Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@ frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, WWW.TRI.IS TRI VERLSUN / TRI VEFVERSLUN / TRI VERKSTÆÐI VEFVERSLUN geta gert til að ég standi mig sem best. Ég held ég geti talið á fingrum annarrar handar leikina sem þau hafa ekki séð með mér, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Pabbi hefur þjálfað mig nokkrum sinnum og ég hef fengið mörg góð ráð frá honum. Hann var samt stundum aðeins meiri þjálfari en pabbi þegar ég var yngri, þá var alltaf gott að hafa mömmu til að kvarta yfir honum.“ Leiðist aldrei Í maí útskrifast hún frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og segist hafa stundað námið af kappi. „Síðustu mánuðir hafa verið annasamir því að fyrir utan að vera nemandi og æfa fótbolta tók ég að mér tíma- vinnu sem persónuleg aðstoðar- manneskja langveikra systra. Ég finn mér alltaf eitthvað að gera og læt mér sjaldan leiðast. Ég fylgist einnig mikið með handbolta og núna upp á síðkastið hef ég einnig fylgst mikið með körfuboltanum. Aðspurð hvaða þættir skipti mestu máli utan vallar til að ná árangri segir hún skipta miklu máli að hafa skýr og raunsæ mark- mið og hafa hugarfarið alltaf rétt stillt. „Einnig skiptir mataræði, svefn og styrkur miklu máli. Ef ég á að gefa ungum fótboltastelpum góð ráð mundi ég segja að mikil- vægast sé að mæta á allar æfingar. Svo skiptir miklu máli að æfa aukalega og gera alltaf sitt besta. Síðan má alls ekki gefast upp þegar mótlæti kemur upp.“ Spurt og svarað Hver er uppáhaldsæfingin þín? Skotæfing. Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér? Hún inniheldur fótboltaæfingu á laugardagsmorgni. Svo horfi ég oft á Brynjar, kærasta minn, eða systur mína spila fótbolta. Laugar- dagskvöld er næstum eina kvöldið sem öll fjölskyldan nær að borða saman svo að þá reynum við að borða eitthvað gott. Ef það eru ekki æfingar eða leikir á sunnudögum fer ég í hot jóga með mömmu og ef Liverpool er að spila þá er alltaf svaka stemning heima. Færðu sumarfrí í sumar? Ef Steini þjálfari gefur okkur helgarfrí þá skelli ég mér örugglega bara í sveitina á Flúðum. Hvert stefnir þú eftir að fótbolta- ferlinum lýkur? Vonandi mun ég starfa við eitthvað sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. Hvað færðu þér í morgunmat? Upp á síðkastið er ég hrifin af hreinni AB-mjólk með höfrum og ávöxtum. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Gott kjöt eða sushi. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Þá vel ég helst hrökkkex með rjómaosti og sultu. Hver er erfiðasti mótherjinn? Það er erfitt að velja bara eina svo að ég verð að segja pass. Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Ég fer út að labba og hlusta svo á einhver geggjuð lög í bílnum á leiðinni í leik. Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Ætli ég sé ekki svona mitt á milli. Ertu nammigrís? Mér finnst ís vera afskaplega góður. Alexandra heldur á Íslandsmeistarabikarnum í lok síðasta tímabils. MYND/EVA BJÖRG Alexandra Jóhannsdóttir fagnar hér einu marka sinna síðasta sumar. MYND/BREIÐABLIK Alexandra með foreldrum sínum sem hafa stutt hana vel frá upphafi. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -1 0 8 C 2 2 F A -0 F 5 0 2 2 F A -0 E 1 4 2 2 F A -0 C D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.