Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 37
Manchester City varði enska meistaratitilinn Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fór fram í gær. Mesta spennan var um það hvaða lið myndi standa uppi sem enskur meistari en Liver- pool þurfi að treysta á að Brighton tæki stig af Manchester City. Það gerðist ekki og 4-1 sigur Manchester City þýðir að bikarinn verður áfram í Manchester-borg. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmet- hafi í sleggjukasti, varð um helg- ina ACC-svæðismeistari í Banda- ríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti. Hilmar átti f lotta kastseríu í gær og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC-svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðis- meistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins hefur einum öðrum tekist það í öðrum greinum. Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skóli Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungs- undankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppa um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu ú r f jórðu ngsu ndankeppninni komast á það mót þar sem sigur- vegari mótsins verður bandarískur meistari. Hilmar er því kominn áfram í fjórðungsundankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til að eiga möguleika á titli þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta er besta tímabil Hilm- ars Arnar frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum. – hó Hilmar Örn vann sterkt mót í Bandaríkjunum SNÓKER Kristján Helgason varð um helgina Íslandsmeistari í snó- ker í 14. skipti þegar hann lagði Jón Inga Ægisson 9-2 í úrslita- leik en mótið var haldið á Billiar- dbarnum. Kristján komst alla leið í undan- úrslit á HM áhugamanna í Möltu á síðasta ári og er fremsti snóker- spilari landsins. Er hann auk þess eini íslenski spilarinn sem komist hefur í 64 manna úrslitin á HM atvinnu- manna í Sheffield. Jón Ingi komst í 2-1 í úrslita- leiknum en eftir það vann Krist- ján átta ramma í röð og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 14. skipti á ferlinum. – hó Kristján varð Íslandsmeistari FÓTBOLTI Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, og samherjar hans hjá gríska liðinu PAOK tryggðu sér á laugardaginn gríska bikarmeistaratitilinn í fót- bolta með 1-0-sigri gegn AEK í úrslitaleik keppninnar. Liðið tryggði sér gríska meist- aratitilinn á dögunum og er því tvöfaldur grískur meistari. Sverr- ir Ingi kom til PAOK frá Rostov í Rússlandi á miðju keppnistímabili í Grikklandi í lok júní í fyrra. Hann var á varamannabekkn- um fram í uppbótartíma leiksins en þá kom hann inn á og hjálpaði PAOK að sigla sigrinum í höfn. Sverrir Ingi lék f jóra leiki í bikarnum en hann náði ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið á nýliðinni leiktíð og lék aðeins einn deildarleik með liðinu. – hó Sverrir Ingi vann tvöfalt Hilmar Örn Jónsson fór með sigur af hólmi á ACC-mótinu. FÓTBOLTI Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við banda- ríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðast- liðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eign- ast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem vara- maður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helg- ina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðs- ins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. P o r t l a n d Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti d e i l d a r - innar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spil- aði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnu- manns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskóla- meistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinn- ing að vera komin í það gott líkam- legt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþrótta- manns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikil- vægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þ e s s a s t u n d i n a þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlak ka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tíma- ramma í þeim efnum en ég f inn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í lands- leikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknar- tengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðs- menn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sér- staklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraf lokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu. – hó Nálgast sitt fyrra form Dagný Brynjarsdóttir lék í gær sinn fyrsta heila leik í eitt og hálft ár en hún skoraði eitt marka Portland Thorns í 3-1 sigri liðsins gegn Orlando Pride. leiktíð og Liverpool 89 en næsta lið þar á eftir í markaskorun er Arse- nal sem skoraði 73 mörk í deild- inni í vetur. Því er ljóst að þessi lið sköruðu fram úr og önnur lið þurfa að spýta verulega í lófana í sumar ætli þau að veita þeim samkeppni á næsta keppnistímabili. Staða mála hvað varðar þau lið sem berjast um að komast í Meist- aradeild Evrópu á næstu leiktíð breyttist ekki í lokaumferðinni en markalaust jafntefli Chelsea gegn Leicester City kom ekki að sök og liðið hafnaði í þriðja sæti þar sem Tottenham Hotspur gerði sömu- leiðis jafntefli á móti Gylfa Þór Sig- urðssyni og félögum hans hjá Ever- ton. Tottenham Hotspur hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Stoðsending Gylfa Þórs í þeim leik var sú sjötta í deildinni á leik- tíðinni en auk þess að leggja upp þau mörk fyrir félaga sína skoraði hann sjálfur 13 mörk. Chelsea hafði fyrir lokaumferðina tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Sigur Arsenal gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og samherjum hans hjá Burnley dugði ekki til þess að koma liðinu upp í þriðja eða fjórða sætið og þarf Arsenal þar af leiðandi að hafa betur þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildar- innar til þess að næla sér í fimmta og síðasta sætið sem England getur fengið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jóhann Berg lagði líkt og Gylfi Þór upp mark í tapinu gegn Arsenal og þeir félagarnir gáfu því upp jafn margar stoðsendingar á samherja sína eða sex talsins. Ófarir Manchester United héldu svo áfram en liðið laut í lægra haldi fyrir föllnu liði Cardiff City í leik liðanna á Old Trafford. Aron Einar Gunnarsson fékk því góðan endi á farsælum ferli sínum hjá velska liðinu en hann er á leið til Heimis Hallgrímssonar og lærisveina hans hjá katarska liðinu Al Arabi á næstu leiktíð. Aron Einar stýrði víkinga- klappi með stuðningsmönnum Car- diff City eftir leikinn og kvaddi þá með viðeigandi hætti. Það er hins vegar ljóst að það er mikil vinna fram undan hjá Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United við það að búa til lið sem getur farið í hæstu hæðir á nýjan leik. Liðið hafnaði í sjötta sæti deild- arinnar og leikur þar af leiðandi í Evrópudeildinni á næsta keppnis- tímabili. Það getur haft áhrif á sumar- kaup félagsins að liðið leiki ekki í Meistaradeildinni en djúpir vasar liðsins munu þó líklega verða til þess að félagið geti áfram fengið til sín frambærilega leikmenn. Líklegt er að hreinsun muni fara fram í leik- mannahópnum á næstu vikum en nú þegar hefur verið tilkynnt um að Ander Herrera og Antonio Val- encia muni hverfa á braut í sumar. Ole Gunnar hefur gefið það út að hann muni breyta um stefnu í félagaskiptum sínum og líklegt að horfið verði frá því að fá til sín rán- dýra leikmenn sem hafa litlu skilað fyrir liðið undanfarnar leiktíðir og horft til þess að fá frekar unga og upprennandi leikmenn. hjorvaro@frettabladid.is sínum gegn Brighton í gær. Manchester varði titil sinn. NORDICPHOTOS/GETTY Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -0 1 B C 2 2 F A -0 0 8 0 2 2 F 9 -F F 4 4 2 2 F 9 -F E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.