Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Óskin um að Ísland gangi úr NATO er óraunhæf, enda draum­ sýn. Um alda­ mótin fylgdi hest knún­ um sam­ göngum umhverfis­ vandi. Í dag fylgir vél knún um samgöngum umhverfis­ vandi. Save 50-70% on Dental Treatment in Hungary your specialist in dental tourism Contact us now! 0036 70 942 9573 info@fedaszdental.hu Dentistry - Dental Laboratory - Hotel on-site! Fedasz Dental Hungary Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í sjónvarpsviðtali hjá BBC á dögunum í þættinum Hardtalk. Hún var mælsk, rökföst, skynsöm og jarðbundin og með sterka útgeislun. Einmitt þannig eiga forsætisráðherrar helst að vera. Í viðtalinu nefndi Katrín að Ísland væri land án hers. Þetta veit íslenska þjóðin en er þó yfirleitt ekk- ert sérstaklega að leiða hugann að því. Henni þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að eiga ekki her. Langflestir landsmenn gera sér þó um leið grein fyrir mikilvægi þess að vera í varnarbandalaginu NATO. Hér á árum áður var sungið af krafti gegn þessu bandalagi: Ísland úr NATO, en í dag á slíkt kvak lítinn hljómgrunn meðal landsmanna. Innan Vinstri grænna kyrja menn þó enn þennan söng sem hljómar eins og slæm tímaskekkja. Jafn skelegg og skörp og Katrín Jakobsdóttir er þá fór ekki hjá því að hún lenti í nokkrum vandræðum með að útskýra fyrir spyrjandanum í Hardtalk afstöðu Vinstri grænna til NATO. Andstaða flokksins við þetta mikilvæga varnarbandalag er svo mikil tímaskekkja að það er nánast ómögulegt að útskýra hana þannig að hún hljómi skynsamlega. Forsætis- ráðherra reyndi það en tókst ekki. Málstaðurinn sem hún reyndi að verja er svo laus við allt raunsæi að hann getur ekki hljómað eins og raunverulegur val- kostur fyrir litla þjóð í norðri. Það er sannarlega rétt að gleðjast yfir því að Ísland skuli vera herlaust land því slíkt er ekki sjálfgefið í hættulegum heimi. Um leið er brýn nauðsyn að Ísland sé hluti af varnarbandalaginu NATO. Óskin um að Ísland gangi úr NATO er óraunhæf, enda draumsýn og yrði hún einn daginn að raunveruleika byði það alls kyns hættum heim. Stjórnvöldum ber skylda til að tryggja öryggi og varnir lands síns og þjóðar sinnar. Lítil þjóð sem vill ekki eiga her verður að eiga samvinnu við önnur ríki sem eru henni velviljug. Ísland á því heima í NATO. Hugmyndir Vinstri grænna um að kveðja banda- lagið byggja á mjög svo rómantískri draumsýn um heim þar sem allir eru vinir og ekkert er að. Hver sá sem horfir á sjónvarpsfréttatíma veit að heimurinn er ekki þannig. Þetta ættu Vinstri græn að gera sér ljóst. Samt eru flokksmenn enn að daðra við úrsögn úr NATO – stefnumál sem engin ríkisstjórn á Íslandi mun nokkru sinni samþykkja. Í stjórnarandstöðu er úrsögn úr NATO draumóra- baráttumál vinstri flokks sem vill skapa herlausan heim. Þegar flokkur sem hefur þetta á stefnuskrá sinni kemst í ríkisstjórn verður þessi stefna beinlínis vandræðaleg, eins og kemur berlega í ljós þegar for- maður þessa flokks og forsætisráðherra landsins þarf að svara fyrir hana erlendis. Sennilega er til of mikils mælst að Vinstri græn sýni raunsæi og kveðji þetta óskynsamlega stefnumál sitt. Þau vilja örugglega kyrja áfram á flokksfundum: Ísland úr NATO, og það svo sem flestum að meina- lausu. Í ríkisstjórnarsamstarfi hljómar slíkt tal hins vegar eins og óráðshjal. Enginn á að gera sér betur grein fyrir því en forsætisráðherra landsins. Tímaskekkja Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtar- þáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknún- um samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmings- fækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metn- aðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúru- vernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköp- unar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar. Nýsköpun í náttúruvernd Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Allt er pólitík Beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu eftir því hvernig liðsmenn Hatara myndu nýta sér sviðsljósið sem beint er að þeim í Tel Avív. Sérfræðingar um keppnina hafa sagt að Hatari hafi ekki bara dansað á línunni heldur traðkað á henni með framkomu sinni og málflutningi. Í viðtali við norræna fjölmiðla- menn upplýstu forsprakkar Hatara að þeir hefðu rætt við Jon Ola Sand, hinn geðþekka norska framkvæmdastjóra Eurovision, sem hefði sagt þeim að þeir yrðu að hafa sig hæga. Í framhaldinu neituðu þeir að svara spurning- um um veðrið og uppáhaldsmat sinn af ótta við að svörin yrðu túlkuð pólitískt. Svarið kom spyrlinum spánskt fyrir sjónir en á Íslandi vita menn að maður grínast hvorki með veðrið né mataræðið. Guð styður ekki Liverpool Stuðningsmenn Liverpool voru ekki bænheyrðir í gær þrátt fyrir að boðað hefði verið til sérstakrar messu til að reyna að koma Englandsmeistara- titlinum í hús. Allt kom fyrir ekki og Manchester City fagnaði titlinum eftir sigur á Brighton. Tilraun prestsins í Seljakirkju var virðingarverð en spyrja má hvort það hefði ekki átt að vera löngu ljóst að almættið heldur greinilega ekki með Liverpool. Eyðimerkurgangan hefði þá bara staðið í sjö ár en ekki tæplega 30. sighvatur@frettabladid.is 1 3 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F A -2 9 3 C 2 2 F A -2 8 0 0 2 2 F A -2 6 C 4 2 2 F A -2 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.