stríð við Íran. MENNING Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráð­ herrans og ráðsins vegna athuga­ semda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóð­ leikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna sam­ skipta leikhússtjórans við félags­ menn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundur­ inn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mann­ auðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal ann­ ars frá FÍL. Kvartanirnar eru mis­ alvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra mála­ flokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að lang­ tímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs­ og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fag­ fólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamála­ ráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skip­ unartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóð­ leikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóð­ leikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhús­ ráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu fund­ uðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinninga­ ríkum fundi. Sumir leikarar könn­ uðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtu­ dag, meðal annars til að ræða stöð­ una í leikhúsinu, líkt og áður kom fram. olof@frettabladid.is Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Stjórn FÍL hyggst senda menningarmálaráðherra bréf til að kvarta yfir hvern- ig tekið hefur verið á athugasemdum vegna framkomu þjóðleikhússtjóra. Leikarar funduðu vegna málsins á tilfinningaríkum fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -2 E 2 C 2 2 F A -2 C F 0 2 2 F A -2 B B 4 2 2 F A -2 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.