Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 2
Veður Vaxandi austanátt, 10-18 m/s og rigning sunnantil í kvöld. Hægari vindur og þurrt norðan heiða. Hiti 3 til 9 stig. S- A 8-15 og rigning í fyrramálið. SJÁ SÍÐU 16 Sviðsljós fjölmiðla beindist að Hatara Liðsmenn Hatara gengu eftir appelsínugula dreglinum í Tel Avív í gær. Sagði Matthías að Hatari vildi helst vinna með íslenskum hönnuðum þegar talið barst að fötum hópsins. Sagði kynnirinn í Ísrael að börn og vegan fólk ætti kannski að líta undan þegar Hatari kom í mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR – Frábær út í kaffið DÓMSMÁL Karlmaður á sjötugs- aldri var í Héraðsdómi Norður- lands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og hagla- skot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigur- björnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregl- una síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, bran- duglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með hagla- byssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim. Einnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskil- orðsbundið fangelsi á síðasta ára- tug fyrir að hafa verið með vopna- búr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna inn- brotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða ein- hver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni. sveinn@frettabladid.is Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. M aðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna slæmrar meðferðar á skotvopnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Árni Logi Sigurbjörnsson, meindýraeyðir í Norðurþingi ALÞINGI Sérstök umræða um kjara- mál fer fram á Alþingi í dag. Hefst umræðan klukkan 15.45. Það er Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, sem er málshefjandi en til andsvara verður Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Kjaramálin hafa verið afar fyrir- ferðarmikil í vetur en í byrjun apríl voru samningar á almennum vinnu- markaði undirritaðir. Lífskjara- samningurinn sem stjórnvöld höfðu aðkomu að var svo samþykktur með miklum meirihluta greiddra atkvæða, bæði meðal atvinnurek- enda og viðkomandi stéttarfélaga. Samflot iðnaðarmanna náði svo samningum við Samtök atvinnu- lífsins í byrjun þessa mánaðar. Þar með hefur verið samið fyrir stærstan hluta almenna markaðarins. Kjaraviðræður opinberra starfs- manna og viðsemjenda þeirra standa hins vegar enn yfir. – sar Fara yfir stöðu kjaramála á Alþingi í dag VEÐUR Það stefnir í fínasta maí- veður í vikunni eftir nokkuð napra daga að undanförnu. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veð- urfræðings hjá Veðurstofu Íslands, munu skilin sem eru nú á leið yfir landið reka kalda loftið endanlega á brott en þau verða komin alveg norður fyrir um miðjan dag. „Maí er alla jafna svolítið kaldur mánuður því það er algengt að leifarnar af vetrarkuldanum rati hingað með norðanáttinni. Þann- ig að það er ágætt að hún stóð ekki lengur en hún gerði núna,“ segir Óli Þór. Núna taki við suðlægar áttir sem standi allavega út vikuna. Þessu munu fylgja töluverð hlýindi, sér- staklega fyrir norðan. „Eins og eðlilega vill verða í suð- austan- og sunnanáttum eru hlý- indin mest fyrir norðan. Þar verður hitinn yfir daginn mjög víða svona 12 til 18 stig. Á meðan verða þetta kannski vona 9 til 12 stig á sunnan- verðu landinu,“ segir Óli Þór. Hann segir að nú taki við mun úrkomuminna veður þó að það verði alls ekki þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu. „Hins vegar þá er vel hlýtt loft yfir öllu landinu en það verður mun hlýrra fyrir norðan. Þetta er bara mjög flott maíveður,“ segir Óli Þór. Samkvæmt vef Veðurstofunnar er besta veðrinu spáð á morgun, þriðjudag, og þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi. – sar Flott maíveður verður í vikunni Vel mun viðra á Akureyringa í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -0 6 A C 2 2 F A -0 5 7 0 2 2 F A -0 4 3 4 2 2 F A -0 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.