Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 12
Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 38. umferðar 2018-19 Brigton - Man. City 1-4 1-0 Glenn Murray (27.), 1-1 Sergio Agüero (28.), 1-2 Aymeric Laporte (38.), 1-3 Riyad Mahrez (63.), Ilkay Gündogan (72.). Liverpool - Wolves 2-0 1-0 Sadio Mané (17.), 2-0 Sadio Mané (71.). Tottenham - Everton 2-2 1-0 Eric Dier (3.), 1-1 Theo Walcott (69.), 1-2 Cenk Tosun (72.), 2-2 Christian Eriksen (75.). Burnley - Arsenal 1-3 0-1 Pierre-Emerick Aubameyang (51.), 0-2 Pierre-Emerick Aubameyang (63.), 1-2 As- hley Barnes (65.), 1-3 Eddie Nketiah (90.). Leicester - Chelsea 0-0 Man.Utd - Cardiff 0-2 0-2 Nathanie Mendez-Laing (vítaspyrna) (23.), Nathanie Mendez-Laing (54.). C. Palace - B’mouth 5-3 1-0 Michy Batshuayi (24.), 2-0 Batshuayi (32.), 3-0 Jack Simpson (sjálfsmark) (37.), 3-1 Jefferson Lerma (45.), 3-2 Jordon Ibe (57.), 4-2 Patrick Van Aanholt (65.), 4-3 Joshua King (73.), 5-3 Andros Townsend (80.). Fulham - Newcastle 0-4 0-1 Jonjo Shelvey (9.), 0-2 Ayoze Perez 11, 0-3 Fabian Schär (61.), 0-4 S. Rondon (90.). S’ton - Huddersfield 1-1 1-0 Nathan Redmond (41.), 1-1 Alex Pritchard (50.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man.City 38 32 2 4 95-23 98 Liverpool 38 30 7 1 89-22 97 Chelsea 38 21 9 8 63-39 72 Tottenham 38 23 2 13 67-39 71 Arsenal 38 21 7 10 73-51 70 Man. Utd. 38 19 9 10 65-54 66 Wolves 38 16 9 13 47-46 57 Everton 38 15 9 14 54-46 54 Leicester 38 15 7 16 51-48 52 West Ham 38 15 7 16 52-55 52 Watford 38 14 8 16 52-59 50 C. Palace 38 14 7 17 51-53 49 Newcastle 38 12 9 17 42-48 45 B’mouth 38 13 6 19 56-70 45 Burnley 38 11 7 20 45-58 40 S’ton 38 9 12 17 45-65 39 Brighton 38 9 9 20 36-60 36 Cardiff 38 10 4 24 34-27 34 Fulham 38 7 5 26 34-81 26 H’field 38 3 7 28 22-86 16 Manchester City varði enska meistaratitilinn Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fór fram í gær. Mesta spennan var um það hvaða lið myndi standa uppi sem enskur meistari en Liver- pool þurfi að treysta á að Brighton tæki stig af Manchester City. Það gerðist ekki og 4-1 sigur Manchester City þýðir að bikarinn verður áfram í Manchester-borg. FÓTBOLTI Manchester City varð í gær enskur meistari í knattspyrnu karla annað árið í röð og alls í sjötta skipti í sögu félagsins. Fyrir lokaum- ferð deildarinnar var ljóst að ef liðið færi með sigur af hólmi í leik sínum gegn Brighton, sem hafði að engu að keppa, myndi titillinn vera áfram í herbúðum Manchester City. Leikmenn Manchester City fengu blauta tusku í andlitið um miðbik fyrri hálfleiks þegar Glenn Murray kom Brigton óvænt yfir en Adam var ekki lengi í paradís hjá Liver- pool-mönnum og Sergio Agüero jafnaði metin skömmu síðar. Aym- eric Laporte, Riyad Mahrez og Ilkay Gündogan sáu svo til þess að róa taugar stuðningsmanna Manches- ter City og sigldi meistaratitlinum þægilega í höfn. Manchester City varði þar af leiðandi titil sinn og varð enskur meistari í sjötta skipti í sögu félags- ins. Fyrsti titillinn kom vorið 1937, annar 31 ári síðar og svo varð liðið meistari árin 2012 undir stjórn Roberto Mancini og 2014 með Manuel Pellegrini við stjórnvölinn. Pep Guardiola tók við stjórnar- taumunum hjá liðinu af Pellegrini vorið 2016. Fyrsta keppnistímabilið gekk ekki sem skyldi hjá Guardiola en liðið setti stigamet árið eftir með því að hala inn 100 stig. Manchester City tryggði sér þá enska meistara- titilinn þegar fimm umferðir voru eftir og yfirburðir liðsins voru algjörir. Ljóst var að nýtt stórveldi væri að fæðast. Liverpool veitti Manchester City hins vegar harða samkeppni á leik- Leikmaður helgarinnar Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpol í 2-0 sigri liðsins gegn Wolves, en hann varð þar af leiðandi markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt liðsfélaga sínum Mohamed Salah og Pierre-Emerick Auba- meyang, framherja Arsenal, en þeir skoruðu hver um sig 22 mörk fyrir lið sín. Senegalski framherjinn hefur reynst Liverpool afar vel