Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 16
Mygla myndast þar sem er of mikill raki og skortur á loftun eða öndun. Þar sem pípulagnir leka, eins og vatnslagn­ ir og skólplagnir, þar sem lélegur frágangur var á niðurföllum og flætt hefur upp úr þeim eða lélegt dren er í kringum hús. Þakleki er algeng orsök en slík­ um leka getur verið erfitt að átta sig á. Vatn getur lekið í gegnum þakklæðningu inn á þakdúk eða þakplast og runnið eftir því og niður í veggi þar sem mygla byrjar að myndast við „réttar“ aðstæður. Óútskýrðar bólgur í veggjum má oft rekja til leka frá þaki en ekki útveggjum en hér þarf að fá fagmenn til að skoða aðstæður og nýta tækni eins og hitamynda­ vélar og rakamæla til að greina stöðuna. Stíflaðar rennur geta valdið því að regnvatn eða snjó­ bráð rennur frá þakrennu og inn undir þak klæðningu og niður í loft eða veggi. Leki meðfram gluggum, sprungur og brotnar lagnir, sér­ staklega í frárennsli og skólp­ lögnum undir og í gólfplötum eru einnig algengar orsakir. Rottur valda óhug Rottugangur í og við heimili fólks veldur flestum óhug en rottur lifa í skólpkerfum borgarinnar og eru skilgreindar sem meindýr. Svokallaðar brúnrottur geta orðið töluvert stórar, 20 ­25 cm langar á búkinn með 15 cm skott. Rottur geta bitið frá sér ef þeim er ógnað eins og dæmin sína síðustu misseri en þær geta borið með sér ýmsa sýkla sem geta valdið alvarlegum sýkingum í mönnum. Rottur komast í f lestum tilfellum inn í mannabústaði um skólplagnir, brotnar lagnir eða þar sem sam­ skeyti lagna hafa dregist í sundur. Gömul niðurföll mynda kjörað­ stæður fyrir rottur að komast upp á yfirborðið. Oft geta framkvæmd­ ir í nágrenni valdið rottugangi. Skólpmaur eða húsamaur eru litlar svartar pöddur sem lifa í hol­ rúmum undir gólfplötum húsa og inni í löskuðum skólplögnum þar sem eru kjöraðstæður, hiti og raki. Á ákveðnum tíma árs fara þessi kvikindi af stað og þá verður fólk vart við þau. Þetta eru hvimleið meindýr sem geta borið með sér sýkla en eru annars frekar mein­ laus. Gamlar steinlagnir Hús sem eru byggð fyrir 1980 eru komin á tíma varðandi frá­ rennslislagnir. Í f lestum tilfellum eru steinlagnir undir húsum frá þessum tíma en meðal líftími á steinlögnum er 40 til 50 ár. Það er mikilvægt að bregðast við áður en það verður of seint. Það getur verið stórmál að skipta út gömlum frárennslislögnum sem felur í sér niðurbrot og mikið rask fyrir húseigendur og jafnvel fjarveru frá heimilum í nokkrar vikur ef svo ber undir. Í upphafi skal endinn skoða Lagnafóðrun sérhæfir sig í ástandsskoðun á frárennslis­ lögnum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. „Við höfum yfir að ráða full­ komnustu röramyndavél sem er í boði á markaðinum í dag sem er með staðsetningarbúnaði og dýptarmæli og er notuð til að staðsetja lagnir og einnig bilanir í fráveitukerfum. Með hverri ástandsskoðun frá okkur getur fylgt ítarlegt mat þar sem fram kemur ástand lagna og okkar greining á því hvort úrbóta sé þörf. Ef á þarf að halda leggjum við fram tillögur að úrbótum með fóðrun eða hefðbundnum aðferðum, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hver ástandsskoðun frá okkur er gerð og yfirfarin af löggiltum pípulagningameistara. Þeir sem eru að endurnýja eld­ hús og baðherbergi ættu að láta mynda hjá sér lagnirnar áður en hafist er handa. Við komum alltof of að húsum þar sem búið er að endurnýja baðherbergi og ástand lagna hefur ekki verið kannað áður. Í mörgum tilfellum þarf að brjóta allt upp aftur. Í þessum tilfellum hefði mátt koma í veg fyrir fjárhagstjón og ómæld óþægindi með því að mynda lagnir áður en hafist var handa við endurnýjun. Þeir sem hyggja á fasteignakaup ættu alltaf að láta mynda lagnir áður en gengið er frá kaupum á fasteign. Við erum með lausnina þegar kemur að viðgerðum á skólp­ og frárennslislögnum. Fóðrun lagna er varanleg lausn þegar kemur að viðhaldi og endur­ nýjun fráveitulagna með lágmarks raski fyrir húseigendur. Öll okkar fóðringarefni eru vottuð til allt að 50 ára. Og við bjóðum 5 ára verk­ ábyrgð á fóðringarvinnu. Áður en verkið hefst upplýsum við alla íbúa um hvað sé í vændum og förum yfir tímasetningar og verkferla, gerð er verkáætlun í samráði við íbúa. Við leggjum mikla áherslu á góða upplýsinga­ miðlun til húseigenda meðan á verkinu stendur. Þegar komið er á verkstað er það okkar fyrsta verk að leggja hlífðarteppi á gólf áður en byrjað er að koma inn með verkfæri. Við hyljum alla viðkvæma hluti með hlífðarplasti áður en verkið hefst. Áður en sjálf fóðringarvinnan hefst þurfum við að hreinsa lagnirnar. Það fer þannig fram að við myndum allar lagnir og metum hvað hreinsunaraðferð þarf að beita á hverjum stað fyrir sig, t.d. háþrýstiþvotti eða öðrum aðferðum. Þessi vinna fer fram frá hreinsibrunnum, klósettum og niðurföllum, allt eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Nú fóðrum við gömlu lagnirnar að inna með 3­7 mm epoxy­sokk, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Við getum fóðrað lagnir frá 50 mm og upp úr. Við blásum sokk inn í lagnirnar, fóðringarefnið þrýstist út í gömlu lögnina og myndar þannig nýja lögn innan í gamla rörinu. Eftir að fóðringin er komin á réttan stað tekur hún u.þ.b. 1 til 4 klukku­ stundir að harðna. Næsta skref er að við sendum inn róbót til að opna fyrir allar hliðarlagnir sem tengjast inn á viðkomandi lögn. Nú er komin 100% þétt og sjálf­ berandi lögn.“ Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Starfsmenn eru búnir réttum tækjum og tólum. Farið yfir stöðu mála áður en byrjað er á verkefnum dagsins. Þegar leysa þarf úr óvæntum vandamálum eru starfsmenn Lagnafóðrunar snöggir að mæta á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Áður en verkið hefst upplýsum við alla íbúa um hvað sé í vændum og förum yfir tímasetningar og verk- ferla, gerð er verkáætlun í samráði við íbúa. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U RMYGLUSVEPPIR 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -2 4 4 C 2 2 F A -2 3 1 0 2 2 F A -2 1 D 4 2 2 F A -2 0 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.