Mosfellingur - 14.03.2019, Qupperneq 8

Mosfellingur - 14.03.2019, Qupperneq 8
Demantamyndir Við í handverksstofu félagsstarfsins erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og núna eru það demantamyndir sem eiga hug okkar. Erum með ýmsar myndir til sölu á mjög góðu verði. Mjög auðvelt og skemmtilegt. Endilega komið og kíkið við. Demantamyndir eru áprentaður strigi með númerum og virka eiginlega eins og myndir sem eru málaðar eftir númerum nema á þessum eru notaðir steinar. Myndlistasýning Nú stendur yfir sýning nemanda á listmálunarnámskeiði í félagsstarfi eldri borgara í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Lágafelli. Sýningin mun standa út marsmánuð. Allir hjartanlega velkomnir. Páskaskreytingar í apríl Dagana 9.–16. apríl ætlum við að vera í páskastuði og búa til alls konar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með alls konar sniðugt í pokahorninu, verið velkomin. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega hafið samband við okkur áður í félagsstarfið í síma 586-8014 virka daga kl. 13-16 eða á elvab@mos.is. Þátttökukostnaður að sjálfsögðu í lágmarki eins og alltaf. Kærleikskveðja: Starfsmenn félagsstarfsins. Páskabingó 15. apríl Verður haldið mánudaginn 15. apríl kl. 13:30 í borðsal, allir velkomnir! Auðvitað eru páskaegg í vinning. Spjaldið kostar 400 kr. eða 3 stk á 1.000 kr. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti í hléi á 500 kr. Til að tryggja sér sæti er vissara að skrá sig á blað í handverksstofu eða á elvab@mos.is. Gaman saman Gaman saman er í dag, 14. mars og svo 28. mars og 11. apríl. Fimmtudaga kl. 13:30. Allir velkomnir. PRJÓNAHÓPUR sem brúar kynslóðabilið 28. mars 16:30 Félagsmiðstöðin Ból, Ungmennahúsið Mosinn og Félagsstarf aldraðra hafa ákveðið stofna sameiginlegan prjónahóp í húsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar á Hlaðhömrum. Allir eru velkomnir ungir sem aldnir, hvort sem þú stundar handavinnu eða ekki. Heitt á könnunni, við verðum með garn og prjóna til láns. Hlökkum til að sjá sem flesta. ÚTSAUMSMYNDA SÖLUSÝNING Sölusýning verður á útsaumsmyndum eftir Jónu Karlsdóttur í apríl og verður formleg opnun 10. apríl kl. 13:30. Sýningin mun standa út aprílmánuð og eru allir velkomnir að skoða í handverks- stofu félagsstarfsins Hlaðhömrum 2. Leikhúsferð Við í félagsstarfi eldri borgara Mosfellsbæ ætlum að sameinast í bíla og kíkja á þessa frábæru sýningu sunnudaginn 24. mars kl. 17:00. Miðaverð er 2.000 krónur. Nánari upplýsingar og skráning er á elvab@ mos.is eða í síma 586-8014/698-0090. Leikritið fjallar um fjórar vinkonur sem hittast á kaffihúsi 50 árum eftir hernámið og rifja upp sögur sínar frá þeim árum. Þær eiga sameiginlegar minningar því allar hafa þær orðið ástfangnar af hermönnum sem hér dvöldu á hernáms- árunum. Sögur sem þær hafa sumar ekki getað sagt frá fyrr um hvernig líf þeirra var þá og nú. Ýmsar aðrar persónur koma einnig við sögu sem settu svip sinn á borgarbraginn á stríðsárunum, svo sem hermenn, sjoppueigendur, ástandsnefnd- armenn, betri borgarar og bílstjórar. Leikur, dans, söngur og tónlist koma þar við sögu en einnig fylgja þessum sögum bæði gleði og sorg. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15–16. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.is Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Halldór Sigurðsson 1. varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is STJÓRN FAMoS FéLAG ALDRAðRA í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Innritun í grunnskóla hafin fyrir 2019-2020 Innritun í grunnskóla Mosfells- bæjar fyrir skólaárið 2019-2020 er hafin og fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2019 fer fram til 30. mars. Þá skal innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfells- bæjar vera lokið 1. apríl. Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita grunnskólarnir. Þeir sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Sumarstörf í boði fyrir ungmenni Mosfellsbær auglýsir nú fjölbreytt sumarstörf til umsóknar fyrir ungmenni. Störfin eru ætluð ungu fólki, 17 ára og eldri, með búsetu í Mosfellsbæ. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi LN og Stamos. Allar nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil er að finna á síðu Mosfellsbæjar www.mos.is. Umsóknarfrestur um öll störf er til 23. mars. Lágafellskirkja er að stofni til elsta hús í Mosfellsbæ, timburkirkja á steingrunni. Kirkjan var vígð árið 1889 og eru nú orðin 130 ár síðan. Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni í gegnum tíðina, þær mestu á árunum1955–6, en þeim lauk með endurvígslu síðara árið. Ljósmyndir af sögu kirkjunnar má sjá á blaðsíðu 2. Sunnudaginn 24. febrúar var 130 ára afmælinu fagnað með guðsþjónustu í kirkj- unni og kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu. Frá þessum kristna helgistað var horft til framtíðar við tilefnið með prédikara dagsins, dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, prófessor í guðfræði. Diddú söng ásamt kirkjukórnum og Íris Torfadóttir og Selma Elísa Ólafsdóttir spiluðu á fiðlu. Prestar sóknarinnar ásamt djákna þjón- uðu til altaris og Þórður Sigurðarson organ- isti stjórnaði söng og lék á orgel. Lágafellskirkja vígð 24. febrúar 1889 • Íbúar sóknarinnar voru þá 403 á 53 heimilum 130 ára vígsluafmæli fagnað Að lokinni athöfn í Lágafellskirkju sunnudaginn 24. febrúar. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, Rut G. Magnúsdóttir djákni, Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. ERU FYRIR GRUNNSKÓLANEMENDUR OG FORELDRA/FORRÁÐAMENN ÞEIRRA miðvikudaginn 20. mars kl. 17:00-18:30 Kennarar og nemendur verða á staðnum og hægt verður að fá upplýsingar um kennsluhætti, skipulag námsins, brautir, skólaandann og fleira. Brautir sem eru í boði: • Félags- og hugvísindabraut • Náttúruvísindabraut • Opin stúdentsbraut - Almennt kjörsvið - Hestakjörsvið - Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið - Íþróttakjörsvið – Handboltaakademía - Listakjörsvið • Framhaldsskólabraut • Framhaldsskólabrú • Sérnámsbraut www.fmos.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.