Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 34
Umhverfisstofnun gaf út bækling með leiðbeiningum um inniloft, raka og myglu árið 2015. Þar er að finna upp- lýsingar um hvernig best sé að viðhalda og bæta heilnæmi innilofts og hvernig bregðast skuli við verði inniloft óheil- næmt. Oftast er einfalt að við-halda heilnæmu innilofti í híbýlum. Margt getur þó haft áhrif og mikilvægt er að huga að því hvernig hægt sé að viðhalda heilnæmu innilofti eða bæta það. Þannig má minnka líkur á að inni- loft geti haft slæm áhrif á heilsu þeirra sem þar dvelja. Flestir verja megninu af tíma sínum innandyra og eru því gæði innilofts mikilvæg. Úti um allan heim er óheilnæmt inniloft álitið áhættuþáttur fyrir heilsu manna. Sé nægur raki fyrir hendi getur örveruvöxtur innan- húss aukist mikið, s.s. bakteríu- og sveppavöxtur, en sterk fylgni er á milli örverumengunar og öndunar- færasjúkdóma, ofnæmis, astma og viðbragða frá ónæmiskerfinu. Ákveðnir hópar manna eru útsettari fyrir áhrifum vegna heilsu- farsástands eða aldurs. Niðurstöður rannsóknar frá árinu 2006 bentu til þess að á allt að 17-24% heimila á Norðurlöndunum væru merki um raka innanhúss, s.s. vatnsleka eða sýnilega myglu á veggjum, gólfi eða í lofti. Fyrir heimili í Reykjavík var ályktað að algengi vatnsskemmda væri um 20%, blaut gólf og sýnileg mygla um 6% og raki af einhverju tagi um 23%. Niðurstöður rann- sóknarinnar bentu til þess að önd- unarfærasjúkdómar og astmi væru algengari hjá íbúum í húsum þar sem raki var til staðar. Leiðbeiningarnar eru byggðar á rannsóknum, leiðbeiningum og upplýsingum frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) og systurstofnunum í Evrópu, Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum. Áhrifaþættir fyrir heilnæmi innilofts 1. Tóbaksreykur Reykur getur aukið einkenni öndunarfærasjúkdóma (s.s. astma), ert augu og valdið höfuð- verk, hósta, særindum í hálsi og lungnakrabbameini. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. 2. Ofnæmisvaldar Listinn yfir þekkta ofnæmis- valda er langur, en algengir ofnæmisvaldar eru frjókorn, dýrahár, rykmaurar, sveppa- gróður og matvörur, s.s. hnetur, mjólk og fiskur. 3. Kolmónoxíð (CO) og niturdíoxíð (NO2) Á heimilum geta slíkar loftteg- undir safnast upp vegna ónógrar loftræsingar við notkun gaselda- véla, gashitara og eldstæða. Í háum styrk getur kolmónoxíð valdið höfuðverk, svima, óráði, ógleði og þreytu og jafnvel verið banvænt. 4. Raki Æskilegt er að rakastig innan- húss sé á bilinu 30-60%. Fjöl- breyttar tegundir baktería, sveppa og myglu geta vaxið og fjölgað sér innanhúss ef nægur raki er fyrir hendi. 5. Efni Efni innanhúss geta verið af ýmsum toga, s.s. hreinsiefni, ilmúðar, áklæði á húsgögnum, byggingarefni, málning, leik- föng, raftæki og margt, margt f leira. Viss kemísk efni sem eru notuð í hreinsiefni, gólfefni og í húsgögn geta í háum styrk valdið höfuðverk, ógleði og ertingu í augum, nefi og hálsi. 6. Radon Radon er geislavirk lofttegund sem myndast í jarðvegi. Radon hefur verið mælt á Íslandi og í f lestum tilfellum mælst langt undir viðmiðunarmörkum. Gátlisti – góð ráð fyrir heilnæmt inniloft 1. Lofta út, leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 10 mínútur í senn. 2. Loftræsa vel þar sem föt eru þurrkuð. 3. Ekki leyfa reykingar innandyra. 4. Þurrka af og þrífa heimilið reglu- lega (sér í lagi ef gæludýr eru á heimilinu). 5. Fylgjast með merkjum um raka og mygluvöxt. 6. Hreinsa myglu í burtu. 7. Þurrka svæði sem hafa orðið fyrir vatnsleka innan 24-48 klukkustunda til að varna mygluvexti. 8. Gera við vatnsleka. 9. Þvo lök og sængurföt reglulega í heitu vatni (60°C eða hærra). 10. Nota ofnæmisprófaðar rúm- dýnur og koddaver. 11. Tryggja meindýravarnir með því að loka fyrir sprungur og rifur og gera við vatnsleka, ekki láta matvæli liggja frammi. 12. Loftræsa eldhús og rými sem í er arineldur eða kamína. 13. Tryggja að arinn eða kamína sé rétt uppsett, notað og viðhaldið. 14. Fylgja leiðbeiningum fram- leiðanda um rétta notkun hreinsiefna. 15. Tryggja nægt ferskt loft og loft- ræsingu (opna glugga eða nota viftur) þegar málað er, gerðar endurbætur á húsnæði eða notaðar vörur sem að gætu losað frá sér rokgjörn lífræn efni. 16. Aldrei skal blanda saman efna- vörum, s.s. hreinsiefnum, nema leiðbeiningar séu um slíkt á umbúðum. 17. Forðast að kaupa hreinsiefni og aðrar efnavörur sem innihalda mikil ilmefni, eiturefni eða rok- gjörn efni. 18. Tryggja að ofnar/hitun hús- næðis sé í lagi. Hvernig losna ég við myglu? Það er ómögulegt að losna við alla myglu og myglugró af heimilinu enda eru þau hluti af náttúrulegu umhverfi okkar. Það er ekki fyrr en myglugró fara að fjölga sér vegna ákjósanlegra aðstæðna sem mygla getur orðið vandamál. Ákjósan- legar aðstæður fyrir myglugró til að fjölga sér eru óeðlilega mikill raki og bleyta vegna raka- eða leka- vandamála. Eina leiðin til að losna við myglu vegna slíkra aðstæðna er að fjarlægja orsökina, þ.e. lagfæra rakavandamál og/eða gera við vatnsleka. Meðan orsökin er ekki fjarlægð mun mygla halda áfram að vaxa. Inniloft, raki og mygla Við hjá Verkís lítum á það sem okkar þjóðfélagslegu ábyrgð að taka forystu í málum sem tengjast óþægindum íbúa innandyra, svo sem myglu. Við höfum að ráða sérfræðingum á öllum fagsviðum verkfræðinnar sem geta greint vanda og komið með tillögur að úrbótum. • Tryggja ávallt ferskt loft innandyra • Forðast rakaþéttingu og þrífa slík svæði sérstaklega • Þurrka og þrífa blaut svæði vandlega • Bregðast strax við lekum Holl húsráð Þekktasta mygluhúsnæði landsins þar sem allt virðist hafa klikkað sem gat klikkað. Það var ekki bara eitt heldur allt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U RMYGLUSVEPPIR 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F A -1 F 5 C 2 2 F A -1 E 2 0 2 2 F A -1 C E 4 2 2 F A -1 B A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.