síðan hann gekk til liðs við Liverpool frá Southampton árið 2016 en hann skoraði 13 deildarmörk á sinni fyrstu leiktíð með liðinu og svo 10 mörk á þeirri næstu. Hann bætti sig því umtalsvert í markaskorun á nýliðinni leiktíð og var einn af lykilleikmönnum liðsins í titilbar- áttunni sem liðið háði gegn Manchester City. Hraði Mané og dugnaður er einnig stór þáttur í því að lærisveinar Jürgen Klopp geti leikið þá stífu og stöðugu pressu sem liðið leikur. Þá skapar þessi öflugi fram- herji stöðugt usla í vörnum andstæðinga Liverpool með klókum og vel útfærðum hlaupum sínum með og án bolta. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Sigur Manchester City gegn Brighton var eftir bókinni en hann tryggði lærisveinum Pep Guardiola annan meistaratitilinn í röð. Glenn Murray velgdi liðinu undir uggum með því að koma Brighton yfri en þung pressa og gæði leikmanna Manchester City varð til þess að liðið fór með sannfærandi sigur af hólmi og sigldi titlinum í höfn. Hvað kom á óvart? Aron Einar Gunnarsson og félag- ar hans hjá Cardiff City kvöddu deildina með góðum sigri gegn Manchester United sem fer með óbragð inn í sumarið eftir þetta tap. Úrslitin höfðu engin áhrif á það hvar liðin enda í töflunni en eru sálrænt slæm fyrir Manches- ter United en kæta hins vegar stuðningsmenn Cardiff City. Mestu vonbrigðin Liverpool-menn fara vonsviknir inn í sumarið þrátt fyrir að liðið hafi sett félagsmet yfir flest stig í ensku efstu deildinni. Stuðningsmenn liðsins fengu vonarglætu í skamman tíma eftir að Brighton komst yfir og liðið gerði sitt með þvi að vinna Wolves en það dugði ekki til þess að tryggja liðinu titilinn. Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Spilaði allan leikinn fyrir Everton þegar liðið gerði 2-2 jafntefli. Hann lagði upp mark Theos Walcott í leiknum en það var sjötta stoðsendingin hans á leiktíðinni. Hann skoraði auk þess 13 deilarmörk fyrir liðið í vetur. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Aron Einar spilaði tæpan klukkutíma í kveðju- leik sínum fyrir Cardiff sem vann Manchester United 2-0 en velska liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir lokaumferðina. Aston Villa Birkir Bjarnason Var ekki í leikmannahópi Aston Villa þegar liðið lagði WBA að 2-1 að velli í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Burnley Jóhann Berg Guðm. Átti stoðsendinguna í marki Ashleys Barnes þegar Burnley laut í lægra haldi 3-1 fyrir Arsenal. Þetta var sömu- leiðis sjötta stoðsending hans á keppnistímabilinu. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, lyftir hér bikarnum á loft eftir að Mancester City hafði tryggt sér enska meistaratitilinn með öruggum sigri tíðinni sem var að ljúka og liðin skiptust á að halda forystunni í deildinni. Segja má að vendipunkt- urinn á tímabilinu hafi verið 2-1 sigur Manchester City gegn Liver- pool í upphafi ársins en fyrir þann leik var Liverpool með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir gjöfula jólatörn. Eftir þann sigur laut Manchester City einungis í lægra haldi í einum leik og hafði raunar betur í 14 síð- ustu deildarleikjum sínum á leiktíð- inni og endaði með eins stigs forskot á Liverpool sem hefur aldrei fengið jafn mörg stig í deildinni, eða 97. Liverpool-messan, sem haldin var í Seljakirkju í gær og stuðnings- menn Liverpool fjölmenntu á, dugði því ekki til þess að binda enda á 29 ára bið félagsins eftir enska meist- aratitlinum. Aðstoð æðri máttar- valda dugði til þess að færa Liver- pool sigur í lokaumferðinni en náði ekki að f lytja þau fjöll að Brighton hrifsaði stig af Manchester City. Þessi tvö lið voru í algjörum sér- flokki í deildinni á þessu keppnis- tímabili en Chelsea sem varð í þriðja sæti fékk 25 stigum minna en Liver- pool. Manchester City skoraði 95 mörk í deildinni á yfirstandandi 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -0 1 B C 2 2 F A -0 0 8 0 2 2 F 9 -F F 4 4 2 2 F 9 -F E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.