Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 3 . M A Í 2 0 1 9 KRINGLUKAST 20-50% AFSLÁTTUR8.-13. MAÍ Miðvikudag til mánudags FERÐAÞJÓNUSTA 59 mál um ólög- lega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórn- valdssektir nema tæplega 100 millj- ónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráð- herra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skamm- tímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gisti- stöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskil- inna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuð- inum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlut- deild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er sam- kvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölg- aði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuney tis Þór- dísar við hert eftirlit var 64 millj- ónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvalds- sekta og innheimt gjöld vegna fjölg- unar á skráningum nema hærri fjár- hæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sér- staklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á hús- næðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir regl- unum.“ – ósk Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtíma- leigu hafa borist heimagistingarvakt ráðherra ferðamála. Tugir mála hafa endað með stjórnvalds- sektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- ráðherra Sergio Agüero, framherji Manchester City, með enska meistarabikarinn í höndunum en liðið varði titil sinn í gær með sigri gegn Brighton i lokaumferðinni. Agüero skoraði 21 deildarmark á tímabilinu. NORDICPHOTOS/GETTY MENNING Stjórn Félags íslenskra leikara hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til menn- ingarmálaráðherra þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi vegna athuga- semda sem borist hafa vegna hegð- unar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fréttablaðið hefur rætt við fag- fólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. – ósk / sjá síðu 6 Erfið staða í leikhúsinu Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F A -0 1 B C 2 2 F A -0 0 8 0 2 2 F 9 -F F 4 4 2 2 F 9 -F E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.