Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 38
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Bjarnason kaupmaður, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, lést á Landakoti miðvikudaginn 1. maí. Útför hans fer fram frá Áskirkju, miðvikudaginn 15. maí klukkan 13. Blóm vinsamlega afþökkuð. Anna B. Agnarsdóttir Lilja Hreinsdóttir Guðlaugur Þór Þórarinsson Björk Hreinsdóttir Björn G. Aðalsteinsson Þóranna Hrönn, Gunnar Már, Elín Margrét, Anna María og Bjarki Valdimar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður R.H. Sigfúsdóttir Halldórs lést miðvikudaginn 8. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Jóhannes St. Brandsson Sigfús Jóhannesson Theresa A. O’Brien Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Reimar Charlesson framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 10. maí. Útför hans verður auglýst síðar. Björg Hjálmarsdóttir Heiða Reimarsdóttir Magnús Karlsson Kristín Helga Reimarsdóttir Linda Reimarsdóttir Sigurlína Halldórsdóttir Sigrún Bergsdóttir Tony Arcone Óskar Bergsson Jóhanna Björnsdóttir Lára Gyða Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Einarsdóttir áður til heimilis að Flókagötu 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 14. maí klukkan 13.00. Fríða Bjarnadóttir Tómas Zoëga Anton Bjarnason Fanney Hauksdóttir Bjarni Bjarnason Kristín Jónsdóttir stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1846 Bandaríkin lýsa yfir stríði gegn Mexíkó sem lauk með sigri þeirra fyrrnefndu í febrúar 1848. Með sigrinum fengu Bandaríkin óskoruð umráð yfir Texas og tóku yfir Kaliforníu, Nevada og Utah auk hluta fleiri fylkja. 1888 Þrælahald er lagt af með lögum í Brasilíu. 1894 Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti lýðveldisins, fædd- ist á þessum degi í Kóranesi á Mýrum. Hann var forseti frá 1952 til 1968. 1947 Alþingi samþykkir lög sem færa Sauðárkróki kaup- staðarréttindi. 1961 Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman fæddist á þessum degi. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls. 1981 Jóhannesi Páli páfa öðrum, er sýnt banatilræði á Péturstorginu í Róm. Mehmet Ali Agca hæfði páfann fjórum skotum en páfinn lifði árásina af. 1995 Hin breska Alison Hargreaves verður fyrsta konan til að komast á topp Everestfjalls án súrefniskúts og að- stoðar Sjerpa. 2011 Tvær sprengjur springa í Charsadda-héraði í Pakistan með þeim afleiðingum að 98 láta lífið og 140 særast. Þetta verður þá fyrsta kvöldið í sumar. Við leggjum af stað frá Hlemmi klukkan 18 og hjólum að Höfða og förum þaðan niður að sjó. Svo tökum við strandlengj- una að höfninni og alveg út á Granda og endum út við Þúfu,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjóla- færni og einn skipuleggjendanna. Sesselja segir að þetta sé verkefni sem hafi verið að þroskast en Árni Davíðs- son, formaður Landssamtaka hjólreiða- manna, hefur leitt hjólaferðir á veturna á laugardögum í mörg ár. „Við vildum fá aðeins meira líf í þetta og fórum að leita að samstarfsaðilum. Okkur datt í hug að gera eitthvað á fullveldisafmælinu 1. desember,“ segir Sesselja. Hugmynd hafi kviknað um að skoða listaverkin í borginni og í kjölfarið var haft samband við Listasafn Reykja- víkur sem tók vel í hugmyndina. „Við hjóluðum um bæinn í nístings- kulda með risastóran hóp, á okkar mælikvarða, og skoðuðum helstu þjóð- frelsishetjurnar.“ Önnur ferð var svo skipulögð á Barnamenningarhátíð í vetur þegar til stóð að hjóla um Breiðholtið. „Þá fengum við aftur skelfilegt veður og það varð lítið úr þessu. Nú er hins vegar góð spá og við vonumst eftir góðri mætingu. Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu áður en lagt er af stað,“ segir Sesselja. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá listasafninu, verður með í för og mun miðla af fróð- leik sínum um listaverk borgarinnar. „Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hentar sérlega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosalega langan tíma gangandi.“ Hjólafærni er fræðasetur um sam- gönguhjólreiðar og en hugmyndin var fyrst kynnt á Íslandi árið 2007. „Við erum með mörg verkefni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til aukinna samgönguhjólreiða. Við gefum líka út íslenska hjólreiða- kortið og erum með vefsíðu tileinkaða almenningssamgöngum,“ segir Sesselja. Þegar blaðamaður ræddi við Sesselju var hún í óðaönn að standsetja vinnu- stofu þar sem hælisleitendum er boðið að koma og gera upp hjólin sín. Þar að auki stendur Hjólafærni fyrir verkefninu Hjólað óháð aldri þar sem komið er með farþegahjól fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. „Svo vinnum við með hjólavottun vinnustaða en það er í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að gera betur og hvetja fólk til þess að velja annað en einkabílinn til að ferðast.“ sighvatur@frettabladid.is Hjólað um strandlengju borgarinnar í kvöld Listasafn Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni standa í dag fyrir hjólaleiðsögn um strandlengjuna í höfuðborginni. Þessir aðilar ætla að hafa með sér samstarf um eina hjólaleiðsögn í mánuði í sumar og verður riðið á vaðið í kvöld. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, vonast eftir góðri þátttöku í hjólaleiðsögn um borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F A -0 6 A C 2 2 F A -0 5 7 0 2 2 F A -0 4 3 4 2 2 F A -0 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.